Hamilton skildi keppendurna um titilinn eftir í reyknum Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. október 2018 08:00 Lewis Hamilton. Getty Breski ökuþórinn Lewis Hamilton getur skrifað nafn sitt í sögubækur Formúlunnar um helgina og unnið sinn fimmta heimsmeistaratitil ökuþóra á braut þar sem hann hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár. Kappaksturinn í Austin, Texas, er fjórði síðasti kappakstur ársins og er óhætt að segja að Hamilton sé með pálmann í höndunum í baráttunni við Sebastian Vettel um heimsmeistaratitilinn. Takist Hamilton að bæta átta stigum við forskot sitt á Vettel er titillinn hans þótt þrjár keppnir verði eftir. Ef Hamilton tekst að vinna titilinn um helgina verður hann þriðji ökuþórinn í sögu Formúlunnar sem vinnur fimm heimsmeistaratitla á eftir hinum argentínska Juan Manuel Fangio sem einokaði keppnina fyrstu árin og goðsögninni Michael Schumacher sem vann sjö titla á sigursælum ferli sínum Hamilton kom inn í Formúluna með látum í ársbyrjun 2007 og komst strax á verðlaunapall í fyrstu keppni fyrir hönd McLaren. Varð hann yngsti heimsmeistari ökuþóra í sögu keppninnar ári síðar. Tókst honum ekki að fylgja því eftir og eftir þrjú vonbrigðaár hjá McLaren samdi hann við Mercedes sem reyndist heillaskref fyrir báða aðila. Eftir að hafa lent í fjórða sæti á fyrsta tímabili vann hann tvo titla í röð og þrjá á síðustu fjórum árum og er á hraðferð í átt að fjórða meistaratitlinum á fimm árum. Hamilton þurfti að hætta keppni í Austurríki í byrjun júlí vegna vélarbilunar en eftir það hefur allt gengið upp á tíu hjá honum. Forskot Hamiltons á Vettel var komið niður í tíu stig en þá setti Hamilton aftur í gír. Skildi hann keppendurna eftir í reyknum með því að vinna sex keppnir og lenda í öðru sæti tvisvar í síðustu átta keppnum. Birtist í Fréttablaðinu Formúla Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton getur skrifað nafn sitt í sögubækur Formúlunnar um helgina og unnið sinn fimmta heimsmeistaratitil ökuþóra á braut þar sem hann hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár. Kappaksturinn í Austin, Texas, er fjórði síðasti kappakstur ársins og er óhætt að segja að Hamilton sé með pálmann í höndunum í baráttunni við Sebastian Vettel um heimsmeistaratitilinn. Takist Hamilton að bæta átta stigum við forskot sitt á Vettel er titillinn hans þótt þrjár keppnir verði eftir. Ef Hamilton tekst að vinna titilinn um helgina verður hann þriðji ökuþórinn í sögu Formúlunnar sem vinnur fimm heimsmeistaratitla á eftir hinum argentínska Juan Manuel Fangio sem einokaði keppnina fyrstu árin og goðsögninni Michael Schumacher sem vann sjö titla á sigursælum ferli sínum Hamilton kom inn í Formúluna með látum í ársbyrjun 2007 og komst strax á verðlaunapall í fyrstu keppni fyrir hönd McLaren. Varð hann yngsti heimsmeistari ökuþóra í sögu keppninnar ári síðar. Tókst honum ekki að fylgja því eftir og eftir þrjú vonbrigðaár hjá McLaren samdi hann við Mercedes sem reyndist heillaskref fyrir báða aðila. Eftir að hafa lent í fjórða sæti á fyrsta tímabili vann hann tvo titla í röð og þrjá á síðustu fjórum árum og er á hraðferð í átt að fjórða meistaratitlinum á fimm árum. Hamilton þurfti að hætta keppni í Austurríki í byrjun júlí vegna vélarbilunar en eftir það hefur allt gengið upp á tíu hjá honum. Forskot Hamiltons á Vettel var komið niður í tíu stig en þá setti Hamilton aftur í gír. Skildi hann keppendurna eftir í reyknum með því að vinna sex keppnir og lenda í öðru sæti tvisvar í síðustu átta keppnum.
Birtist í Fréttablaðinu Formúla Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti