Ekki Bjössi á mjólkurbílnum heldur Guðrún á mjólkurbílnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. október 2018 19:45 Fyrsta konan hefur tekið til starfa sem mjólkurbílstjóri en hennar hlutverk er að aka um á stórum mjólkurbíl og sækja mjólk til bænda. „Frábært starf“ segir konan sem er þriðju ættliðurinn til gerast mjólkurbílstjóri. Það eru margir mjólkurbílar sem Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi, nú MS rekur, enda þarf að fara um allar sveitir og sækja mjólk í mjólkurhúsin hjá kúabændum. Guðrún Sigurðardóttir, sem er 27 ára er fyrsta fastráðna konan sem hefur verið ráðin sem mjólkurbílstjóri. Hún er ánægð og segir starfiði frábært. „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Ég fór alltaf með pabba þegar ég var yngri að sækja mjólk en þá var ég meira að hugsa út í hundana og dýrin í staðin fyrir dælibúnaðinn. Mér finnst gaman að keyra í sveitina, ég elska að vera í sveitinni, það er ekkert verra að vera á mjólkurbíl í sveitinni“, segir Guðrún. Guðrún er ekki sú eina í fjölskyldunni sinni sem keyrir nú mjólkurbíl. „Nei, pabbi og afi, þeir eru báðir mjólkurbílstjórar. Ég gæti ekki séð systur mínar fyrir mér í þessu starfi, hvað þá mömmu því hún er svo bílhrædd að hún gæti aldrei verið í þessu“, bætir Guðrún við. Guðrún segir að karlarnir sem keyri mjólkurbíla hjá MS taki sér mjög vel og séu ekki með neinn rembing þó hún sé kona. Maðurinn hennar, Sigþór Magnússon er líka mjólkurbílstjóri og er stoltur af sinni konu. „Að vinna í kringum svona marga karla er bara fínt. Þeir hjálpa manni rosalega mikið og þora ekkert annað. Þeir eru ekki með neina fordóma gagnvart mér sem kvenmjólkurbílstjóra enda tek ég öllu og skít þá bara í kaf, þannig að þeir eru ekkert að vera með einhver leiðindi, það eru allir bara mjög góðir“. Fréttir Landbúnaður Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Fyrsta konan hefur tekið til starfa sem mjólkurbílstjóri en hennar hlutverk er að aka um á stórum mjólkurbíl og sækja mjólk til bænda. „Frábært starf“ segir konan sem er þriðju ættliðurinn til gerast mjólkurbílstjóri. Það eru margir mjólkurbílar sem Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi, nú MS rekur, enda þarf að fara um allar sveitir og sækja mjólk í mjólkurhúsin hjá kúabændum. Guðrún Sigurðardóttir, sem er 27 ára er fyrsta fastráðna konan sem hefur verið ráðin sem mjólkurbílstjóri. Hún er ánægð og segir starfiði frábært. „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Ég fór alltaf með pabba þegar ég var yngri að sækja mjólk en þá var ég meira að hugsa út í hundana og dýrin í staðin fyrir dælibúnaðinn. Mér finnst gaman að keyra í sveitina, ég elska að vera í sveitinni, það er ekkert verra að vera á mjólkurbíl í sveitinni“, segir Guðrún. Guðrún er ekki sú eina í fjölskyldunni sinni sem keyrir nú mjólkurbíl. „Nei, pabbi og afi, þeir eru báðir mjólkurbílstjórar. Ég gæti ekki séð systur mínar fyrir mér í þessu starfi, hvað þá mömmu því hún er svo bílhrædd að hún gæti aldrei verið í þessu“, bætir Guðrún við. Guðrún segir að karlarnir sem keyri mjólkurbíla hjá MS taki sér mjög vel og séu ekki með neinn rembing þó hún sé kona. Maðurinn hennar, Sigþór Magnússon er líka mjólkurbílstjóri og er stoltur af sinni konu. „Að vinna í kringum svona marga karla er bara fínt. Þeir hjálpa manni rosalega mikið og þora ekkert annað. Þeir eru ekki með neina fordóma gagnvart mér sem kvenmjólkurbílstjóra enda tek ég öllu og skít þá bara í kaf, þannig að þeir eru ekkert að vera með einhver leiðindi, það eru allir bara mjög góðir“.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira