Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 09:15 Sem stendur er leitað að líki Khashoggi í Belgrad-skógi en sá er í um 90 kílómetra fjarlægð frá Istanbúl. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns af hvarfi blaðamannsins Jamal Khashoggi stangast á við útskýringar stjórnvalda þar í landi af hvarfinu. Frásögn þeirra hefur að vísu tekið margvíslegum breytingum frá því að sagt var frá hvarfi blaðamannsins. Fyrir um þremur vikum fór Khashoggi, sem hefur verið afar gagnrýninn á stjórnvöld í ættlandi sínu í skrifum sínum, á skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi til að ganga frá skilnaðarpappírum sínum vegna fyrra hjónabands. Var það nauðsynlegt svo hann gæti gengið að eiga Hatice Cengiz, núverandi unnustu sína. Síðan þá hefur ekkert til hans spurst en Cengiz beið hans fyrir utan hús ræðismannsins. Sádiarabísk stjórnvöld neituðu strax í upphafi að hafa átt nokkurn þátt í hvarfi hans og sögðu að hann hefði yfirgefið húsið bakdyramegin. Nokkrum dögum síðar opnuðu þau dyr ræðismannshússins upp á gátt svo fólk gæti séð að Khashoggi væri þar hvergi að finna en fyrstu fréttir hermdu að honum væri mögulega haldið þar gegn vilja sínum. Fyrir tólf dögum birtu fjölmiðlar í Tyrklandi myndir og upptökur af fimmtán manna hópi Sáda sem sást í kringum hús konsúlsins um það bil er Khashoggi sást síðast. Líkur voru leiddar að því að umræddir menn hefðu grandað blaðamanninum.Sádar hafa viðurkennt að Jamal Khashoggi hafi látist á skrifstofu konsúlsins.Á laugardag viðurkenndi Sádi-Arabía að Khashoggi hefði beðið bana í húsi ræðismannsins. Sendinefnd hafi verið send til Istanbúl til að sannfæra hann um að flytja aftur til Sádi-Arabíu. Þaðan hafði Khashoggi flutt fyrir um ári síðan þar sem hann óttaðist um öryggi sitt í landinu. Þegar hann neitaði því á að hafa komið til átaka og í tilraun sinni til að róa blaðamanninn hafi mennirnir óvart kæft hann. Átján hafa verið handteknir vegna málsins og Ahmed al-Asiri, háttsettur maður innan hers landsins, hefur verið rekinn. Fjölmiðlar í Sádi-Arabíu segja að hann hafi skipulagt samsæri gegn krónprins landsins um að bana Khashoggi og skella skuldinni síðan á prinsinn. Reuters fréttastofan birti í gær frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns sem stangast á við hina opinberu frásögn yfirvalda. Heimildarmaðurinn, sem óskaði þess að nafn hans kæmi ekki fram, segir að „sendinefndin“, sem meðal annars innihélt réttarmeinafræðing, hafi fengið þá skipun að nema Khashoggi á brott. Höfðu þeir meðal annars hótað honum með róandi lyfjum kæmi hann ekki sjálfviljugur. Þegar það gekk ekki kom til átaka og dó Khashoggi í þeim. Einn af hinum fimmtán klæddi sig síðan í föt Khashoggi og fór úr skrifstofunni. Var það gert til að sýna fram á að blaðamaðurinn hefði farið sjálfur frá konsúlnum. Líkinu var komið til manns í Istanbúl sem fékk það verk að láta það hverfa. Hin opinbera frásögn hefur verið dregin í efa af mörgum enda þykir sendinefndin nokkuð undarlega saman sett miðað við að markmiðið hafi verið að ná Khashoggi burt á lífi. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sagt að þau muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast til botns í málinu. Bretland, Frakkland og Þýskaland sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fordæmdu dráp Khashoggi. Þá drógu þau yfirlýsingar Sádi-Arabíu í efa og kölluðu eftir því að málið yrði kannað ofan í kjölinn. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að frásögn Sádi-Araba væri ekki sannfærandi. Hingað til hefur hann staðið með þeim í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
Frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns af hvarfi blaðamannsins Jamal Khashoggi stangast á við útskýringar stjórnvalda þar í landi af hvarfinu. Frásögn þeirra hefur að vísu tekið margvíslegum breytingum frá því að sagt var frá hvarfi blaðamannsins. Fyrir um þremur vikum fór Khashoggi, sem hefur verið afar gagnrýninn á stjórnvöld í ættlandi sínu í skrifum sínum, á skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi til að ganga frá skilnaðarpappírum sínum vegna fyrra hjónabands. Var það nauðsynlegt svo hann gæti gengið að eiga Hatice Cengiz, núverandi unnustu sína. Síðan þá hefur ekkert til hans spurst en Cengiz beið hans fyrir utan hús ræðismannsins. Sádiarabísk stjórnvöld neituðu strax í upphafi að hafa átt nokkurn þátt í hvarfi hans og sögðu að hann hefði yfirgefið húsið bakdyramegin. Nokkrum dögum síðar opnuðu þau dyr ræðismannshússins upp á gátt svo fólk gæti séð að Khashoggi væri þar hvergi að finna en fyrstu fréttir hermdu að honum væri mögulega haldið þar gegn vilja sínum. Fyrir tólf dögum birtu fjölmiðlar í Tyrklandi myndir og upptökur af fimmtán manna hópi Sáda sem sást í kringum hús konsúlsins um það bil er Khashoggi sást síðast. Líkur voru leiddar að því að umræddir menn hefðu grandað blaðamanninum.Sádar hafa viðurkennt að Jamal Khashoggi hafi látist á skrifstofu konsúlsins.Á laugardag viðurkenndi Sádi-Arabía að Khashoggi hefði beðið bana í húsi ræðismannsins. Sendinefnd hafi verið send til Istanbúl til að sannfæra hann um að flytja aftur til Sádi-Arabíu. Þaðan hafði Khashoggi flutt fyrir um ári síðan þar sem hann óttaðist um öryggi sitt í landinu. Þegar hann neitaði því á að hafa komið til átaka og í tilraun sinni til að róa blaðamanninn hafi mennirnir óvart kæft hann. Átján hafa verið handteknir vegna málsins og Ahmed al-Asiri, háttsettur maður innan hers landsins, hefur verið rekinn. Fjölmiðlar í Sádi-Arabíu segja að hann hafi skipulagt samsæri gegn krónprins landsins um að bana Khashoggi og skella skuldinni síðan á prinsinn. Reuters fréttastofan birti í gær frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns sem stangast á við hina opinberu frásögn yfirvalda. Heimildarmaðurinn, sem óskaði þess að nafn hans kæmi ekki fram, segir að „sendinefndin“, sem meðal annars innihélt réttarmeinafræðing, hafi fengið þá skipun að nema Khashoggi á brott. Höfðu þeir meðal annars hótað honum með róandi lyfjum kæmi hann ekki sjálfviljugur. Þegar það gekk ekki kom til átaka og dó Khashoggi í þeim. Einn af hinum fimmtán klæddi sig síðan í föt Khashoggi og fór úr skrifstofunni. Var það gert til að sýna fram á að blaðamaðurinn hefði farið sjálfur frá konsúlnum. Líkinu var komið til manns í Istanbúl sem fékk það verk að láta það hverfa. Hin opinbera frásögn hefur verið dregin í efa af mörgum enda þykir sendinefndin nokkuð undarlega saman sett miðað við að markmiðið hafi verið að ná Khashoggi burt á lífi. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sagt að þau muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast til botns í málinu. Bretland, Frakkland og Þýskaland sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fordæmdu dráp Khashoggi. Þá drógu þau yfirlýsingar Sádi-Arabíu í efa og kölluðu eftir því að málið yrði kannað ofan í kjölinn. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að frásögn Sádi-Araba væri ekki sannfærandi. Hingað til hefur hann staðið með þeim í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira