Banaslys á Grindavíkurvegi: Undir áhrifum áfengis og svefnlyfja og ekki í bílbelti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2018 10:23 Myndin er fengin úr skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Myndin sýnir för frá vinstri þar sem bifreiðin rennur í snjónum og í framhaldi för eftir bílinn þar sem hann er byrjaður að velta. Rauði hringurinn sýnir hvar bíllinn stöðvaðist. Kona sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í mars í fyrra var undir áhrifum áfengis og svefnlyfja þegar slysið varð. Þá var hún ekki í bílbelti auk þess sem bíllinn sem hún ók var ekki í ökuhæfu ástandi vegna ástands hemlabúnaðar. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið. Í samantekt skýrslunnar segir að þann 5. mars í fyrra hafi bíl af tegundunni Toyota Avensis verið ekið suður Grindavíkurveg. Missti konan, ökumaður bílsins, stjórn á honum með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vegar og valt. Konan var ekki í bílbelti og kastaðist út úr bílnum. Lést hún af völdum fjöláverka. Engin vitni voru að slysinu en það var um klukkan tvö um nótt sem vegfarendur sem fóru um Grindavíkurveg tóku eftir óvenjulegum hjólförum eftir bíl á veginum. Við nánari skoðun sáu þeir Toyota- bifreiðina þar sem hún hafði hafnað utan vegar.Byrjaði að snúast rangsælis á veginum miðað við akstursstefnu Bentu ummerki á vettvangi til þess að ökumaðurinn hefði misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann byrjaði að snúast rangsælis miðað við akstursstefnu. „Hjólför í snjó meðfram akbrautinni og á veginum gáfu til kynna að hægra afturhjól bifreiðarinnar hafi farið út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu á meðan bifreiðin var í snúningi. Bifreiðin var síðan komin í um 90° hliðarskrið þegar hún fór útaf veginum vinstra megin þar sem hún rann nokkra metra í snjó utan við veginn áður en hún valt nokkrum sinnum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Eins og áður segir var ökumaður bílsins undir áhrifum áfengis þegar slysið varð. Í ábendingu frá rannsóknarnefndinni í skýrslunni er þess getið að undanfarin ár hafi ölvunarakstur verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Segir í ábendingunni að áfengismagn í blóði þurfi ekki að vera mikið til þess að áhrifin skerði einbeitingu þess sem er undir áhrifum, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. „Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast. Ökumaðurinn í þessu slysi var einnig undir áhrifum svefnlyfs. Áfengi og svefnlyfið geta aukið slævandi og miðtaugakerfisbælandi áhrif hvors annars. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um ölvunarakstur. Ökumenn sem setjast ölvaðir undir stýri skapa öðrum og sjálfum sér mikla hættu. Akstur eftir áfengisdrykkju eykur líkur á alvarlegum slysum og brýnt að allir séu á varðbergi gagnvart þessari hættu,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem lesa má í heild sinni hér. Grindavík Samgöngur Tengdar fréttir Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
Kona sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í mars í fyrra var undir áhrifum áfengis og svefnlyfja þegar slysið varð. Þá var hún ekki í bílbelti auk þess sem bíllinn sem hún ók var ekki í ökuhæfu ástandi vegna ástands hemlabúnaðar. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið. Í samantekt skýrslunnar segir að þann 5. mars í fyrra hafi bíl af tegundunni Toyota Avensis verið ekið suður Grindavíkurveg. Missti konan, ökumaður bílsins, stjórn á honum með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vegar og valt. Konan var ekki í bílbelti og kastaðist út úr bílnum. Lést hún af völdum fjöláverka. Engin vitni voru að slysinu en það var um klukkan tvö um nótt sem vegfarendur sem fóru um Grindavíkurveg tóku eftir óvenjulegum hjólförum eftir bíl á veginum. Við nánari skoðun sáu þeir Toyota- bifreiðina þar sem hún hafði hafnað utan vegar.Byrjaði að snúast rangsælis á veginum miðað við akstursstefnu Bentu ummerki á vettvangi til þess að ökumaðurinn hefði misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann byrjaði að snúast rangsælis miðað við akstursstefnu. „Hjólför í snjó meðfram akbrautinni og á veginum gáfu til kynna að hægra afturhjól bifreiðarinnar hafi farið út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu á meðan bifreiðin var í snúningi. Bifreiðin var síðan komin í um 90° hliðarskrið þegar hún fór útaf veginum vinstra megin þar sem hún rann nokkra metra í snjó utan við veginn áður en hún valt nokkrum sinnum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Eins og áður segir var ökumaður bílsins undir áhrifum áfengis þegar slysið varð. Í ábendingu frá rannsóknarnefndinni í skýrslunni er þess getið að undanfarin ár hafi ölvunarakstur verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Segir í ábendingunni að áfengismagn í blóði þurfi ekki að vera mikið til þess að áhrifin skerði einbeitingu þess sem er undir áhrifum, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. „Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast. Ökumaðurinn í þessu slysi var einnig undir áhrifum svefnlyfs. Áfengi og svefnlyfið geta aukið slævandi og miðtaugakerfisbælandi áhrif hvors annars. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um ölvunarakstur. Ökumenn sem setjast ölvaðir undir stýri skapa öðrum og sjálfum sér mikla hættu. Akstur eftir áfengisdrykkju eykur líkur á alvarlegum slysum og brýnt að allir séu á varðbergi gagnvart þessari hættu,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem lesa má í heild sinni hér.
Grindavík Samgöngur Tengdar fréttir Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50