Erdogan segir morðið á Khashoggi hafa verið skipulagt Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 09:57 Erdogan fór yfir rannsóknina á dauða Jamals Khashoggi í ræðu í tyrkneska þinginu í morgun. Vísir/EPA Dauði sádiararabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi var skipulagt pólitískt morð af hálfu Sáda. Þetta sagði Recep Erdogan, forseti Tyrklands, í ræðu á tyrkneska þinginu. Hann vill að fleiri ríki komi að rannsókninni á morðinu á Khashoggi. Erdogan hafði lofað því að leggja fram allan sannleikann um það sem tyrknesk yfirvöld vita um dauða Khashoggi í dag. Blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Sádar hafa orðið margsaga um afdrif Khashoggi. Í fyrstu sögðu þeir að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Fyrir helgi viðurkenndu Sádar að Khashoggi væri látinn en það hefði gerst í átökum sem hann lenti í við hóp manna á ræðisskrifstofunni. Utanríkisráðherra landsins sagði svo um helgina að hann hefði verið myrtur af hópi manna sem hafi farið út fyrir heimildir sínar. Í ræðu sinni í dag fullyrti Erdogan að tyrkneskar öryggissveitir hefðu þvert á móti upplýsingar um að morðið hefði verið skipulagt nokkrum dögum áður. Teymi fimmtán Sáda hafi fengið að vita af fyrirhugaðri komu Khashoggi á ræðisskrifstofuna daginn fyrir morðið. Erdogan gaf í skyn að Sádarnir hafi átt sér vitorðsmann í Tyrklandi sem hafi hjálpað þeim að losa sig við lík Khashoggi. Þrír útsendarar Sáda hafi kannað skógana í kringum Istanbúl daginn fyrir morðið, að því er virðist til að finna stað til að fela líkið.Minntist ekkert á krónprinsinn eða upptökur Kallaði Tyrklandsforseti eftir því að fleiri ríki kæmu að rannsókninni. Sagðist hann hafa rætt við Salman konung Sádi-Arabíu um að ríkin tvö kæmu á fót starfshópi sem hefði þegar tekið til starfa. Erdogan vill að réttað verði yfir átján manns sem Sádar hafa handtekið vegna dauða Khashoggi í Tyrklandi. Sagðist Erdogan ekki efast um Salman konungur hafi ekki vitað af morðinu á Khashoggi. Minntist hann ekkert á Mohammed bin Salman krónprins sem hefur verið sterklega bendlaður við morðið. Nokkrir Sádanna sem ferðuðust til Istanbúl hafa tengsl við krónprinsinn. Frá því að Khashoggi hvarf hafa tyrknesk yfirvöld lekið ýmsum upplýsingum um rannsókn þeirra. Fréttir hafa verið um að Tyrkir hafi undir höndum upptökur af morðinu á Khashoggi. Erdogan minntist hins vegar ekkert á slíkar upptökur í ræðu sinni í dag. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Tyrkneskir rannsakendur telja að manninum hafi verið ætlað að vera tálbeita fyrir Jamal Khashoggi, blaðamanninn sem var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 22. október 2018 11:01 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Dauði sádiararabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi var skipulagt pólitískt morð af hálfu Sáda. Þetta sagði Recep Erdogan, forseti Tyrklands, í ræðu á tyrkneska þinginu. Hann vill að fleiri ríki komi að rannsókninni á morðinu á Khashoggi. Erdogan hafði lofað því að leggja fram allan sannleikann um það sem tyrknesk yfirvöld vita um dauða Khashoggi í dag. Blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Sádar hafa orðið margsaga um afdrif Khashoggi. Í fyrstu sögðu þeir að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Fyrir helgi viðurkenndu Sádar að Khashoggi væri látinn en það hefði gerst í átökum sem hann lenti í við hóp manna á ræðisskrifstofunni. Utanríkisráðherra landsins sagði svo um helgina að hann hefði verið myrtur af hópi manna sem hafi farið út fyrir heimildir sínar. Í ræðu sinni í dag fullyrti Erdogan að tyrkneskar öryggissveitir hefðu þvert á móti upplýsingar um að morðið hefði verið skipulagt nokkrum dögum áður. Teymi fimmtán Sáda hafi fengið að vita af fyrirhugaðri komu Khashoggi á ræðisskrifstofuna daginn fyrir morðið. Erdogan gaf í skyn að Sádarnir hafi átt sér vitorðsmann í Tyrklandi sem hafi hjálpað þeim að losa sig við lík Khashoggi. Þrír útsendarar Sáda hafi kannað skógana í kringum Istanbúl daginn fyrir morðið, að því er virðist til að finna stað til að fela líkið.Minntist ekkert á krónprinsinn eða upptökur Kallaði Tyrklandsforseti eftir því að fleiri ríki kæmu að rannsókninni. Sagðist hann hafa rætt við Salman konung Sádi-Arabíu um að ríkin tvö kæmu á fót starfshópi sem hefði þegar tekið til starfa. Erdogan vill að réttað verði yfir átján manns sem Sádar hafa handtekið vegna dauða Khashoggi í Tyrklandi. Sagðist Erdogan ekki efast um Salman konungur hafi ekki vitað af morðinu á Khashoggi. Minntist hann ekkert á Mohammed bin Salman krónprins sem hefur verið sterklega bendlaður við morðið. Nokkrir Sádanna sem ferðuðust til Istanbúl hafa tengsl við krónprinsinn. Frá því að Khashoggi hvarf hafa tyrknesk yfirvöld lekið ýmsum upplýsingum um rannsókn þeirra. Fréttir hafa verið um að Tyrkir hafi undir höndum upptökur af morðinu á Khashoggi. Erdogan minntist hins vegar ekkert á slíkar upptökur í ræðu sinni í dag.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Tyrkneskir rannsakendur telja að manninum hafi verið ætlað að vera tálbeita fyrir Jamal Khashoggi, blaðamanninn sem var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 22. október 2018 11:01 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
„Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28
Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15
Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Tyrkneskir rannsakendur telja að manninum hafi verið ætlað að vera tálbeita fyrir Jamal Khashoggi, blaðamanninn sem var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 22. október 2018 11:01