Erdogan segir morðið á Khashoggi hafa verið skipulagt Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 09:57 Erdogan fór yfir rannsóknina á dauða Jamals Khashoggi í ræðu í tyrkneska þinginu í morgun. Vísir/EPA Dauði sádiararabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi var skipulagt pólitískt morð af hálfu Sáda. Þetta sagði Recep Erdogan, forseti Tyrklands, í ræðu á tyrkneska þinginu. Hann vill að fleiri ríki komi að rannsókninni á morðinu á Khashoggi. Erdogan hafði lofað því að leggja fram allan sannleikann um það sem tyrknesk yfirvöld vita um dauða Khashoggi í dag. Blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Sádar hafa orðið margsaga um afdrif Khashoggi. Í fyrstu sögðu þeir að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Fyrir helgi viðurkenndu Sádar að Khashoggi væri látinn en það hefði gerst í átökum sem hann lenti í við hóp manna á ræðisskrifstofunni. Utanríkisráðherra landsins sagði svo um helgina að hann hefði verið myrtur af hópi manna sem hafi farið út fyrir heimildir sínar. Í ræðu sinni í dag fullyrti Erdogan að tyrkneskar öryggissveitir hefðu þvert á móti upplýsingar um að morðið hefði verið skipulagt nokkrum dögum áður. Teymi fimmtán Sáda hafi fengið að vita af fyrirhugaðri komu Khashoggi á ræðisskrifstofuna daginn fyrir morðið. Erdogan gaf í skyn að Sádarnir hafi átt sér vitorðsmann í Tyrklandi sem hafi hjálpað þeim að losa sig við lík Khashoggi. Þrír útsendarar Sáda hafi kannað skógana í kringum Istanbúl daginn fyrir morðið, að því er virðist til að finna stað til að fela líkið.Minntist ekkert á krónprinsinn eða upptökur Kallaði Tyrklandsforseti eftir því að fleiri ríki kæmu að rannsókninni. Sagðist hann hafa rætt við Salman konung Sádi-Arabíu um að ríkin tvö kæmu á fót starfshópi sem hefði þegar tekið til starfa. Erdogan vill að réttað verði yfir átján manns sem Sádar hafa handtekið vegna dauða Khashoggi í Tyrklandi. Sagðist Erdogan ekki efast um Salman konungur hafi ekki vitað af morðinu á Khashoggi. Minntist hann ekkert á Mohammed bin Salman krónprins sem hefur verið sterklega bendlaður við morðið. Nokkrir Sádanna sem ferðuðust til Istanbúl hafa tengsl við krónprinsinn. Frá því að Khashoggi hvarf hafa tyrknesk yfirvöld lekið ýmsum upplýsingum um rannsókn þeirra. Fréttir hafa verið um að Tyrkir hafi undir höndum upptökur af morðinu á Khashoggi. Erdogan minntist hins vegar ekkert á slíkar upptökur í ræðu sinni í dag. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Tyrkneskir rannsakendur telja að manninum hafi verið ætlað að vera tálbeita fyrir Jamal Khashoggi, blaðamanninn sem var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 22. október 2018 11:01 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Dauði sádiararabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi var skipulagt pólitískt morð af hálfu Sáda. Þetta sagði Recep Erdogan, forseti Tyrklands, í ræðu á tyrkneska þinginu. Hann vill að fleiri ríki komi að rannsókninni á morðinu á Khashoggi. Erdogan hafði lofað því að leggja fram allan sannleikann um það sem tyrknesk yfirvöld vita um dauða Khashoggi í dag. Blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Sádar hafa orðið margsaga um afdrif Khashoggi. Í fyrstu sögðu þeir að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Fyrir helgi viðurkenndu Sádar að Khashoggi væri látinn en það hefði gerst í átökum sem hann lenti í við hóp manna á ræðisskrifstofunni. Utanríkisráðherra landsins sagði svo um helgina að hann hefði verið myrtur af hópi manna sem hafi farið út fyrir heimildir sínar. Í ræðu sinni í dag fullyrti Erdogan að tyrkneskar öryggissveitir hefðu þvert á móti upplýsingar um að morðið hefði verið skipulagt nokkrum dögum áður. Teymi fimmtán Sáda hafi fengið að vita af fyrirhugaðri komu Khashoggi á ræðisskrifstofuna daginn fyrir morðið. Erdogan gaf í skyn að Sádarnir hafi átt sér vitorðsmann í Tyrklandi sem hafi hjálpað þeim að losa sig við lík Khashoggi. Þrír útsendarar Sáda hafi kannað skógana í kringum Istanbúl daginn fyrir morðið, að því er virðist til að finna stað til að fela líkið.Minntist ekkert á krónprinsinn eða upptökur Kallaði Tyrklandsforseti eftir því að fleiri ríki kæmu að rannsókninni. Sagðist hann hafa rætt við Salman konung Sádi-Arabíu um að ríkin tvö kæmu á fót starfshópi sem hefði þegar tekið til starfa. Erdogan vill að réttað verði yfir átján manns sem Sádar hafa handtekið vegna dauða Khashoggi í Tyrklandi. Sagðist Erdogan ekki efast um Salman konungur hafi ekki vitað af morðinu á Khashoggi. Minntist hann ekkert á Mohammed bin Salman krónprins sem hefur verið sterklega bendlaður við morðið. Nokkrir Sádanna sem ferðuðust til Istanbúl hafa tengsl við krónprinsinn. Frá því að Khashoggi hvarf hafa tyrknesk yfirvöld lekið ýmsum upplýsingum um rannsókn þeirra. Fréttir hafa verið um að Tyrkir hafi undir höndum upptökur af morðinu á Khashoggi. Erdogan minntist hins vegar ekkert á slíkar upptökur í ræðu sinni í dag.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Tyrkneskir rannsakendur telja að manninum hafi verið ætlað að vera tálbeita fyrir Jamal Khashoggi, blaðamanninn sem var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 22. október 2018 11:01 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
„Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28
Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15
Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Tyrkneskir rannsakendur telja að manninum hafi verið ætlað að vera tálbeita fyrir Jamal Khashoggi, blaðamanninn sem var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 22. október 2018 11:01