Jón Trausti vill 10,5 milljónir í bætur frá ríkinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. október 2018 06:00 Jón Trausti Lúthersson sat í gæsluvarðhaldi en var á endanum ekki ákærður af héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm Jón Trausti Lúthersson fer fram á 10,5 milljónir í skaðabætur frá ríkinu vegna ólögmæts gæsluvarðhalds en hann sat í einangrun í 21 dag vegna rannsóknar á dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra. Sveinn Gestur Tryggvason var einn ákærður og dæmdur fyrir að hafa verið valdur að dauða Arnars, með hættulegri líkamsárás, en sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Auk Jóns Trausta hafa bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski einnig krafist bóta en þeir sættu einangrun í viku vegna málsins. Ríkislögmaður hefur þegar hafnað bótakröfu Jóns Trausta með þeim rökum að hann hafi sjálfur valdið eða stuðlað að gæsluvarðhaldinu, þar sem hann hafi ekki sýnt samvinnu við rannsókn málsins, gefið litlar eða óljósar skýringar á atburðarás og hafnað því að veita lögreglu leyfi til að skoða símann sinn. „Það er fráleitt að halda því fram að hann hafi sjálfur stuðlað að einangrunarvist sem hann sætti í 21 dag. Framburður hans var afdráttarlaus allan tímann og í samræmi við frásagnir vitna,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Jóns Trausta. Bótaréttur Jóns er í stefnu byggður á því að ekki hafi verið færðar sönnur á meinta háttsemi hans og sakir á hendur honum hafi verið felldar niður. Hans eina aðkoma að andláti Arnars hafi falist í því að afvopna hann og yfirbuga. Frásögn hans hafi verið óbreytt frá fyrstu yfirheyrslu og allt þar til hann hafi gefið skýrslu í aðalmeðferð sakamálsins gegn Sveini Gesti. Birtist í Fréttablaðinu Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segist hafa logið að lögreglu til að halda hlífiskildi yfir Jóni Trausta Sveinn Gestur Tryggvason líkir rannsókn á Æsustaðamálinu við rannsókn lögreglu á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þessu hélt hann fram í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í morgun. 2. október 2018 10:07 Segir flækjustig Æsustaðarmálsins hátt og þurfti ekki mikið til að illa færi Réttarmeinafræðingur fór yfir dánarorsök hins látna. 2. október 2018 12:16 Krefja ríkið um milljónir vegna Æsustaðamálsins Bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski krefjast skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. 5. október 2018 11:02 Sex ára dómur yfir Sveini Gesti staðfestur Landsréttur hefur staðfest sex ára fangelsisdóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra. 19. október 2018 14:45 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira
Jón Trausti Lúthersson fer fram á 10,5 milljónir í skaðabætur frá ríkinu vegna ólögmæts gæsluvarðhalds en hann sat í einangrun í 21 dag vegna rannsóknar á dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra. Sveinn Gestur Tryggvason var einn ákærður og dæmdur fyrir að hafa verið valdur að dauða Arnars, með hættulegri líkamsárás, en sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Auk Jóns Trausta hafa bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski einnig krafist bóta en þeir sættu einangrun í viku vegna málsins. Ríkislögmaður hefur þegar hafnað bótakröfu Jóns Trausta með þeim rökum að hann hafi sjálfur valdið eða stuðlað að gæsluvarðhaldinu, þar sem hann hafi ekki sýnt samvinnu við rannsókn málsins, gefið litlar eða óljósar skýringar á atburðarás og hafnað því að veita lögreglu leyfi til að skoða símann sinn. „Það er fráleitt að halda því fram að hann hafi sjálfur stuðlað að einangrunarvist sem hann sætti í 21 dag. Framburður hans var afdráttarlaus allan tímann og í samræmi við frásagnir vitna,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Jóns Trausta. Bótaréttur Jóns er í stefnu byggður á því að ekki hafi verið færðar sönnur á meinta háttsemi hans og sakir á hendur honum hafi verið felldar niður. Hans eina aðkoma að andláti Arnars hafi falist í því að afvopna hann og yfirbuga. Frásögn hans hafi verið óbreytt frá fyrstu yfirheyrslu og allt þar til hann hafi gefið skýrslu í aðalmeðferð sakamálsins gegn Sveini Gesti.
Birtist í Fréttablaðinu Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segist hafa logið að lögreglu til að halda hlífiskildi yfir Jóni Trausta Sveinn Gestur Tryggvason líkir rannsókn á Æsustaðamálinu við rannsókn lögreglu á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þessu hélt hann fram í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í morgun. 2. október 2018 10:07 Segir flækjustig Æsustaðarmálsins hátt og þurfti ekki mikið til að illa færi Réttarmeinafræðingur fór yfir dánarorsök hins látna. 2. október 2018 12:16 Krefja ríkið um milljónir vegna Æsustaðamálsins Bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski krefjast skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. 5. október 2018 11:02 Sex ára dómur yfir Sveini Gesti staðfestur Landsréttur hefur staðfest sex ára fangelsisdóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra. 19. október 2018 14:45 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira
Segist hafa logið að lögreglu til að halda hlífiskildi yfir Jóni Trausta Sveinn Gestur Tryggvason líkir rannsókn á Æsustaðamálinu við rannsókn lögreglu á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þessu hélt hann fram í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í morgun. 2. október 2018 10:07
Segir flækjustig Æsustaðarmálsins hátt og þurfti ekki mikið til að illa færi Réttarmeinafræðingur fór yfir dánarorsök hins látna. 2. október 2018 12:16
Krefja ríkið um milljónir vegna Æsustaðamálsins Bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski krefjast skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. 5. október 2018 11:02
Sex ára dómur yfir Sveini Gesti staðfestur Landsréttur hefur staðfest sex ára fangelsisdóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra. 19. október 2018 14:45