Mikilvægt að taka tillit til barnanna Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 25. október 2018 09:00 Hödd Vilhjálmsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Þegar mynd eða umfjöllun er komin inn á samfélagsmiðla missir maður að mestu vald yfir efninu og einstaklingar hafa lent í því að það sem sett er inn er svo nýtt í öðrum tilgangi en lagt var upp með,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill um börn á samfélagsmiðlum. Hödd starfaði lengi í fjölmiðlum og hefur skrifað mikið um börn og samfélagsmiðla. Þá skrifaði hún meistararitgerð sína í lögfræði um friðhelgi einkalífs barna þegar kemur að samfélagsmiðlum og fjölmiðlum og kom meðal annars inn á hvernig foreldrar fjalla um börnin sín. „Þarna vegur upp á móti hvort öðru annars vegar réttur foreldris til að fjalla um barnið sitt og hins vegar réttur barnsins til þess að ekki sé fjallað um það.“ Hún segir það nauðsynlegt að foreldrar séu meðvitaðir um að birta síður myndir eða stöðuuppfærslur um börnin sín sem geti orðið til þess að þeim verði strítt eða einhvers konar upplýsingar séu birtar sem þau vilji ekki hafa fyrir allra augum, til dæmis persónuleg mál. „Mín skoðun er sú að eftir því sem börn eldast og þroskast eiga þau að fá að hafa meira um það að segja hvernig birtingarmynd þeirra er á samfélagsmiðlum. Foreldrar verða auðvitað að taka tillit til þess,“ segir Hödd og tekur fram að fullorðið fólk sé meðvitað um hvernig það vill birtast sjónum annarra á slíkum miðlum. „Þegar umfjöllunarefnið erum við sjálf viljum við að vel sé farið með ímynd okkar. Börn eiga eðlilega rétt á sömu tillitssemi og sumt á einfaldlega ekki heima á netinu eða samfélagsmiðlum,“ segir hún. „Sjálf hef ég verið dugleg að birta myndir af dætrum mínum en verið meðvituð um að það sé ekki efni sem getur komi þeim illa. Eftir því sem dóttir mín eldist finn ég að hún hefur sterkari skoðanir á því hvað fer inn og vill fá að stýra því sjálf. Ég skil það vel og virði,“ segir Hödd. „Börn eru alveg jafn viðkvæm og við, ef ekki viðkvæmari, sérstaklega þegar þau eru farin að gera sér grein fyrir þessum heimi. Unglingar eru mjög meðvitaðir og í rauninni fer stór hluti af lífi þeirra fram í gegnum samfélagsmiðla. Þeir eru mikið í símanum og að öllu jöfnu klárari en við á þessum miðlum því þetta gerist hraðar hjá þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þegar mynd eða umfjöllun er komin inn á samfélagsmiðla missir maður að mestu vald yfir efninu og einstaklingar hafa lent í því að það sem sett er inn er svo nýtt í öðrum tilgangi en lagt var upp með,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill um börn á samfélagsmiðlum. Hödd starfaði lengi í fjölmiðlum og hefur skrifað mikið um börn og samfélagsmiðla. Þá skrifaði hún meistararitgerð sína í lögfræði um friðhelgi einkalífs barna þegar kemur að samfélagsmiðlum og fjölmiðlum og kom meðal annars inn á hvernig foreldrar fjalla um börnin sín. „Þarna vegur upp á móti hvort öðru annars vegar réttur foreldris til að fjalla um barnið sitt og hins vegar réttur barnsins til þess að ekki sé fjallað um það.“ Hún segir það nauðsynlegt að foreldrar séu meðvitaðir um að birta síður myndir eða stöðuuppfærslur um börnin sín sem geti orðið til þess að þeim verði strítt eða einhvers konar upplýsingar séu birtar sem þau vilji ekki hafa fyrir allra augum, til dæmis persónuleg mál. „Mín skoðun er sú að eftir því sem börn eldast og þroskast eiga þau að fá að hafa meira um það að segja hvernig birtingarmynd þeirra er á samfélagsmiðlum. Foreldrar verða auðvitað að taka tillit til þess,“ segir Hödd og tekur fram að fullorðið fólk sé meðvitað um hvernig það vill birtast sjónum annarra á slíkum miðlum. „Þegar umfjöllunarefnið erum við sjálf viljum við að vel sé farið með ímynd okkar. Börn eiga eðlilega rétt á sömu tillitssemi og sumt á einfaldlega ekki heima á netinu eða samfélagsmiðlum,“ segir hún. „Sjálf hef ég verið dugleg að birta myndir af dætrum mínum en verið meðvituð um að það sé ekki efni sem getur komi þeim illa. Eftir því sem dóttir mín eldist finn ég að hún hefur sterkari skoðanir á því hvað fer inn og vill fá að stýra því sjálf. Ég skil það vel og virði,“ segir Hödd. „Börn eru alveg jafn viðkvæm og við, ef ekki viðkvæmari, sérstaklega þegar þau eru farin að gera sér grein fyrir þessum heimi. Unglingar eru mjög meðvitaðir og í rauninni fer stór hluti af lífi þeirra fram í gegnum samfélagsmiðla. Þeir eru mikið í símanum og að öllu jöfnu klárari en við á þessum miðlum því þetta gerist hraðar hjá þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira