Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2018 06:50 Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits. Mynd/Mannvit Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits og fyrrverandi markaðs- og mannauðsstjóri hjá Kviku banka, krefst þess að skipuleggjendur Kvennafrídagsins biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar afsökunar vegna ræðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem sagt var upp störfum hjá Orku náttúrunnar í september síðastliðnum. Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt.Sagði sporin þung á fundum með starfsmannastjóra Töluvert hefur verið fjallað um mál Áslaugar Thelmu í fjölmiðlum en hún segist enn engar skýringar hafa fengið á uppsögn sinni. Uppsögnina segir hún þó tengjast því að hún kvartaði undan óeðlilegri hegðun framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Eftir að hafa sagt forstjóra OR frá hegðun framkvæmdastjórans var framkvæmdastjóranum sagt upp nánast samdægurs. Áslaug Thelma var á meðal mælenda á dagskrá Kvennafrídagsins á Arnarhóli í gær. Í ræðu sinni sagði hún m.a. að erfitt hafi verið að fara á fundi með starfsmannastjóra Orkuveitunnar, Sólrúnu Kristjánsdóttur, og tilkynna um „dónaskap og ruddaskap“. Þá hafi einnig verið erfitt að funda með starfsmannastjóra og forstjóra í kjölfarið, og heyra þá að yfirmanninum verði gefið annað tækifæri. Ræðu Áslaugar Thelmu má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan.Konu gefið tækifæri til að ráðast á aðra konu Hildur gagnrýnir Áslaugu Thelmu harðlega fyrir að „beina spjótum sínum sérstaklega að starfsmannastjóra Orkuveitunnar sem einnig er kona“ í Facebook-færslu sem hún birti í gær. „Í dag fannst mér afskaplega sorglegt að sjá konu afhent gjallarhorn og gefið tækifæri til að ráðast á aðra konu. Hún fékk að ávarpa samkomuna í dag og ráðast að konu í stjórnunarstöðu sem starf síns vegna getur ekki varið sig gegn málflutningi hennar,“ skrifar Hildur, og vísar þar í áðurnefnda ræðu. Þá segir Hildur að skipuleggjendum Kvennafrídagsins ætti að vera fullljóst að fjölmiðlaumfjöllun um mál Áslaugar Thelmu endurspegli aðeins það sem fram hefur komið í málflutningi Áslaugar Thelmu og eiginmanns hennar, Einars Bárðarsonar. Starfsmannastjóri og aðrir stjórnendur Orkuveitunnar séu hins vegar bundnir trúnaði og geti ekki tjáð sig efnislega um málið í fjölmiðlum.Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Hún segir enn engar skýringar hafa fengið á uppsögn sinni.Hefur áhyggjur af alvarlegu bakslagi Niðurstöður innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á málinu séu jafnframt ekki ljósar og því sýni það mikið dómgreindarleysi af hálfu skipuleggjenda að setja málið í brennidepil. „Áhyggjur mínar lúta ekki hvað síst að trúverðugleika #metoo byltingarinnar og virðingu fyrir málstað okkar kvenna sem berjumst fyrir jafnrétti. Ef það kemur nú í ljós í kjölfar athugunar innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar að Áslaug Thelma sé ekki að segja allan sannleikann þá gæti það orðið alvarlegt bakslag fyrir þessa mikilvægu baráttu,“ skrifar Hildur og kallar eftir afsökunarbeiðni. „Mér rennur því blóðið til skyldunnar sem baráttukona fyrir jafnrétti að óska eftir því að skipuleggjendur hátíðarinnar biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar opinberlega afsökunar á að hafa þurft að sitja undir þessum árásum í dag.“Segir starfsmannastjóra geranda í málinu Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, tjáði sig síðast um málið í pistli á Facebook-síðu sinni í gær. Hann setur þar spurningamerki við getu innri endurskoðunar Reykjavíkur til að gæta hlutleysis í rannsókninni á máli Áslaugar Thelmu. Einar byggir málflutning sinn á því að innri endurskoðun hafi óskað eftir gögnum málsins frá Orkuveitunni en þau gögn hafi starfsmannastjóri OR, „gerandi í málinu“, tekið til fyrir lögmann. „Innri Endurskoðun Reykjavíkuborgar er örugglega að gera sitt besta. En maður biður ekki ölvaðan ökumann að skjótast einan á bílnum niður á Landspítala í blóðprufu. Það bara virkar ekki þannig,“ skrifar Einar. MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52 Þögn ríkir um mál Áslaugar eftir fund með Orkuveitunni Fundur deiluaðila vegna uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fór fram síðastliðinn fimmtudag. Ákvörðun tekin um að þegja um niðurstöðu fundarins og hvað kom fram á honum. 2. október 2018 07:00 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits og fyrrverandi markaðs- og mannauðsstjóri hjá Kviku banka, krefst þess að skipuleggjendur Kvennafrídagsins biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar afsökunar vegna ræðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem sagt var upp störfum hjá Orku náttúrunnar í september síðastliðnum. Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt.Sagði sporin þung á fundum með starfsmannastjóra Töluvert hefur verið fjallað um mál Áslaugar Thelmu í fjölmiðlum en hún segist enn engar skýringar hafa fengið á uppsögn sinni. Uppsögnina segir hún þó tengjast því að hún kvartaði undan óeðlilegri hegðun framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Eftir að hafa sagt forstjóra OR frá hegðun framkvæmdastjórans var framkvæmdastjóranum sagt upp nánast samdægurs. Áslaug Thelma var á meðal mælenda á dagskrá Kvennafrídagsins á Arnarhóli í gær. Í ræðu sinni sagði hún m.a. að erfitt hafi verið að fara á fundi með starfsmannastjóra Orkuveitunnar, Sólrúnu Kristjánsdóttur, og tilkynna um „dónaskap og ruddaskap“. Þá hafi einnig verið erfitt að funda með starfsmannastjóra og forstjóra í kjölfarið, og heyra þá að yfirmanninum verði gefið annað tækifæri. Ræðu Áslaugar Thelmu má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan.Konu gefið tækifæri til að ráðast á aðra konu Hildur gagnrýnir Áslaugu Thelmu harðlega fyrir að „beina spjótum sínum sérstaklega að starfsmannastjóra Orkuveitunnar sem einnig er kona“ í Facebook-færslu sem hún birti í gær. „Í dag fannst mér afskaplega sorglegt að sjá konu afhent gjallarhorn og gefið tækifæri til að ráðast á aðra konu. Hún fékk að ávarpa samkomuna í dag og ráðast að konu í stjórnunarstöðu sem starf síns vegna getur ekki varið sig gegn málflutningi hennar,“ skrifar Hildur, og vísar þar í áðurnefnda ræðu. Þá segir Hildur að skipuleggjendum Kvennafrídagsins ætti að vera fullljóst að fjölmiðlaumfjöllun um mál Áslaugar Thelmu endurspegli aðeins það sem fram hefur komið í málflutningi Áslaugar Thelmu og eiginmanns hennar, Einars Bárðarsonar. Starfsmannastjóri og aðrir stjórnendur Orkuveitunnar séu hins vegar bundnir trúnaði og geti ekki tjáð sig efnislega um málið í fjölmiðlum.Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Hún segir enn engar skýringar hafa fengið á uppsögn sinni.Hefur áhyggjur af alvarlegu bakslagi Niðurstöður innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á málinu séu jafnframt ekki ljósar og því sýni það mikið dómgreindarleysi af hálfu skipuleggjenda að setja málið í brennidepil. „Áhyggjur mínar lúta ekki hvað síst að trúverðugleika #metoo byltingarinnar og virðingu fyrir málstað okkar kvenna sem berjumst fyrir jafnrétti. Ef það kemur nú í ljós í kjölfar athugunar innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar að Áslaug Thelma sé ekki að segja allan sannleikann þá gæti það orðið alvarlegt bakslag fyrir þessa mikilvægu baráttu,“ skrifar Hildur og kallar eftir afsökunarbeiðni. „Mér rennur því blóðið til skyldunnar sem baráttukona fyrir jafnrétti að óska eftir því að skipuleggjendur hátíðarinnar biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar opinberlega afsökunar á að hafa þurft að sitja undir þessum árásum í dag.“Segir starfsmannastjóra geranda í málinu Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, tjáði sig síðast um málið í pistli á Facebook-síðu sinni í gær. Hann setur þar spurningamerki við getu innri endurskoðunar Reykjavíkur til að gæta hlutleysis í rannsókninni á máli Áslaugar Thelmu. Einar byggir málflutning sinn á því að innri endurskoðun hafi óskað eftir gögnum málsins frá Orkuveitunni en þau gögn hafi starfsmannastjóri OR, „gerandi í málinu“, tekið til fyrir lögmann. „Innri Endurskoðun Reykjavíkuborgar er örugglega að gera sitt besta. En maður biður ekki ölvaðan ökumann að skjótast einan á bílnum niður á Landspítala í blóðprufu. Það bara virkar ekki þannig,“ skrifar Einar.
MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52 Þögn ríkir um mál Áslaugar eftir fund með Orkuveitunni Fundur deiluaðila vegna uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fór fram síðastliðinn fimmtudag. Ákvörðun tekin um að þegja um niðurstöðu fundarins og hvað kom fram á honum. 2. október 2018 07:00 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37
Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52
Þögn ríkir um mál Áslaugar eftir fund með Orkuveitunni Fundur deiluaðila vegna uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fór fram síðastliðinn fimmtudag. Ákvörðun tekin um að þegja um niðurstöðu fundarins og hvað kom fram á honum. 2. október 2018 07:00
Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00