Einn besti leikmaður Dominos-deildar karla síðustu ár, Pavel Ermolinskij, hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvort hann spili körfubolta í vetur.
Pavel hefur haft hægt um sig síðan KR varð Íslandsmeistari í fimmta sinn í röð síðasta vor. Hann er samningslaus og án félags.
Það hefur sést til hans á æfingum með KR upp á síðkastið sem hefur fengið fólk til þess að trúa því að hann ætli sér að taka slaginn með liðinu í vetur. Það er alls ekki víst.
Pavel staðfesti við Vísi í hádeginu að hann hefði mætt á nokkrar æfingar með sínum gömlu félögum en allt væri óákveðið með framhaldið. Að öðru leyti vildi hann ekkert tjá sig um málið.
Það er klár áhugi hjá KR-ingum að hafa Pavel í sínu liði en boltinn er hjá leikmanninum sem hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort hann spili körfubolta í vetur.
Enn óvíst hvort Pavel spili körfubolta í vetur
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti

Víðir og Reynir ekki í eina sæng
Íslenski boltinn
