Játuðu hjá lögreglu en neita fyrir dómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2018 15:04 Sigurður Kristinsson í dómsal á dögunum. Vísir/Vilhelm Sigurður Kristinsson neitaði sök þegar hann tók afstöðu til ákæru héraðssaksóknara í svokölluðu Skáksambandsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fyrirtaka er fyrirhuguð í málinu í nóvember og má reikna með því að aðalmeðferð verði í janúar. Málið hefur verið kennt við Skáksamband Íslands þar sem reynt var að fela fíkniefnin í skákmunum og senda í húsakynni sambandsins þar sem þau átti að nálgast. Fíkniefnin bárust þó aldrei til landsins þar sem lögreglan komst á snoðir um málið og skipti þeim út fyrir gerviefni í lok desember. Sigurður er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn á amfetamíninu, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Verjandi Sigurðar, Stefán Karl Kristjánsson, fór fram á frest til afstöðutöku við þingfestingu málsins þann 5. október sökum þess hversu viðamikil gögn málsins væru og ekki hefði náðst að fara yfir þau öll. Margt þyrfti enn að skýra í tengslum við málið áður en Sigurður geti hugsað sér að taka afstöðu. Sigurður neitaði sök í morgun en hafði áður játað sök í málinu við skýrslutöku lögreglu.Sætir farbanni Tveir menn á þrítugsaldri eru líka ákærðir í málinu. Annar þeirra, sem gefið var að sök að hafa tekið á móti fíkniefnunum og falið þau í rjóðri, játaði sök í héraðsdómi á dögunum en hafnaði því að hann hefði vitað að um fíkniefni hefði verið að ræða. Sagðist hann hafa talið að í pakkanum væru sterar. Þá hafi hann tekið á móti efnunum gegnniðurfellingu á smávægilegri skuld. Þriðji maðurinn neitaði sök líkt og Sigurður í morgun en Haukur Örn Birgisson, verjandi hans, óskaði einnig eftir fresti við þingfestinguna á dögunum. Sigurður var úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann sætti í þrjá mánuði eftir að hann kom hingað til lands frá Spáni í lok janúar. Hann hafði áður játað sök í málinu og hefur verið í farbanni síðan hann losnaði úr varðhaldi. Verjandi Sigurðar hefur gagnrýnt seinagang í rannsókn málsins. Lögregla bar því fyrir sig að tafir hefðu orðið á afhendingu gagna frá lögregluyfirvöldum á Spáni og því hefði rannsóknin dregist. Sigurður er fyrrverandi eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem féll úr mikilli hæð á heimili þeirra á Spáni í upphafi árs og lamaðist en málið vakti mikla athygli á sínum tíma. Í apríl var Sigurður ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot í tengslum við reksturinn á verktakafyrirtækinu SS verk. Fyrrverandi tengdamóðir hans, Unnur Birgisdóttir, var einnig ákærð í málinu. Dómsmál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Játaði hjá lögreglu en fer nú fram á frest Sigurður Kristinsson óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til sakargiftar við þingfestingu í Skáksambandsmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 5. október 2018 10:19 Þingfest í Skáksambandsmálinu á föstudag Sigurður Kristinsson auk tveggja annarra verða ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallaða sem tengist innflutningi á töluverðu magni fíkniefna. 30. september 2018 16:37 Sigurður áfram í farbanni Sigurður Kristinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 4. október næstkomandi. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. 11. september 2018 18:06 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Sigurður Kristinsson neitaði sök þegar hann tók afstöðu til ákæru héraðssaksóknara í svokölluðu Skáksambandsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fyrirtaka er fyrirhuguð í málinu í nóvember og má reikna með því að aðalmeðferð verði í janúar. Málið hefur verið kennt við Skáksamband Íslands þar sem reynt var að fela fíkniefnin í skákmunum og senda í húsakynni sambandsins þar sem þau átti að nálgast. Fíkniefnin bárust þó aldrei til landsins þar sem lögreglan komst á snoðir um málið og skipti þeim út fyrir gerviefni í lok desember. Sigurður er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn á amfetamíninu, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Verjandi Sigurðar, Stefán Karl Kristjánsson, fór fram á frest til afstöðutöku við þingfestingu málsins þann 5. október sökum þess hversu viðamikil gögn málsins væru og ekki hefði náðst að fara yfir þau öll. Margt þyrfti enn að skýra í tengslum við málið áður en Sigurður geti hugsað sér að taka afstöðu. Sigurður neitaði sök í morgun en hafði áður játað sök í málinu við skýrslutöku lögreglu.Sætir farbanni Tveir menn á þrítugsaldri eru líka ákærðir í málinu. Annar þeirra, sem gefið var að sök að hafa tekið á móti fíkniefnunum og falið þau í rjóðri, játaði sök í héraðsdómi á dögunum en hafnaði því að hann hefði vitað að um fíkniefni hefði verið að ræða. Sagðist hann hafa talið að í pakkanum væru sterar. Þá hafi hann tekið á móti efnunum gegnniðurfellingu á smávægilegri skuld. Þriðji maðurinn neitaði sök líkt og Sigurður í morgun en Haukur Örn Birgisson, verjandi hans, óskaði einnig eftir fresti við þingfestinguna á dögunum. Sigurður var úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann sætti í þrjá mánuði eftir að hann kom hingað til lands frá Spáni í lok janúar. Hann hafði áður játað sök í málinu og hefur verið í farbanni síðan hann losnaði úr varðhaldi. Verjandi Sigurðar hefur gagnrýnt seinagang í rannsókn málsins. Lögregla bar því fyrir sig að tafir hefðu orðið á afhendingu gagna frá lögregluyfirvöldum á Spáni og því hefði rannsóknin dregist. Sigurður er fyrrverandi eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem féll úr mikilli hæð á heimili þeirra á Spáni í upphafi árs og lamaðist en málið vakti mikla athygli á sínum tíma. Í apríl var Sigurður ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot í tengslum við reksturinn á verktakafyrirtækinu SS verk. Fyrrverandi tengdamóðir hans, Unnur Birgisdóttir, var einnig ákærð í málinu.
Dómsmál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Játaði hjá lögreglu en fer nú fram á frest Sigurður Kristinsson óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til sakargiftar við þingfestingu í Skáksambandsmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 5. október 2018 10:19 Þingfest í Skáksambandsmálinu á föstudag Sigurður Kristinsson auk tveggja annarra verða ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallaða sem tengist innflutningi á töluverðu magni fíkniefna. 30. september 2018 16:37 Sigurður áfram í farbanni Sigurður Kristinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 4. október næstkomandi. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. 11. september 2018 18:06 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Játaði hjá lögreglu en fer nú fram á frest Sigurður Kristinsson óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til sakargiftar við þingfestingu í Skáksambandsmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 5. október 2018 10:19
Þingfest í Skáksambandsmálinu á föstudag Sigurður Kristinsson auk tveggja annarra verða ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallaða sem tengist innflutningi á töluverðu magni fíkniefna. 30. september 2018 16:37
Sigurður áfram í farbanni Sigurður Kristinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 4. október næstkomandi. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. 11. september 2018 18:06