Mismunandi forsendur í útreikningi á launamun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2018 19:00 Prófessor í tölfræði segir kynbundinn launamun misskilning. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins segja launamun kynjanna staðreynd. Hann felist í krónum og kjörum. Skipuleggjendur Kvennafrísdagsins fullyrða að konur sé með 26% lægri atvinnutekjur en karlar að meðaltali hér á landi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra bendir hins vegar á í Facebookfærslu að marktækur tölfræðilegur launamunur sé 5%. Maríanna Clara Lúthersdóttir verkefnastýra Kvennafrísdagsins segir að verið sé að vísa í mismun á heildarkjörum. „Það má endalaust ræða um hvaða tölu á að nota, en við notuðum þessa tölu því við erum líka að berjast fyrir hinu þ.e. lengra fæðingarorlofi og fjölskylduvænna atvinnulífi og þá var augljóst að nota þessa tölu,“ segir Maríanna. Í nýjustu könnunum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er launamunur kynjanna 8% og 10% hjá VR. Steinunn Böðvarsdóttir fagstjóri hjá VR segir miðað við ákveðnar forsendur frá árinu 2013 í útreikningum. „Við lítum svo á að til að finna launamun kynjanna þurfum við að skoða málefnalegar breytur og við notum þær hjá VR og þar liggur 10% munur,“ segir Steinunn.Mismunandi forsendur eru notaðar í útreikningi á launamun. Maríanna Clara Lúthersdóttir segir mikilvægt að horfa til heildarlaunamunar kynjannaHún segir enn fremur mikilvægt að horfa til heildarlaunamunar. „Við hljótum að byrja að horfa á mismunandi stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Sú staða endurspeglast í heildarmun á launum kynjanna sem hjá VR er 14% . Sú staða sýnir okkur hvar kynin standa en ekki bara kynbundinn launamun. Þar hljótum við að byrja þessari baráttu fyrir jöfnum launum karla og kvenna,“ segir hún . Helgi Tómasson prófessor í tölfræði við Háskóla Íslandssegir hins vegar um misskilning að ræða í útreikningi og umræðu. „Það er ekki til neitt sem heitir kynbundinn launamunur, það er misskilningshugtak. Ef ekki er tekið tillit til hjónabands og kyns þá er niðurstaðan bara misskilningur,“ segir Helgi. Helgi vísar í alþjóðlegar kannanir þar sem kemur í ljós að hjúskaparstaða karla er einn helsti áhrifavaldur launa „Hjónabandið virðist hækka laun karla mjög mikið en laun hinna þriggja hópanna þ.e. giftra kvenna og ógiftra karla og kvenna er á svipuðu róli. Þetta samspil kyns og hjónabands er alþjóðlegt og það að illa takist að koma tölfræðinni til skila er líka alþjóðlegt,“ segir hann að lokum. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Prófessor í tölfræði segir kynbundinn launamun misskilning. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins segja launamun kynjanna staðreynd. Hann felist í krónum og kjörum. Skipuleggjendur Kvennafrísdagsins fullyrða að konur sé með 26% lægri atvinnutekjur en karlar að meðaltali hér á landi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra bendir hins vegar á í Facebookfærslu að marktækur tölfræðilegur launamunur sé 5%. Maríanna Clara Lúthersdóttir verkefnastýra Kvennafrísdagsins segir að verið sé að vísa í mismun á heildarkjörum. „Það má endalaust ræða um hvaða tölu á að nota, en við notuðum þessa tölu því við erum líka að berjast fyrir hinu þ.e. lengra fæðingarorlofi og fjölskylduvænna atvinnulífi og þá var augljóst að nota þessa tölu,“ segir Maríanna. Í nýjustu könnunum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er launamunur kynjanna 8% og 10% hjá VR. Steinunn Böðvarsdóttir fagstjóri hjá VR segir miðað við ákveðnar forsendur frá árinu 2013 í útreikningum. „Við lítum svo á að til að finna launamun kynjanna þurfum við að skoða málefnalegar breytur og við notum þær hjá VR og þar liggur 10% munur,“ segir Steinunn.Mismunandi forsendur eru notaðar í útreikningi á launamun. Maríanna Clara Lúthersdóttir segir mikilvægt að horfa til heildarlaunamunar kynjannaHún segir enn fremur mikilvægt að horfa til heildarlaunamunar. „Við hljótum að byrja að horfa á mismunandi stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Sú staða endurspeglast í heildarmun á launum kynjanna sem hjá VR er 14% . Sú staða sýnir okkur hvar kynin standa en ekki bara kynbundinn launamun. Þar hljótum við að byrja þessari baráttu fyrir jöfnum launum karla og kvenna,“ segir hún . Helgi Tómasson prófessor í tölfræði við Háskóla Íslandssegir hins vegar um misskilning að ræða í útreikningi og umræðu. „Það er ekki til neitt sem heitir kynbundinn launamunur, það er misskilningshugtak. Ef ekki er tekið tillit til hjónabands og kyns þá er niðurstaðan bara misskilningur,“ segir Helgi. Helgi vísar í alþjóðlegar kannanir þar sem kemur í ljós að hjúskaparstaða karla er einn helsti áhrifavaldur launa „Hjónabandið virðist hækka laun karla mjög mikið en laun hinna þriggja hópanna þ.e. giftra kvenna og ógiftra karla og kvenna er á svipuðu róli. Þetta samspil kyns og hjónabands er alþjóðlegt og það að illa takist að koma tölfræðinni til skila er líka alþjóðlegt,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira