Neytendur smálána með verra fjármálalæsi en almennir neytendur Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2018 11:00 Sigurður Guðjónsson, lektor í viðskiptafræði, segir að leggja mætti leggja aukinn þunga í að kenna fjármálalæsi á Íslandi. Mynd/Sigurður/Fréttablaðið/Stefán Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun. Þetta er niðurstaða rannsóknar Sigurðar Guðjónssonar, lektor í viðskiptafræði, Kára Kristinssonar, dósents við viðskiptafræðideild HÍ og meistaranemans Davíðs Arnarsonar. Þeir kynntu rannsókn sína á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag.Sjá einnig: Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Sigurður segir að ákveðið hafi verið að ráðast í rannsóknina þar sem það hafi verið neikvæðar fréttir um smálánin og smálánafyrirtækin. Að ungt fólk væri að taka slík lán og lenti í vandræðum. „Við vildum skoða hverjir væru að taka þessi lán, af hverju og hvort ástæðan þess að markaður sé fyrir þessi lán sé sá að neytendur slíkra lána eru ekki læsir á fjármál.“ Hann segir að tveir hópar hafi verið rannsakaðir, annars vegar viðskiptavinir smálánafyrirtækja og hins vegar slembiúrtak úr þjóðskrá. Um 1.200 svör bárust frá fyrrgreinda hópnum og um 850 úr þeim síðari, það er úr könnun Félagsvísindastofnunar.Ungir karlmenn líklegastir Sigurður segir að talsverður munur hafi verið á þessum hópum. „Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi almennt heldur en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun.“ Hann segir að það hafi ekki komið á óvart að neytendur smálána væru fyrst og fremst ungir einstaklingar, með lægri tekjur og menntun. „Það má búast við að fólk með meiri menntun sé með meira fjármálalæsi og að eldra fólk viti betur hvernig eigi að taka lán. Það kom hins vegar svolítið á óvart að það væri líklegra að karlkyns einstaklingar taki lán sem þessi.“ Taka smálán til að greiða niður eldri smálán Sigurður segir að einnig hafi verið spurt í hvað þessi lán væru að fara. „Þetta var mikið að fara í almenna neyslu, skemmtanir og slíkt. Lánin fóru líka í að greiða niður önnur smálán. Þannig verður vandræðagangur þar sem það eru svo háir vextirnir á þessum lánum. Viðkomandi tekur svona lán, sem hann hefur í raun ekki efni á, og þannig verður þetta óviðráðanlegt að lokum.“ Hópur sem þyrfti að skoða betur Sigurður segir að í ljósi þess að ungir karlmenn séu líklegri til að taka smálán, þyrfti mögulega að skoða þann hóp betur – unga karlmenn sem standa höllum fæti. „Kannski er honum ekki veitt næg athygli. Það rímar svolítið við fréttir í fjölmiðlum. Að einstaklingar úr þeim hópi séu í neyslu, glími við geðræn vandamál, séu líklegri til að falla úr skóla og svo framvegis. Þetta er hópur sem hefur gleymst svolítið.“ Hann segir alveg ljóst að leggja mætti leggja aukinn þunga í að kenna fjármálalæsi á Íslandi, sérstaklega meðal ungs fólks. „Það er þegar byrjað á því og er það vel. Það er mikilvægt að taka betur á þessu strax þar – á síðustu árum grunnskólans – áður en fólk nær þeim aldri að geta tekið slík lán.“ Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50 Skipar vinnuhóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra, telur að lög sem ætlað var að koma böndum á smálán hafi ekki virkað sem skildi. 9. apríl 2018 20:00 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun. Þetta er niðurstaða rannsóknar Sigurðar Guðjónssonar, lektor í viðskiptafræði, Kára Kristinssonar, dósents við viðskiptafræðideild HÍ og meistaranemans Davíðs Arnarsonar. Þeir kynntu rannsókn sína á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag.Sjá einnig: Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Sigurður segir að ákveðið hafi verið að ráðast í rannsóknina þar sem það hafi verið neikvæðar fréttir um smálánin og smálánafyrirtækin. Að ungt fólk væri að taka slík lán og lenti í vandræðum. „Við vildum skoða hverjir væru að taka þessi lán, af hverju og hvort ástæðan þess að markaður sé fyrir þessi lán sé sá að neytendur slíkra lána eru ekki læsir á fjármál.“ Hann segir að tveir hópar hafi verið rannsakaðir, annars vegar viðskiptavinir smálánafyrirtækja og hins vegar slembiúrtak úr þjóðskrá. Um 1.200 svör bárust frá fyrrgreinda hópnum og um 850 úr þeim síðari, það er úr könnun Félagsvísindastofnunar.Ungir karlmenn líklegastir Sigurður segir að talsverður munur hafi verið á þessum hópum. „Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi almennt heldur en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun.“ Hann segir að það hafi ekki komið á óvart að neytendur smálána væru fyrst og fremst ungir einstaklingar, með lægri tekjur og menntun. „Það má búast við að fólk með meiri menntun sé með meira fjármálalæsi og að eldra fólk viti betur hvernig eigi að taka lán. Það kom hins vegar svolítið á óvart að það væri líklegra að karlkyns einstaklingar taki lán sem þessi.“ Taka smálán til að greiða niður eldri smálán Sigurður segir að einnig hafi verið spurt í hvað þessi lán væru að fara. „Þetta var mikið að fara í almenna neyslu, skemmtanir og slíkt. Lánin fóru líka í að greiða niður önnur smálán. Þannig verður vandræðagangur þar sem það eru svo háir vextirnir á þessum lánum. Viðkomandi tekur svona lán, sem hann hefur í raun ekki efni á, og þannig verður þetta óviðráðanlegt að lokum.“ Hópur sem þyrfti að skoða betur Sigurður segir að í ljósi þess að ungir karlmenn séu líklegri til að taka smálán, þyrfti mögulega að skoða þann hóp betur – unga karlmenn sem standa höllum fæti. „Kannski er honum ekki veitt næg athygli. Það rímar svolítið við fréttir í fjölmiðlum. Að einstaklingar úr þeim hópi séu í neyslu, glími við geðræn vandamál, séu líklegri til að falla úr skóla og svo framvegis. Þetta er hópur sem hefur gleymst svolítið.“ Hann segir alveg ljóst að leggja mætti leggja aukinn þunga í að kenna fjármálalæsi á Íslandi, sérstaklega meðal ungs fólks. „Það er þegar byrjað á því og er það vel. Það er mikilvægt að taka betur á þessu strax þar – á síðustu árum grunnskólans – áður en fólk nær þeim aldri að geta tekið slík lán.“
Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50 Skipar vinnuhóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra, telur að lög sem ætlað var að koma böndum á smálán hafi ekki virkað sem skildi. 9. apríl 2018 20:00 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50
Skipar vinnuhóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra, telur að lög sem ætlað var að koma böndum á smálán hafi ekki virkað sem skildi. 9. apríl 2018 20:00
Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45