Yfirgnæfandi líkur á áfrýjun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. október 2018 20:30 Yfirgnæfandi líkur eru á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað að sögn lögmanns stefnanda. Dómsmálaráðherra segir fulla ástæðu til að áfrýja en að ríkislögmaður taki ákvörðunina. Formaður Lögmannafélags Íslands segir bagalegt að slíkur órói ríki í kringum dómaraskipunina. Lúðvík Örn Steinarsson lögmaður Jóni Höskuldssonar héraðsdómara segir yfirgnæfandi líkur á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi skjólstæðingi hans samtals rúmar fimm milljónir króna í bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað. Og það vegna röksemda fyrir lækkun bóta. Dómsmálaráðherra segir að ákvörðun um áfrýjun liggi ekki enn fyrir. „Það er nú svo að mínu mati, fljótt á litið, full ástæða, lögfræðilega til að áfrýja. Ég ætla að taka næstu viku til að setjast yfir þetta með ríkislögmanni. Það er auðvitað hann sem tekur ákvörðun um það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir dóminn þvert á vilja löggjafarvaldsins. „Mér sýnist nú þessi dómur í reynd hafa það í för með sér að Alþingi geti ekki haft nokkra skoðun á skipun dómara og það er þvert gegn löggjafarviljanum.“ Sigríður segist hafa viljað fá lengri tíma til að ákveða skipan dómara í Landsrétt. „Ég hefði hefði viljað hafa haft meiri tíma og þá spyrja mig margir: Ja, af hverju bara breyttir þú ekki lögunum. Það tel ég að hefði ekki verið gott.“ Málið snýst um að hæfnisnefnd taldi 15 einstaklinga hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður ákvað að skipta fjórum út fyrir aðra. „Það liggur fyrir að hefði ég lagt listann óbreyttan fyrir Alþingi, þá hefði Alþingi ekki samþykkt hann og mér hefði verið falið að finna einhver önnur nöfn. Vilji stóð til þess að auka vægi dómarareynslu í samblandi auðvitað við það markmið að tryggja það að dómarahópurinn allur yrði fjölbreyttur,“ segir Sigríður. Dómarareynsla Jóns Höskuldssonar hafi ekki uppfyllt þetta markmið. „Hann er með minni dómarareynslu en þeir fjórir sem ég setti inn.“ Formaður lögmannafélagsins segir að félagið hafi frá upphafi talið annmarka á málsmeðferð ráðherra. „Það er bagalegt að það skuli vera þessi órói og óróleiki í kringum þetta mál og í kringum þessa dómaraskipan,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður lögmannafélagsins. Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað að sögn lögmanns stefnanda. Dómsmálaráðherra segir fulla ástæðu til að áfrýja en að ríkislögmaður taki ákvörðunina. Formaður Lögmannafélags Íslands segir bagalegt að slíkur órói ríki í kringum dómaraskipunina. Lúðvík Örn Steinarsson lögmaður Jóni Höskuldssonar héraðsdómara segir yfirgnæfandi líkur á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi skjólstæðingi hans samtals rúmar fimm milljónir króna í bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað. Og það vegna röksemda fyrir lækkun bóta. Dómsmálaráðherra segir að ákvörðun um áfrýjun liggi ekki enn fyrir. „Það er nú svo að mínu mati, fljótt á litið, full ástæða, lögfræðilega til að áfrýja. Ég ætla að taka næstu viku til að setjast yfir þetta með ríkislögmanni. Það er auðvitað hann sem tekur ákvörðun um það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir dóminn þvert á vilja löggjafarvaldsins. „Mér sýnist nú þessi dómur í reynd hafa það í för með sér að Alþingi geti ekki haft nokkra skoðun á skipun dómara og það er þvert gegn löggjafarviljanum.“ Sigríður segist hafa viljað fá lengri tíma til að ákveða skipan dómara í Landsrétt. „Ég hefði hefði viljað hafa haft meiri tíma og þá spyrja mig margir: Ja, af hverju bara breyttir þú ekki lögunum. Það tel ég að hefði ekki verið gott.“ Málið snýst um að hæfnisnefnd taldi 15 einstaklinga hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður ákvað að skipta fjórum út fyrir aðra. „Það liggur fyrir að hefði ég lagt listann óbreyttan fyrir Alþingi, þá hefði Alþingi ekki samþykkt hann og mér hefði verið falið að finna einhver önnur nöfn. Vilji stóð til þess að auka vægi dómarareynslu í samblandi auðvitað við það markmið að tryggja það að dómarahópurinn allur yrði fjölbreyttur,“ segir Sigríður. Dómarareynsla Jóns Höskuldssonar hafi ekki uppfyllt þetta markmið. „Hann er með minni dómarareynslu en þeir fjórir sem ég setti inn.“ Formaður lögmannafélagsins segir að félagið hafi frá upphafi talið annmarka á málsmeðferð ráðherra. „Það er bagalegt að það skuli vera þessi órói og óróleiki í kringum þetta mál og í kringum þessa dómaraskipan,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður lögmannafélagsins.
Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47