Eigendur Squishies-leikfanga gæti fyllstu varúðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. október 2018 09:32 Þessi hamborgari gæti verið hættulegur. Amazon Notkun svokallaðra „Squishies“-leikfanga getur verið varasöm. Niðurstöður rannsóknar, sem danska umhverfisstofnunin framkvæmdi á tólf slíkum leikföngum, benda til að vörurnar innihaldi skaðleg efni, sem meðal annars geti valdið ófrjósemi og krabbameini. Neytendastofa telur því rétt að ráðleggja fólki, sem kann að finna fyrir óþægindum þegar það kreistir leikföngin, að láta af notkun þeirra. Á vef stofnunarinnar segir að sérstök umræða hafi farið fram á vegum evrópskra eftirlitsstjórnvalda um Squishies-leikföngin. Þeim er lýst sem „kreisti“-leikföngum, en eins og lýsingin gefur til kynna eru þau mjúk og auðvelt er að kreista þau. Þau eru einföld að gerð og hönnun og segir Neytendastofa að enga sérstaka hæfni þurfi til að leika sér að þeim. „Í þeim tilvikum sem leikföngin líta út eins og bangsar, afkvæmi dýra eða aðrar ungbarnavörur t.d. mjólkurpeli er ekki hægt að líta svo á að þau séu aðeins ætluð börnum eldri en þriggja ára,“ segir á vef Neytendastofu. Þar að auki megi finna í leikföngunum smáhluti sem geti valdið köfnunarhættu. Stofnunin segist taka undir með stjórnvöldum á Norðurlöndunum - „sem hafa bent á að börn eða fullorðnir sem finni fyrir óþægindum í augum eða í öndunarvegi, eða finni fyrir óþægindum vegna lyktar frá squishies kreisti leikföngum eigi að forðast slík leikföng.“ Þau sem vilji hins vegar hafa slík leikföng á heimilinu ættu að gæta fyllstu varúðar. Í því samhengi nefnir Neytendastofa að sænsk eftirlitsstjórnvöld bendi neytendum á að kaupa ekki þessi leikföng fyrr en meira er vitað um þau og hvort að það séu skaðleg efni þeim. Neytendastofa segist hyggjast fara í eftirlit í verslanir á næstunni vegna leikfanganna. Sambærilegar stofnanir í nágrannaríkjum Ísland munu þar að auki framkvæma prófanir á leikföngunum með tilliti til efnainnihalds, að sögn Neytendastofu. Innköllun Neytendur Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Notkun svokallaðra „Squishies“-leikfanga getur verið varasöm. Niðurstöður rannsóknar, sem danska umhverfisstofnunin framkvæmdi á tólf slíkum leikföngum, benda til að vörurnar innihaldi skaðleg efni, sem meðal annars geti valdið ófrjósemi og krabbameini. Neytendastofa telur því rétt að ráðleggja fólki, sem kann að finna fyrir óþægindum þegar það kreistir leikföngin, að láta af notkun þeirra. Á vef stofnunarinnar segir að sérstök umræða hafi farið fram á vegum evrópskra eftirlitsstjórnvalda um Squishies-leikföngin. Þeim er lýst sem „kreisti“-leikföngum, en eins og lýsingin gefur til kynna eru þau mjúk og auðvelt er að kreista þau. Þau eru einföld að gerð og hönnun og segir Neytendastofa að enga sérstaka hæfni þurfi til að leika sér að þeim. „Í þeim tilvikum sem leikföngin líta út eins og bangsar, afkvæmi dýra eða aðrar ungbarnavörur t.d. mjólkurpeli er ekki hægt að líta svo á að þau séu aðeins ætluð börnum eldri en þriggja ára,“ segir á vef Neytendastofu. Þar að auki megi finna í leikföngunum smáhluti sem geti valdið köfnunarhættu. Stofnunin segist taka undir með stjórnvöldum á Norðurlöndunum - „sem hafa bent á að börn eða fullorðnir sem finni fyrir óþægindum í augum eða í öndunarvegi, eða finni fyrir óþægindum vegna lyktar frá squishies kreisti leikföngum eigi að forðast slík leikföng.“ Þau sem vilji hins vegar hafa slík leikföng á heimilinu ættu að gæta fyllstu varúðar. Í því samhengi nefnir Neytendastofa að sænsk eftirlitsstjórnvöld bendi neytendum á að kaupa ekki þessi leikföng fyrr en meira er vitað um þau og hvort að það séu skaðleg efni þeim. Neytendastofa segist hyggjast fara í eftirlit í verslanir á næstunni vegna leikfanganna. Sambærilegar stofnanir í nágrannaríkjum Ísland munu þar að auki framkvæma prófanir á leikföngunum með tilliti til efnainnihalds, að sögn Neytendastofu.
Innköllun Neytendur Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira