Hússjóður ÖBÍ lokar fyrir nýjar umsóknir í annað sinn á hálfri öld Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2018 19:00 Brynja- hússjóður Öryrkjabandalagins er lokaður fyrir nýjum umsóknum í annað skipti í yfir fimmtíu ára sögu sjóðsins. Það tekur mörg ár að vinna úr þeim umsóknum sem liggja fyrir að sögn framkvæmdastjóra. Stjórnvöld virðist lítið gera fyrir þennan tekjulægsta hóp samfélagsins. Á heimasíðu hússjóðsins kemur fram að lokað hafi verið fyrir nýjar umsóknir vegna gríðarlegrar fjölgunar þeirra. Alls eru nú 600 manns á biðlista eftir húsnæði. Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri sjóðsins segir biðlistann hafa þrefaldast síðustu þrjú ár. „Fólk er að leita til okkar þar sem við erum með mjög sanngjarna leigu og er að flýja háa leigu á markaði. Svo er lítið framboð af húsnæði sem skýrir þetta að hluta,“ segir Björn. Hússjóðurinn á um 800 íbúðir og kaupir um tuttugu á hverju ári. Framkvæmdastjórinn segir því að það taki mörg ár að útvega þeim 600 sem eru á biðlistanum nú þegar húsnæði. Staða fólks sé oft mjög bág. „Hún er oft mjög slæm. Fólk er oft búandi hjá ættingum í mjög misjöfnu húsnæði. Iðnaðarhúsnæði, geymslum eða öðru slíku húsnæði sem er ekki fólki bjóðandi,“ segir hann. Björn segir stjórnvöld bera mikla ábyrgð. „Stjórnvöld tala og tala en það virðist lítið vera gert fyrir þennan hóp sem er í þessari lægstu tíund tekjuhópa,“ segir Björn. Hann segir stöðuna versta hjá þeim sem eru 50 ára og eldri. „Þessi hópur er um helmingur af öllum sem sækja um og það er auðvitað dapurt þegar fólk komið á þennan aldur þarf að berjast í að leita sér að húsnæði og það virðist ekki vera neitt í boði,“ segir Björn. Brynja- hússjóður var stofnaður árið 1965 og er þetta í annað skipti í sögu hans sem þarf að loka honum vegna gríðarlegrar fjölgunar umsókna. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Brynja- hússjóður Öryrkjabandalagins er lokaður fyrir nýjum umsóknum í annað skipti í yfir fimmtíu ára sögu sjóðsins. Það tekur mörg ár að vinna úr þeim umsóknum sem liggja fyrir að sögn framkvæmdastjóra. Stjórnvöld virðist lítið gera fyrir þennan tekjulægsta hóp samfélagsins. Á heimasíðu hússjóðsins kemur fram að lokað hafi verið fyrir nýjar umsóknir vegna gríðarlegrar fjölgunar þeirra. Alls eru nú 600 manns á biðlista eftir húsnæði. Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri sjóðsins segir biðlistann hafa þrefaldast síðustu þrjú ár. „Fólk er að leita til okkar þar sem við erum með mjög sanngjarna leigu og er að flýja háa leigu á markaði. Svo er lítið framboð af húsnæði sem skýrir þetta að hluta,“ segir Björn. Hússjóðurinn á um 800 íbúðir og kaupir um tuttugu á hverju ári. Framkvæmdastjórinn segir því að það taki mörg ár að útvega þeim 600 sem eru á biðlistanum nú þegar húsnæði. Staða fólks sé oft mjög bág. „Hún er oft mjög slæm. Fólk er oft búandi hjá ættingum í mjög misjöfnu húsnæði. Iðnaðarhúsnæði, geymslum eða öðru slíku húsnæði sem er ekki fólki bjóðandi,“ segir hann. Björn segir stjórnvöld bera mikla ábyrgð. „Stjórnvöld tala og tala en það virðist lítið vera gert fyrir þennan hóp sem er í þessari lægstu tíund tekjuhópa,“ segir Björn. Hann segir stöðuna versta hjá þeim sem eru 50 ára og eldri. „Þessi hópur er um helmingur af öllum sem sækja um og það er auðvitað dapurt þegar fólk komið á þennan aldur þarf að berjast í að leita sér að húsnæði og það virðist ekki vera neitt í boði,“ segir Björn. Brynja- hússjóður var stofnaður árið 1965 og er þetta í annað skipti í sögu hans sem þarf að loka honum vegna gríðarlegrar fjölgunar umsókna.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira