Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Kolbeinn Tumi Daðason og Þorbjörn Þórðarson skrifa 12. október 2018 16:30 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. Vefurinn birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattstjóra vegna tekna ársins 2016. Hægt er að nálgast upplýsingar með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 kr. fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 kr. á mánuði eftir það. Að baki vefnum stendur félagið Viskubrunnur ehf. en eini skráði stjórnarmaður þess er Jón Ragnar Arnarson. Íslenskir fjölmiðlar hafa á hverju ári birt sérstök tekjublöð. Birting á þeim upplýsingum styðst við ákvæði í lögum um tekjuskatt en hefur afmarkast við tvær vikur. Af þessum sökum hefur verið sett spurningamerki við lögmæti vefjarins tekjur.is enda verður þar hægt að nálgast upplýsingar um tekjur fólks allan sólarhringinn, allan ársins hring.„Heimil er opinber birting“ Heimildin kemur fram í 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt. Þar segir: „Skattskrá skal liggja frammi til sýnis í tvær vikur á hentugum stað. (...) Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta.“ Hér reynir á lögskýringu á síðasta málsliðnum enda er þar ekki minnst á tvær vikur. Aðeins er vikið að þessari takmörkun á tíma birtingar framar í ákvæðinu vegna framlagningar skattskrár. Miðlun upplýsinga úr skattskrám telst vinnsla persónuupplýsinga í skilningi nýrra laga um persónuvernd. Hins vegar hafa verið færð rök fyrir því að umrætt ákvæði skattalaga sé sér sérákvæði sem gangi framar ákvæðum persónuverndarlaga en í 5. gr. persónuverndarlaganna kemur fram að sérákvæði annarra laga um vinnslu persónuupplýsinga sem sett eru innan ramma reglugerðarinnar gangi framar ákvæðum laganna.Björgvin Guðmundsson almannatengill er einn þeirra sem kvartaði til Persónuverndar vegna vefsíðunnar.Björgvin Guðmundsson almannatengil lagði í dag fram kvörtun hjá Persónuvernd vegna vefjarins tekjur.is en hann telur miðlun upplýsinga um tekjur fólks gróft brot á friðhelgi einkalífsins. „Ég tel að birting þessara upplýsinga sé óheimil og þarna eru birtar viðkvæmar fjárhagslegar upplýsingar um einstaklinga sem ekki er heimilt samkvæmt lögum. Því taldi ég rétt að beina kvörtun til Persónuverndar sem myndi þá skoða þetta mál og úrskurða um það hvort þetta sé heimilt eða ekki,“ segir Björgvin. Ekki heimilt í viðskiptalegum tilgangi Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði árið 2013 Creditinfo Lánstrausti væri óheimilt að miðla upplýsinga úr skattskrá til áskrifenda sinna í viðskiptalegum tilgangi. Í úrskurðinum er rakið að briting Creditinfo Lánstrauts á upplýsingum hafi ekki verið í þágu aðhalds með gjaldendum og skattyfirvöldum eða til að stuðla að umræðu um skattamál. Í úrskurðinum segir: „Af 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 leiðir að skattskrá telst einungis vera opinber skrá innan þess ramma sem ákvæðið setur. Eins og fyrr er lýst fellur fyrrgreindur tilgangur Creditinfo Lánstrausts hf. með sölu upplýsinga úr skránni ekki innan þess ramma og er ljóst að reglugerðarákvæði geta ekki víkkað hann út. Er Creditinfo Lánstrausti hf. því óheimil umrædd vinnsla upplýsinga úr skattskrá og ber að láta af henni.“Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun.Tekjur.isForgangsmál hjá Persónuvernd Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að málið sé í forgangi hjá stofnuninni sem hafi fengið það inn á borð til sín snemma í morgun. „Þarna er um gríðarmikla birtingu gagna að ræða,“ segir Helga í samtali við Vísi. Sem fyrr segir vilja þeir sem standa að vefnum ekki koma fram undir nafni. Í nafnlausu svari við fyrirspurn Vísis í dag segir: „Bak við vefinn stendur hópur einstaklinga sem vill gera opinber gögn aðgengileg, og mótmælir því að RSK skuli neita að birta þau í aðgengilegu formi. Skattskrá liggur t.d. eingöngu frammi á skrifstofu RSK í Reykjavík og í takmarkaðan tíma. Það sama á við um álagningarskrá. Slík birting þjónar ekki yfirlýstum tilgangi sínum, þar sem aðgengið er takmarkað bæði í tíma og rúmi. Eins og segir í upplýsingum á vefnum sjálfum þykir aðstandendum sjálfsagt og eðlilegt að upplýsingar um greiðslur í sameiginlega sjóði séu aðgengilegar, sambærilegt því sem tíðkast hefur í Noregi þar sem skattayfirvöld birta sjálf umræddar upplýsingar.“ Helga segir spurninguna hver hafi heimild til að birta upplýsingarnar sem 2. málsgrein 98. greinar laga um tekjuskatt taki til. Mörgum þykir einkennilegt að vefur sem þessi sé opnaður svo skömmu eftir að ný persónuverndarlög tóku gildi í sumar. Markmið þeirra var að gera skýrari kröfur um hverjir hefðu heimild til vinnslu persónuupplýsinga. Helga segir lungan af deginum hafa farið í að skoða þetta mál, það sé í forgangi og það vilji svo til að stjórnarfundur sé hjá stofnuninni á mánudag þar sem málið verði tekið fyrir. Persónuvernd Tekjur Tengdar fréttir Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. Vefurinn birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattstjóra vegna tekna ársins 2016. Hægt er að nálgast upplýsingar með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 kr. fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 kr. á mánuði eftir það. Að baki vefnum stendur félagið Viskubrunnur ehf. en eini skráði stjórnarmaður þess er Jón Ragnar Arnarson. Íslenskir fjölmiðlar hafa á hverju ári birt sérstök tekjublöð. Birting á þeim upplýsingum styðst við ákvæði í lögum um tekjuskatt en hefur afmarkast við tvær vikur. Af þessum sökum hefur verið sett spurningamerki við lögmæti vefjarins tekjur.is enda verður þar hægt að nálgast upplýsingar um tekjur fólks allan sólarhringinn, allan ársins hring.„Heimil er opinber birting“ Heimildin kemur fram í 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt. Þar segir: „Skattskrá skal liggja frammi til sýnis í tvær vikur á hentugum stað. (...) Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta.“ Hér reynir á lögskýringu á síðasta málsliðnum enda er þar ekki minnst á tvær vikur. Aðeins er vikið að þessari takmörkun á tíma birtingar framar í ákvæðinu vegna framlagningar skattskrár. Miðlun upplýsinga úr skattskrám telst vinnsla persónuupplýsinga í skilningi nýrra laga um persónuvernd. Hins vegar hafa verið færð rök fyrir því að umrætt ákvæði skattalaga sé sér sérákvæði sem gangi framar ákvæðum persónuverndarlaga en í 5. gr. persónuverndarlaganna kemur fram að sérákvæði annarra laga um vinnslu persónuupplýsinga sem sett eru innan ramma reglugerðarinnar gangi framar ákvæðum laganna.Björgvin Guðmundsson almannatengill er einn þeirra sem kvartaði til Persónuverndar vegna vefsíðunnar.Björgvin Guðmundsson almannatengil lagði í dag fram kvörtun hjá Persónuvernd vegna vefjarins tekjur.is en hann telur miðlun upplýsinga um tekjur fólks gróft brot á friðhelgi einkalífsins. „Ég tel að birting þessara upplýsinga sé óheimil og þarna eru birtar viðkvæmar fjárhagslegar upplýsingar um einstaklinga sem ekki er heimilt samkvæmt lögum. Því taldi ég rétt að beina kvörtun til Persónuverndar sem myndi þá skoða þetta mál og úrskurða um það hvort þetta sé heimilt eða ekki,“ segir Björgvin. Ekki heimilt í viðskiptalegum tilgangi Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði árið 2013 Creditinfo Lánstrausti væri óheimilt að miðla upplýsinga úr skattskrá til áskrifenda sinna í viðskiptalegum tilgangi. Í úrskurðinum er rakið að briting Creditinfo Lánstrauts á upplýsingum hafi ekki verið í þágu aðhalds með gjaldendum og skattyfirvöldum eða til að stuðla að umræðu um skattamál. Í úrskurðinum segir: „Af 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 leiðir að skattskrá telst einungis vera opinber skrá innan þess ramma sem ákvæðið setur. Eins og fyrr er lýst fellur fyrrgreindur tilgangur Creditinfo Lánstrausts hf. með sölu upplýsinga úr skránni ekki innan þess ramma og er ljóst að reglugerðarákvæði geta ekki víkkað hann út. Er Creditinfo Lánstrausti hf. því óheimil umrædd vinnsla upplýsinga úr skattskrá og ber að láta af henni.“Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun.Tekjur.isForgangsmál hjá Persónuvernd Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að málið sé í forgangi hjá stofnuninni sem hafi fengið það inn á borð til sín snemma í morgun. „Þarna er um gríðarmikla birtingu gagna að ræða,“ segir Helga í samtali við Vísi. Sem fyrr segir vilja þeir sem standa að vefnum ekki koma fram undir nafni. Í nafnlausu svari við fyrirspurn Vísis í dag segir: „Bak við vefinn stendur hópur einstaklinga sem vill gera opinber gögn aðgengileg, og mótmælir því að RSK skuli neita að birta þau í aðgengilegu formi. Skattskrá liggur t.d. eingöngu frammi á skrifstofu RSK í Reykjavík og í takmarkaðan tíma. Það sama á við um álagningarskrá. Slík birting þjónar ekki yfirlýstum tilgangi sínum, þar sem aðgengið er takmarkað bæði í tíma og rúmi. Eins og segir í upplýsingum á vefnum sjálfum þykir aðstandendum sjálfsagt og eðlilegt að upplýsingar um greiðslur í sameiginlega sjóði séu aðgengilegar, sambærilegt því sem tíðkast hefur í Noregi þar sem skattayfirvöld birta sjálf umræddar upplýsingar.“ Helga segir spurninguna hver hafi heimild til að birta upplýsingarnar sem 2. málsgrein 98. greinar laga um tekjuskatt taki til. Mörgum þykir einkennilegt að vefur sem þessi sé opnaður svo skömmu eftir að ný persónuverndarlög tóku gildi í sumar. Markmið þeirra var að gera skýrari kröfur um hverjir hefðu heimild til vinnslu persónuupplýsinga. Helga segir lungan af deginum hafa farið í að skoða þetta mál, það sé í forgangi og það vilji svo til að stjórnarfundur sé hjá stofnuninni á mánudag þar sem málið verði tekið fyrir.
Persónuvernd Tekjur Tengdar fréttir Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41