Ósátt við að jarðstrengur verði ónýttur Sveinn Arnarsson skrifar 13. október 2018 08:45 Vestfirðingar furða sig á því að þurfa að bíða í fimm ár til að geta tekið tilbúinn jarðstreng í Dýrafjarðargöngum í notkun. Fréttablaðið/Pjetur Óánægju gætir á Vestfjörðum með áætlun Landsnets um að taka í notkun jarðstreng í gegnum Dýrafjarðargöng fimm árum eftir að hann hefur verið lagður í jörð. Gísli Eiríksson verkfræðingur vekur máls á þessu í pistli sínum á vef Bæjarins besta og skorar á Landsnet að hefjast þegar handa þannig að tenging verði virk árið 2020. Landsnet segir nokkrar ástæður liggja að baki því að jarðstrengurinn verði ekki tekinn strax í notkun. „Það er með ólíkindum að strengurinn verði ekki tekinn í notkun um leið og hann er tilbúinn til notkunar. Á meðan þurfum við að búa við ótryggt ástand þegar kemur að afhendingaröryggi raforku. Við erum undrandi á þessum áformum og skorum á Landsnet að breyta afstöðu sinni,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfjarða. Dýrafjarðargöng munu liggja á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og koma í stað núverandi vegar yfir Hrafnseyrarheiði og rjúfa þannig vetrareinangrun norðanverðs Arnarfjarðar. Vestfjarðavegur mun styttast um 27,4 kílómetra. Samhliða á að leggja jarðstreng í gegnum göngin til að auka afhendingaröryggi í fjórðungnum. Raforkuöryggi á svæðinu er það minnsta á Íslandi. Framkvæmdum lýkur 2020. Strengurinn verður ekki tekinn í notkun fyrr en fimm árum síðar. Jarðstrengur í Dýrafjarðargöngum leysir af veðurfarslega erfiðan kafla flutningslínu Breiðadalslínu 1 um Flatafjall. Athugasemd barst frá Vestfjörðum vegna málsins: „Óskað er að þessu verkefni verði hraðað þannig að úrbætur í flutningskerfi nýtist strax og þær liggja fyrir.“ Landsnet segir hins vegar að þeir ætli ekki í málið fyrr en að afskriftartíma Breiðadalslínu 1 lýkur 2025. „Breiðadalslína 1 er frá árinu 1975 og er því 42 ára gömul, en hlutar hennar yngri. Afskriftartími loftlína er 50 ár. Það eru nokkrar meginástæður fyrir því að ekki stendur til að taka jarðstrenginn í notkun um leið og jarðgöngin á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verða tilbúin,“ segir í svari Landsnets. „Sú fyrsta snýr að ástæðu þess að ráðist var í verkefnið á þessum tímapunkti. Hún er eingöngu sú að nýta þann glugga sem opnaðist við framkvæmd Vegagerðarinnar við jarðgöngin, en verkefnið hefði annars ekki verið á áætlun Landsnets á þessum tímapunkti.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Óánægju gætir á Vestfjörðum með áætlun Landsnets um að taka í notkun jarðstreng í gegnum Dýrafjarðargöng fimm árum eftir að hann hefur verið lagður í jörð. Gísli Eiríksson verkfræðingur vekur máls á þessu í pistli sínum á vef Bæjarins besta og skorar á Landsnet að hefjast þegar handa þannig að tenging verði virk árið 2020. Landsnet segir nokkrar ástæður liggja að baki því að jarðstrengurinn verði ekki tekinn strax í notkun. „Það er með ólíkindum að strengurinn verði ekki tekinn í notkun um leið og hann er tilbúinn til notkunar. Á meðan þurfum við að búa við ótryggt ástand þegar kemur að afhendingaröryggi raforku. Við erum undrandi á þessum áformum og skorum á Landsnet að breyta afstöðu sinni,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfjarða. Dýrafjarðargöng munu liggja á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og koma í stað núverandi vegar yfir Hrafnseyrarheiði og rjúfa þannig vetrareinangrun norðanverðs Arnarfjarðar. Vestfjarðavegur mun styttast um 27,4 kílómetra. Samhliða á að leggja jarðstreng í gegnum göngin til að auka afhendingaröryggi í fjórðungnum. Raforkuöryggi á svæðinu er það minnsta á Íslandi. Framkvæmdum lýkur 2020. Strengurinn verður ekki tekinn í notkun fyrr en fimm árum síðar. Jarðstrengur í Dýrafjarðargöngum leysir af veðurfarslega erfiðan kafla flutningslínu Breiðadalslínu 1 um Flatafjall. Athugasemd barst frá Vestfjörðum vegna málsins: „Óskað er að þessu verkefni verði hraðað þannig að úrbætur í flutningskerfi nýtist strax og þær liggja fyrir.“ Landsnet segir hins vegar að þeir ætli ekki í málið fyrr en að afskriftartíma Breiðadalslínu 1 lýkur 2025. „Breiðadalslína 1 er frá árinu 1975 og er því 42 ára gömul, en hlutar hennar yngri. Afskriftartími loftlína er 50 ár. Það eru nokkrar meginástæður fyrir því að ekki stendur til að taka jarðstrenginn í notkun um leið og jarðgöngin á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verða tilbúin,“ segir í svari Landsnets. „Sú fyrsta snýr að ástæðu þess að ráðist var í verkefnið á þessum tímapunkti. Hún er eingöngu sú að nýta þann glugga sem opnaðist við framkvæmd Vegagerðarinnar við jarðgöngin, en verkefnið hefði annars ekki verið á áætlun Landsnets á þessum tímapunkti.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira