Rakel Hönnudóttir var á skotskónum í Íslendingaslag Kristianstads og Limhamn Bunkeflo í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Rakel skoraði fyrir gestina strax á fjórðu mínútu leiksins og Mia Persson kom stöðunni í 0-2 tveimur mínútum seinna.
Tvö mörk frá Ogonna Chukwudi sáu hins vegar til þess að jafnt var með liðunum þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik.
Rita Chikwelu og Amanda Edgren skoruðu sitt hvort markið á sex mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks og komu heimakonum í Kristianstad yfir 4-2, sem urðu lokatölur leiksins.
Sif Atladóttir spilaði allan leikinn fyrir Kristianstads líkt og Rakel og Anna Björk Kristjánsdóttir gerðu fyrir Limhamn.
Í Djurgården unnu Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir 2-0 sigur á Vittsjö.
Mia Jalkerud og Julia Spetsmark gerðu mörk Djurgården í fyrri hálfleik.
Rakel skoraði í Íslendingaslag
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti


Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti


Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn


Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn


