Logi um landsliðið: Ásgeir blekkti okkur og Janus Daði er betri en Elvar Örn Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. október 2018 11:00 Jóhann Gunnar og Logi Geirsson fóru yfir landsliðsvalið í gær. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í síðustu viku hópinn fyrir leikina á móti Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í handbolta. Þar kom hvað helst fram að Vignir Svavarsson er búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna og þá var Ásgeir Örn Hallgrímsson, leikmaður Hauka og silfurdrengur, ekki valinn. Silfurdrengirnir halda áfram að tínast út úr liðinu. „Ásgeir blekkti okkur mikið á undirbúningstímabilinu. Hann var stórkostlegur þar og við héldum án gríns að hann væri að fara að labba yfir þessa deild,“ sagði Logi Geirsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Fyrir leikinn í kvöld [gærkvöldi á móti Gróttu] var hann búinn að spila fjóra leiki og skora níu mörk. Auðvitað er hann að leggja mikið upp og hann spilar góða vörn. Það kemur manni alveg á óvart að hann sé ekki valinn út af varnarleiknum en það er bara ekki það sem að Gummi er að leita eftir,“ sagði Logi. Leikstjórnendaher Guðmundar Guðmundssonar er ekki gamall. Þeir þrír sem voru valdir eru Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson auk Gísla Þorgeirs Kristjánssonar en allir eru undir tvítugu. Janus Daði Smárason, sem hefur spilað frábærlega með Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni, var ekki valinn.Hópurinn.mynd/hsí„Janus er stærsta nafnið sem vantar en Gummi er með ákveðið plan. Honum finnst Janus greinilega ekki virka. Hann kýlir mikið áfram og sækir mikið á. Það er rosalegur hraði í kringum hann og þá vantar stundum upp á skynsemi. Á móti er Gummi að taka Gísla og Hauk sem eru gáfaðir leikmenn miðað við aldur,“ sagði Jóhann Gunnar. „Mér finnst skrítið að Janus Daði sé ekki þarna. Hann vantar vissulega styrk í varnarleiknum en sem sóknarmaður hefur hann sýnt okkur að hann getur brotið upp leiki og skorað á móti hverjum sem er. Hann var kóngurinn í Olís-deildinni þegar að hann var hér heima,“ sagði Logi en fyrir hvern á hann að vera þarna inni? „Mér finnst hann betri en Elvar í sókn en Elvar er sterkari varnarmaður,“ svaraði Logi. Einnig var talað um línumenn í landsliðinu en töluvert línumannahallæri er í gangi þessi misserin. Ágúst Birgisson fær tækifæri að þessu sinni og Logi var ánægður með að sjá hann inni. „Ég er ógeðslega glaður að sjá Ágúst Birgisson í hópnum. Ég hef verið að horfa á hann í Evrópukeppninnni. Hann er að taka þar atvinnumenn og jarða þá. Hann getur spilað vörn og sókn. Hann er þungur, hann er stór. Þetta er týpa eins og Vignir Svavarsson. Ég held bara, eins og staðan er í dag, er hann í góðum séns að sanna sig,“ sagði Logi Geirsson. Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í síðustu viku hópinn fyrir leikina á móti Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í handbolta. Þar kom hvað helst fram að Vignir Svavarsson er búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna og þá var Ásgeir Örn Hallgrímsson, leikmaður Hauka og silfurdrengur, ekki valinn. Silfurdrengirnir halda áfram að tínast út úr liðinu. „Ásgeir blekkti okkur mikið á undirbúningstímabilinu. Hann var stórkostlegur þar og við héldum án gríns að hann væri að fara að labba yfir þessa deild,“ sagði Logi Geirsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Fyrir leikinn í kvöld [gærkvöldi á móti Gróttu] var hann búinn að spila fjóra leiki og skora níu mörk. Auðvitað er hann að leggja mikið upp og hann spilar góða vörn. Það kemur manni alveg á óvart að hann sé ekki valinn út af varnarleiknum en það er bara ekki það sem að Gummi er að leita eftir,“ sagði Logi. Leikstjórnendaher Guðmundar Guðmundssonar er ekki gamall. Þeir þrír sem voru valdir eru Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson auk Gísla Þorgeirs Kristjánssonar en allir eru undir tvítugu. Janus Daði Smárason, sem hefur spilað frábærlega með Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni, var ekki valinn.Hópurinn.mynd/hsí„Janus er stærsta nafnið sem vantar en Gummi er með ákveðið plan. Honum finnst Janus greinilega ekki virka. Hann kýlir mikið áfram og sækir mikið á. Það er rosalegur hraði í kringum hann og þá vantar stundum upp á skynsemi. Á móti er Gummi að taka Gísla og Hauk sem eru gáfaðir leikmenn miðað við aldur,“ sagði Jóhann Gunnar. „Mér finnst skrítið að Janus Daði sé ekki þarna. Hann vantar vissulega styrk í varnarleiknum en sem sóknarmaður hefur hann sýnt okkur að hann getur brotið upp leiki og skorað á móti hverjum sem er. Hann var kóngurinn í Olís-deildinni þegar að hann var hér heima,“ sagði Logi en fyrir hvern á hann að vera þarna inni? „Mér finnst hann betri en Elvar í sókn en Elvar er sterkari varnarmaður,“ svaraði Logi. Einnig var talað um línumenn í landsliðinu en töluvert línumannahallæri er í gangi þessi misserin. Ágúst Birgisson fær tækifæri að þessu sinni og Logi var ánægður með að sjá hann inni. „Ég er ógeðslega glaður að sjá Ágúst Birgisson í hópnum. Ég hef verið að horfa á hann í Evrópukeppninnni. Hann er að taka þar atvinnumenn og jarða þá. Hann getur spilað vörn og sókn. Hann er þungur, hann er stór. Þetta er týpa eins og Vignir Svavarsson. Ég held bara, eins og staðan er í dag, er hann í góðum séns að sanna sig,“ sagði Logi Geirsson. Alla umræðuna má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Sjá meira