Vilja stöðva sjóræningjaleiðsögn á Íslandi Höskuldur Kári Schram skrifar 16. október 2018 09:00 Íslenskir leiðsögumenn gagnrýna að erlendum ferðamönnum sé boðið upp á ófaglærða leiðsögumenn á of lágum launum. Vísir Íslenskir leiðsögumenn gagnrýna að erlendar ferðaskrifstofur notist við útlenska leiðsögumenn hér á landi. Oft sé um að ræða ófaglærða einstaklinga með takmarkaða þekkingu á landi og þjóð og þá séu þeir ekki að fá laun í samræmi við íslenska kjarasamninga. Leiðsögumennirnir hafa stofnað Facebook-hóp undir yfirskriftinni „Stöðvum sjóræningjaleiðsögn á Íslandi“ þar sem þeir skiptast á sögum og upplýsingum um stöðu mála. Þeir segja að erlendar ferðaskrifstofur sendi ófaglærða og réttindalausa útlendinga hingað til lands til að ganga í störf íslenskra leiðsögumanna. Fjölmörg dæmi eru nefnd á síðunni. Meðal annars er sagt frá ungum útlenskum leiðsögumanni sem var að sækja hóp erlendra ferðamanna í Keflavík. Sá sagðist vera búinn að kynna sér landið með því að ganga um Reykjavíkurborg og fara Gullna hringinn. Laun þessara útlensku leiðsögumanna eru sögð vera langt undir íslenskum kjarasamningum og stundum séu engin laun í boði heldur einungis þjórfé. Íslensku leiðsögumennirnir lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu mála og segja að þessi sjóræningjaleiðsögn grafi undan kjarabaráttu þeirra.Borga ekki skatta Indriði H. Þorláksson formaður Leiðsagnar – Stéttarfélags leiðsögumanna segir þetta vera vaxandi vandamál. „Við erum búnir að glíma við þetta í langan tíma. Það er þó nokkuð um það að erlend fyrirtæki, sem eru að skipuleggja ferðir hér á landi, séu senda hingað einstaklinga sem eru hvorki með fullnægjandi undirbúning né forsendur til að sinna þessu starfi,“ segir Indriði. Hann segir að þetta snúist ekki bara um leiðsögn heldur sé einnig mikilvægt að leiðsögumenn hafi þekkingu á ýmsum öryggismálum og hvernig þeim er háttað hér á landi. Indriði segir líka að ferðaþjónustufyrirtækin sjálf séu oft að starfa á gráu svæði. „Fyrirtækin eru kannski ekki skráð hér á landi og eru ekki að borga skatta. Þau koma hingað með eigin bifreiðar og búnað og eru svo með erlenda starfsmenn sem fara þessar ferðir um landið. Þetta eru aðilar sem eru að keppa við íslensku fyrirtækin,“ segir Indriði. „Við þekkjum dæmi þar sem starfsmenn þessara fyrirtækja eru að keyra hópferðabíla án þess að vera með meirapróf eins og lög og reglur gera ráð fyrir hér á landi,“ segir Indriði. Indriði fundaði í sumar með forstöðumönnum Samgöngustofu, Vinnumálastofnunar, Ferðamálastofu og embættis ríkisskattstjóra þar sem hann lagði fram tillögu um að samræma eftirlit til að sporna gegn þessari þróun. „Niðurstaða fundarins var sú að flestir lýstu yfir áhyggjum en tillögu okkar um sameiginlega stýringu var hins vegar hafnað. Þrátt fyrir ítrekun af okkar hálfu hefur lítið gerst,“ segir Indriði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Íslenskir leiðsögumenn gagnrýna að erlendar ferðaskrifstofur notist við útlenska leiðsögumenn hér á landi. Oft sé um að ræða ófaglærða einstaklinga með takmarkaða þekkingu á landi og þjóð og þá séu þeir ekki að fá laun í samræmi við íslenska kjarasamninga. Leiðsögumennirnir hafa stofnað Facebook-hóp undir yfirskriftinni „Stöðvum sjóræningjaleiðsögn á Íslandi“ þar sem þeir skiptast á sögum og upplýsingum um stöðu mála. Þeir segja að erlendar ferðaskrifstofur sendi ófaglærða og réttindalausa útlendinga hingað til lands til að ganga í störf íslenskra leiðsögumanna. Fjölmörg dæmi eru nefnd á síðunni. Meðal annars er sagt frá ungum útlenskum leiðsögumanni sem var að sækja hóp erlendra ferðamanna í Keflavík. Sá sagðist vera búinn að kynna sér landið með því að ganga um Reykjavíkurborg og fara Gullna hringinn. Laun þessara útlensku leiðsögumanna eru sögð vera langt undir íslenskum kjarasamningum og stundum séu engin laun í boði heldur einungis þjórfé. Íslensku leiðsögumennirnir lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu mála og segja að þessi sjóræningjaleiðsögn grafi undan kjarabaráttu þeirra.Borga ekki skatta Indriði H. Þorláksson formaður Leiðsagnar – Stéttarfélags leiðsögumanna segir þetta vera vaxandi vandamál. „Við erum búnir að glíma við þetta í langan tíma. Það er þó nokkuð um það að erlend fyrirtæki, sem eru að skipuleggja ferðir hér á landi, séu senda hingað einstaklinga sem eru hvorki með fullnægjandi undirbúning né forsendur til að sinna þessu starfi,“ segir Indriði. Hann segir að þetta snúist ekki bara um leiðsögn heldur sé einnig mikilvægt að leiðsögumenn hafi þekkingu á ýmsum öryggismálum og hvernig þeim er háttað hér á landi. Indriði segir líka að ferðaþjónustufyrirtækin sjálf séu oft að starfa á gráu svæði. „Fyrirtækin eru kannski ekki skráð hér á landi og eru ekki að borga skatta. Þau koma hingað með eigin bifreiðar og búnað og eru svo með erlenda starfsmenn sem fara þessar ferðir um landið. Þetta eru aðilar sem eru að keppa við íslensku fyrirtækin,“ segir Indriði. „Við þekkjum dæmi þar sem starfsmenn þessara fyrirtækja eru að keyra hópferðabíla án þess að vera með meirapróf eins og lög og reglur gera ráð fyrir hér á landi,“ segir Indriði. Indriði fundaði í sumar með forstöðumönnum Samgöngustofu, Vinnumálastofnunar, Ferðamálastofu og embættis ríkisskattstjóra þar sem hann lagði fram tillögu um að samræma eftirlit til að sporna gegn þessari þróun. „Niðurstaða fundarins var sú að flestir lýstu yfir áhyggjum en tillögu okkar um sameiginlega stýringu var hins vegar hafnað. Þrátt fyrir ítrekun af okkar hálfu hefur lítið gerst,“ segir Indriði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira