Öryggisbrestur hjá Facebook hafði áhrif á 2500 íslenska notendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2018 14:55 30 milljónir Facebook-notenda urðu fyrir öryggisbrestinum. Getty/Guillaume Payen Öryggisbrestur hjá Facebook hafði áhrif á tæplega 2500 íslenska notendur samfélagsmiðilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. Greint var frá því á dögunum að öryggisbresturinn hefði varðað um 50 milljónir notenda Facebook, en síðar kom í ljós að hann náði til færri notenda en upphaflega var talið eða um 30 milljóna. Umræddur öryggisbrestur varð til þess að óviðkomandi aðilum tókst að komast yfir margvíslegar upplýsingar um notendur, þar á meðal netföng þeirra og símanúmer. Í einhverjum tilvikum urðu aðrar og ítarlegri upplýsingar jafnframt aðgengilegar, svo sem um fæðingardag, staðsetningu og fleira. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook komust umræddir aðilar þó ekki yfir lykilorð notenda eða greiðsluupplýsingar, svo sem kreditkortanúmer. Í kjölfar tilkynningar um öryggisbrestinn frá Facebook óskaði Persónuvernd eftir upplýsingum um hvort hann hefði haft áhrif á einstaklinga sem staðsettir væru á Íslandi. Í ljós kom að tæplega 2500 notendur hér á landi urðu fyrir öryggisbrestinum.Hér geta Facebook-notendur kannað hvort öryggisbresturinn hafi haft áhrif á þá. Umræddar upplýsingar birtast neðarlega á vefsíðunni, ásamt leiðbeiningum um rétt viðbrögð ef við á.Skjáskot af síðunni sem tekur á móti notendum þegar þeir kanna hvort þeir hafi orðið fyrir öryggisbrestinum. Í þessu tilfelli hefur notandinn ekki orðið fyrir öryggisbrestinum og hefur rauður kassi verið dreginn utan um skilaboð Facebook þess efnis.Skjáskot/FacebookHér að neðan má sjá leiðbeiningar af vef Persónuverndar sem notendur geta notfært sér, hafi þeir orðið fyrir öryggisbrestinum. Hvað get ég gert ef öryggisbresturinn varðar mig?Vertu vakandi fyrir svikapóstum, vefveiðum (e. phishing), símtölum og skilaboðum úr símanúmerum sem þú þekkir ekki. Upplýsingar um stolin netföng og símanúmer ganga kaupum og sölum á Netinu og eru meðal annars nýttar af þeim sem stunda slíkt.Athugaðu að tölvupóstur af þessu tagi kann meðal annars að vera merktur Facebook. Í stað þess að smella á tengil í tölvupóstinum er rétt að kanna hvort sömu upplýsingar eru aðgengilegar í gegnum Facebook-reikninginn sjálfan.Þarf ég að skipta um lykilorð? Samkvæmt upplýsingum frá Facebook liggur ekki fyrir að lykilorð notenda hafi orðið aðgengileg óviðkomandi aðilum. Hins vegar er það alltaf góð regla að skipta um lykilorð reglulega. Það á ekki einungis við um samfélagsmiðla heldur einnig tölvupóstföng, svo dæmi sé nefnt. Með því að smella hér opnast vefsíða þar sem hægt er að kanna hvort upplýsingum um tiltekin tölvupóstföng og lykilorð hafi verið lekið á Netið. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Öryggisbrestur hjá Facebook hafði áhrif á tæplega 2500 íslenska notendur samfélagsmiðilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. Greint var frá því á dögunum að öryggisbresturinn hefði varðað um 50 milljónir notenda Facebook, en síðar kom í ljós að hann náði til færri notenda en upphaflega var talið eða um 30 milljóna. Umræddur öryggisbrestur varð til þess að óviðkomandi aðilum tókst að komast yfir margvíslegar upplýsingar um notendur, þar á meðal netföng þeirra og símanúmer. Í einhverjum tilvikum urðu aðrar og ítarlegri upplýsingar jafnframt aðgengilegar, svo sem um fæðingardag, staðsetningu og fleira. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook komust umræddir aðilar þó ekki yfir lykilorð notenda eða greiðsluupplýsingar, svo sem kreditkortanúmer. Í kjölfar tilkynningar um öryggisbrestinn frá Facebook óskaði Persónuvernd eftir upplýsingum um hvort hann hefði haft áhrif á einstaklinga sem staðsettir væru á Íslandi. Í ljós kom að tæplega 2500 notendur hér á landi urðu fyrir öryggisbrestinum.Hér geta Facebook-notendur kannað hvort öryggisbresturinn hafi haft áhrif á þá. Umræddar upplýsingar birtast neðarlega á vefsíðunni, ásamt leiðbeiningum um rétt viðbrögð ef við á.Skjáskot af síðunni sem tekur á móti notendum þegar þeir kanna hvort þeir hafi orðið fyrir öryggisbrestinum. Í þessu tilfelli hefur notandinn ekki orðið fyrir öryggisbrestinum og hefur rauður kassi verið dreginn utan um skilaboð Facebook þess efnis.Skjáskot/FacebookHér að neðan má sjá leiðbeiningar af vef Persónuverndar sem notendur geta notfært sér, hafi þeir orðið fyrir öryggisbrestinum. Hvað get ég gert ef öryggisbresturinn varðar mig?Vertu vakandi fyrir svikapóstum, vefveiðum (e. phishing), símtölum og skilaboðum úr símanúmerum sem þú þekkir ekki. Upplýsingar um stolin netföng og símanúmer ganga kaupum og sölum á Netinu og eru meðal annars nýttar af þeim sem stunda slíkt.Athugaðu að tölvupóstur af þessu tagi kann meðal annars að vera merktur Facebook. Í stað þess að smella á tengil í tölvupóstinum er rétt að kanna hvort sömu upplýsingar eru aðgengilegar í gegnum Facebook-reikninginn sjálfan.Þarf ég að skipta um lykilorð? Samkvæmt upplýsingum frá Facebook liggur ekki fyrir að lykilorð notenda hafi orðið aðgengileg óviðkomandi aðilum. Hins vegar er það alltaf góð regla að skipta um lykilorð reglulega. Það á ekki einungis við um samfélagsmiðla heldur einnig tölvupóstföng, svo dæmi sé nefnt. Með því að smella hér opnast vefsíða þar sem hægt er að kanna hvort upplýsingum um tiltekin tölvupóstföng og lykilorð hafi verið lekið á Netið.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira