Innheimtubréfin bárust ekki kaffihúsaeigendum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. október 2018 06:00 Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda Kaffi Vest. Fréttablaðið/Valli Það kom eigendum Kaffihúss Vesturbæjar og fasteignarinnar að Melhaga 22 í opna skjöldu í gær þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsti á vef sínum uppboð á fasteigninni. Samkvæmt auglýsingunni átti að bjóða fasteignina upp í dag og var gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg. Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda Vesturbæjar-kaffihúss ehf. sem rekur kaffihúsið og félagsins M22 ehf. sem á húsnæðið, kom af fjöllum þegar Fréttablaðið leitaði skýringa í gær enda vissi hann ekki betur en að félagið væri með allt sitt í skilum. Brugðust forsvarsmenn félagsins skjótt við, gerðu upp skuldina og fengu um leið skýringu á því hvers vegna þeir könnuðust ekki við að hafa verið tilkynnt um skuldina. „Fyrir aftan hús er póstkassi síðan læknastofurnar voru þarna uppi og við höfum aldrei verið með lykil að honum. Þeir segjast hafa troðið bréfinu ofan í hann. Það er meira að segja lím yfir raufinni, þannig að það á ekki að vera hægt,“ segir Pétur sem viðurkennir að hann sé þakklátur fyrir símtalið.Segja má að Fréttablaðið hafi bjargað Kaffi Vest. Fréttablaðið/GVA„Hefðir þú ekki hringt hefðu þeir bara selt ofan af okkur,“ segir Pétur. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Vesturbæjar-kaffihúss ehf. skilaði kaffihúsið vinsæla 270 þúsund króna hagnaði í fyrra. Þrátt fyrir að vera rekið réttum megin við núllið dróst hagnaður þess saman um nær 90 prósent frá því árið áður þegar hann nam rúmum 2,5 milljónum. Félagið Ferdinand ehf. á helmingshlut í Vesturbæ-kaffihúsi ehf. en eigendur þess eru þeir Einar Örn Ólafsson, Pétur Hafliði og sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Marteinn Baldursson. Rekstrartekjur kaffihússins námu 152 milljónum króna í fyrra sem var töluverð aukning frá árinu 2016 þegar tekjurnar námu 136 milljónum. Verri afkomu félagsins milli ára má að mestu rekja til hærri rekstrargjalda og munar þar mestu um aukinn launa- og starfsmannakostnað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Það kom eigendum Kaffihúss Vesturbæjar og fasteignarinnar að Melhaga 22 í opna skjöldu í gær þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsti á vef sínum uppboð á fasteigninni. Samkvæmt auglýsingunni átti að bjóða fasteignina upp í dag og var gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg. Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda Vesturbæjar-kaffihúss ehf. sem rekur kaffihúsið og félagsins M22 ehf. sem á húsnæðið, kom af fjöllum þegar Fréttablaðið leitaði skýringa í gær enda vissi hann ekki betur en að félagið væri með allt sitt í skilum. Brugðust forsvarsmenn félagsins skjótt við, gerðu upp skuldina og fengu um leið skýringu á því hvers vegna þeir könnuðust ekki við að hafa verið tilkynnt um skuldina. „Fyrir aftan hús er póstkassi síðan læknastofurnar voru þarna uppi og við höfum aldrei verið með lykil að honum. Þeir segjast hafa troðið bréfinu ofan í hann. Það er meira að segja lím yfir raufinni, þannig að það á ekki að vera hægt,“ segir Pétur sem viðurkennir að hann sé þakklátur fyrir símtalið.Segja má að Fréttablaðið hafi bjargað Kaffi Vest. Fréttablaðið/GVA„Hefðir þú ekki hringt hefðu þeir bara selt ofan af okkur,“ segir Pétur. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Vesturbæjar-kaffihúss ehf. skilaði kaffihúsið vinsæla 270 þúsund króna hagnaði í fyrra. Þrátt fyrir að vera rekið réttum megin við núllið dróst hagnaður þess saman um nær 90 prósent frá því árið áður þegar hann nam rúmum 2,5 milljónum. Félagið Ferdinand ehf. á helmingshlut í Vesturbæ-kaffihúsi ehf. en eigendur þess eru þeir Einar Örn Ólafsson, Pétur Hafliði og sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Marteinn Baldursson. Rekstrartekjur kaffihússins námu 152 milljónum króna í fyrra sem var töluverð aukning frá árinu 2016 þegar tekjurnar námu 136 milljónum. Verri afkomu félagsins milli ára má að mestu rekja til hærri rekstrargjalda og munar þar mestu um aukinn launa- og starfsmannakostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira