Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2018 13:06 Stórum hlutum Amazon-regnskógarins hefur verið eytt til að rýma til fyrir nautgripa- og sojabaunaræktun. Næsti forseti Brasilíu gæti liðkað til fyrir eyðingu skógarins. Vísir/EPA Brasilísk stjórnvöld gætu orðið meiriháttar hindrun í vegi alþjóðlegra loftslagsaðgerða nái harðlínumaðurinn Jair Bolsonaro kjöri sem forseti síðar í mánuðinum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins og ýjað að því að hann muni draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Seinni umferð forsetakosninganna í Brasilíu fara fram sunnudaginn 28. október. Valið stendur á milli Bolsonaro, öfgahægriþingmanns, og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Í fyrri umferðinni fékk Bolsonaro 46% atkvæða gegn 29% Haddad. Ný skoðanakönnun sem birtist á mánudag bendir til þess að Bolsonaro sé með afgerandi forskot á Haddad, 59% gegn 41%. Brasilía er sjötti stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum. Þar vegur landbúnaður og olíuvinnsla þyngst. Afgerandi munur er á stefnu frambjóðendanna tveggja þegar kemur að loftslagsaðgerðum og umhverfismálum. Haddad talar fyrir að dregið verði úr eyðingu Amazon-frumskógarins á meðan Bolosnaro boðar nær algert afturhvarf frá skuldbindingum landsins til þess að draga úr losun. Bolsonaro hefur sagt að umhverfisreglur séu að „kæfa landið“ og hefur lofað landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins, að sögn New York Times.Bolsonaro er harðlínumaður sem hefur hamast gegn hvers kyns umhverfisreglugerðum. Honum hefur verið lýst sem Donald Trump Brasilíu.Vísir/GettySkógareyðing stór uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda Þá hefur frambjóðandinn látið í veðri vaka að hann muni fylgja í fótspor Bandaríkjastjórnar og draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu. Hann vill einnig leggja niður umhverfisráðuneyti landsins sem sjálfstætt ráðuneyti og færa það undir landbúnaðarráðuneytið sem er sagt hallt undir hagsmuni landbúnaðarins. Eins hafa verið fréttir um að Bolsonaro ætli sé að lækka verulega sektir vegna brota á umhverfisreglugerðum. Gríðarlegt magn kolefnis er bundið í Amazon-frumskóginum og eyðing hans veldur stórfelldri losun þess út í lofthjúp jarðar. Áætlað er að skógareyðing í hitabeltislöndum frá 2015 til 2017 jafnist á við losun 85 milljóna bíla yfir heildarlíftíma þeirra. Eftir áralanga skógareyðingu byrjaði að draga úr henni árið 2005. Í tíð Dilmu Rousseff, fyrrverandi forseta, horfði hins vegar aftur til verri vegar. Rannsóknir benda til þess að hátt í átta þúsund ferkílómetrar skógar hafi verið ruddir frá ágúst 2015 til júlí 2016. „Mögulegur sigur Bolsonaro myndi vafalaust þýða að Brasilía missti forystuhlutverk sitt í loftslagsmálum á heimsvísu og yrði að meiriháttar hindrun í veg alþjóðlegra aðgerða til þess að berjast gegn hnattrænni hlýnun,“ segir Carlos Rittl, framkvæmdastjóri Loftslagseftirlitsins, brasilískra samtaka sem hafa tekið saman stefnu forsetaframbjóðendanna í loftslagsmálum. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Brasilísk stjórnvöld gætu orðið meiriháttar hindrun í vegi alþjóðlegra loftslagsaðgerða nái harðlínumaðurinn Jair Bolsonaro kjöri sem forseti síðar í mánuðinum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins og ýjað að því að hann muni draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Seinni umferð forsetakosninganna í Brasilíu fara fram sunnudaginn 28. október. Valið stendur á milli Bolsonaro, öfgahægriþingmanns, og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Í fyrri umferðinni fékk Bolsonaro 46% atkvæða gegn 29% Haddad. Ný skoðanakönnun sem birtist á mánudag bendir til þess að Bolsonaro sé með afgerandi forskot á Haddad, 59% gegn 41%. Brasilía er sjötti stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum. Þar vegur landbúnaður og olíuvinnsla þyngst. Afgerandi munur er á stefnu frambjóðendanna tveggja þegar kemur að loftslagsaðgerðum og umhverfismálum. Haddad talar fyrir að dregið verði úr eyðingu Amazon-frumskógarins á meðan Bolosnaro boðar nær algert afturhvarf frá skuldbindingum landsins til þess að draga úr losun. Bolsonaro hefur sagt að umhverfisreglur séu að „kæfa landið“ og hefur lofað landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins, að sögn New York Times.Bolsonaro er harðlínumaður sem hefur hamast gegn hvers kyns umhverfisreglugerðum. Honum hefur verið lýst sem Donald Trump Brasilíu.Vísir/GettySkógareyðing stór uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda Þá hefur frambjóðandinn látið í veðri vaka að hann muni fylgja í fótspor Bandaríkjastjórnar og draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu. Hann vill einnig leggja niður umhverfisráðuneyti landsins sem sjálfstætt ráðuneyti og færa það undir landbúnaðarráðuneytið sem er sagt hallt undir hagsmuni landbúnaðarins. Eins hafa verið fréttir um að Bolsonaro ætli sé að lækka verulega sektir vegna brota á umhverfisreglugerðum. Gríðarlegt magn kolefnis er bundið í Amazon-frumskóginum og eyðing hans veldur stórfelldri losun þess út í lofthjúp jarðar. Áætlað er að skógareyðing í hitabeltislöndum frá 2015 til 2017 jafnist á við losun 85 milljóna bíla yfir heildarlíftíma þeirra. Eftir áralanga skógareyðingu byrjaði að draga úr henni árið 2005. Í tíð Dilmu Rousseff, fyrrverandi forseta, horfði hins vegar aftur til verri vegar. Rannsóknir benda til þess að hátt í átta þúsund ferkílómetrar skógar hafi verið ruddir frá ágúst 2015 til júlí 2016. „Mögulegur sigur Bolsonaro myndi vafalaust þýða að Brasilía missti forystuhlutverk sitt í loftslagsmálum á heimsvísu og yrði að meiriháttar hindrun í veg alþjóðlegra aðgerða til þess að berjast gegn hnattrænni hlýnun,“ segir Carlos Rittl, framkvæmdastjóri Loftslagseftirlitsins, brasilískra samtaka sem hafa tekið saman stefnu forsetaframbjóðendanna í loftslagsmálum.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira