Segja Facebook hafa farið leynt með ýktar áhorfstölur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2018 13:49 Facebook viðurkenndi árið 2016 að áhorfstölur á myndbönd hefðu verið ýktar. vísir/getty Facebook er sagt hafa vitað að það væri að afvegaleiða auglýsendur árið 2015 þegar áhorfstölur á myndbönd á miðlinum voru ýktar, en þessu er haldið fram í málsókn sem markaðsskrifstofan Crowd Siren hefur höfðað gegn Facebook. Facebook viðurkenndi árið 2016 að áhorfstölur á myndbönd hefðu verið ýktar. Sagði fyrirtækið þetta vera vegna galla í það hvernig hvert áhorf var talið en gallinn gerði það að verkum áhorfstölur voru 60 til 80 prósent hærri að meðaltali en reyndist rétt. Talningarnar gáfu auglýsendum til kynna að Facebook væri mun líflegri vettvangur fyrir myndbönd en raunin var. Crowd Siren heldur því nú fram að Facebook hafi vitað af gallanum við talninguna árið 2015 en ekki gert neitt í málinu. Fer fyrirtækið fram á skaðabætur frá samfélagsmiðlinum og segir Facebook hafa beitt blekkingum í málinu. Þessu hafnar Facebook algjörlega og segir engan grundvöll fyrir málsókninni. Fyrirtækið hafi látið viðskiptavini sína vita af gallanum um leið og hann fannst. Crowd Siren heldur því hins vegar fram að þetta sé ekki rétt. Í stað þess að leiðrétta gallann hóf Facebook herferð til þess að beina athyglinni frá málinu, að sögn Crowd Siren sem vísar til innanhússskjala frá miðlinum og tölvupóstsamskipta. „Ef að Facebook hefði lagað þennan galla strax á heiðarlegan hátt þá hefðu auglýsendur strax séð mun lægri áhorfstölur. Auglýsendur hefðu þannig verið ólíklegri til að halda áfram að kaupa myndbönd til að auglýsa á Facebook.“ Facebook Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Facebook er sagt hafa vitað að það væri að afvegaleiða auglýsendur árið 2015 þegar áhorfstölur á myndbönd á miðlinum voru ýktar, en þessu er haldið fram í málsókn sem markaðsskrifstofan Crowd Siren hefur höfðað gegn Facebook. Facebook viðurkenndi árið 2016 að áhorfstölur á myndbönd hefðu verið ýktar. Sagði fyrirtækið þetta vera vegna galla í það hvernig hvert áhorf var talið en gallinn gerði það að verkum áhorfstölur voru 60 til 80 prósent hærri að meðaltali en reyndist rétt. Talningarnar gáfu auglýsendum til kynna að Facebook væri mun líflegri vettvangur fyrir myndbönd en raunin var. Crowd Siren heldur því nú fram að Facebook hafi vitað af gallanum við talninguna árið 2015 en ekki gert neitt í málinu. Fer fyrirtækið fram á skaðabætur frá samfélagsmiðlinum og segir Facebook hafa beitt blekkingum í málinu. Þessu hafnar Facebook algjörlega og segir engan grundvöll fyrir málsókninni. Fyrirtækið hafi látið viðskiptavini sína vita af gallanum um leið og hann fannst. Crowd Siren heldur því hins vegar fram að þetta sé ekki rétt. Í stað þess að leiðrétta gallann hóf Facebook herferð til þess að beina athyglinni frá málinu, að sögn Crowd Siren sem vísar til innanhússskjala frá miðlinum og tölvupóstsamskipta. „Ef að Facebook hefði lagað þennan galla strax á heiðarlegan hátt þá hefðu auglýsendur strax séð mun lægri áhorfstölur. Auglýsendur hefðu þannig verið ólíklegri til að halda áfram að kaupa myndbönd til að auglýsa á Facebook.“
Facebook Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira