Formaður Lögmannafélagsins: „Hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. október 2018 21:55 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari. vísir/vilhelm Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir samfélagið þjást af skorti á skilningi á störfum lögmanna. Berglind var viðmælandi Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni þar sem hún ræddi störf lögmanna í kjölfar umræðu um mál sem snýr að ummælum um Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann í Facebook-hópnum „Karlar gera merkilega hluti.“ Berglind segist hafa verið afar stuðuð við að lesa þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar, en hann var meðal annars kallaður viðbjóður, ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér.“ „Mér er hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli. Að fólk skuli yfirleitt hugsa á þessum nótum og hvað þá koma því niður í skrifað orð. Þetta snýst fyrst og fremst um vanþekkingu á störfum lögmanna.“ Berglind bendir á að lögmenn séu ekki aðilar að málum, heldur beri þeim að leita allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna. Þá sé þeim skylt að sinna störfum sínum af heilindum, óháð eigin hagsmunum eða persónulegum skoðunum, hvort sem þær kunni að vera af stjórnmálalegum toga eða öðrum.Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands.Segir ummælin dæma sig sjálf„Tjáningarfrelsinu eru ákveðin takmörk sett, það er ekki hægt að viðhafa hvaða orðræðu sem er um hvern sem er,“ segir Berglind, og bætir því við að hún telji eðlilega kröfu að fólk hagi sér á nokkuð siðaðan hátt. „Mönnum getur alveg mislíkað og menn eiga fyllilega rétt á því að setja fram sínar skoðanir. Ég held að við getum alveg gert þá kröfu að þær skoðanir séu settar fram á mannsæmandi hátt, ekki með svona orðræðu.“ Segir Berglind ummælin sem um ræðir dæma sig sjálf og að enginn heiður sé að því að verða uppvís af ummælum af þessu tagi.Umræðan hefur mögulegan fælingarmátt á lögmennAðspurð hvort lögmenn muni í framhaldinu veigra sér við að taka við verkefnum sem einhverjir gætu álitið óákjósanleg, svo sem að verja kynferðisbrotamenn, segir Berglind það vel geta orðið að lögmenn hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir tækju að sér mál. „Ég verð nú samt að benda á það að það er ákvæði í lögmannalögunum að lögmönnum er skylt að taka við skipun sem verjandi í sakamálum, til dæmis.“ Aðspurð hvort hún viti hver viðbrögð annarra lögmanna við málinu segir hún starfssystkini sín vera furðu lostin. Þá gerir Berglind fastlega ráð fyrir því að Lögmannafélagið taki málið fyrir á einhvern hátt. „Ég á alveg fastlega von á því að við getum ekki látið staðar numið hér. Það verður að opna á þessa umræðu og hvaða þýðingu þetta opna samfélag hefur fyrir störf lögmanna, það mætti alveg hugsa sér það.“Viðtalið við Berglindi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni má heyra í heild sinni hér að neðan. Innlent Tengdar fréttir Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir samfélagið þjást af skorti á skilningi á störfum lögmanna. Berglind var viðmælandi Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni þar sem hún ræddi störf lögmanna í kjölfar umræðu um mál sem snýr að ummælum um Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann í Facebook-hópnum „Karlar gera merkilega hluti.“ Berglind segist hafa verið afar stuðuð við að lesa þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar, en hann var meðal annars kallaður viðbjóður, ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér.“ „Mér er hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli. Að fólk skuli yfirleitt hugsa á þessum nótum og hvað þá koma því niður í skrifað orð. Þetta snýst fyrst og fremst um vanþekkingu á störfum lögmanna.“ Berglind bendir á að lögmenn séu ekki aðilar að málum, heldur beri þeim að leita allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna. Þá sé þeim skylt að sinna störfum sínum af heilindum, óháð eigin hagsmunum eða persónulegum skoðunum, hvort sem þær kunni að vera af stjórnmálalegum toga eða öðrum.Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands.Segir ummælin dæma sig sjálf„Tjáningarfrelsinu eru ákveðin takmörk sett, það er ekki hægt að viðhafa hvaða orðræðu sem er um hvern sem er,“ segir Berglind, og bætir því við að hún telji eðlilega kröfu að fólk hagi sér á nokkuð siðaðan hátt. „Mönnum getur alveg mislíkað og menn eiga fyllilega rétt á því að setja fram sínar skoðanir. Ég held að við getum alveg gert þá kröfu að þær skoðanir séu settar fram á mannsæmandi hátt, ekki með svona orðræðu.“ Segir Berglind ummælin sem um ræðir dæma sig sjálf og að enginn heiður sé að því að verða uppvís af ummælum af þessu tagi.Umræðan hefur mögulegan fælingarmátt á lögmennAðspurð hvort lögmenn muni í framhaldinu veigra sér við að taka við verkefnum sem einhverjir gætu álitið óákjósanleg, svo sem að verja kynferðisbrotamenn, segir Berglind það vel geta orðið að lögmenn hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir tækju að sér mál. „Ég verð nú samt að benda á það að það er ákvæði í lögmannalögunum að lögmönnum er skylt að taka við skipun sem verjandi í sakamálum, til dæmis.“ Aðspurð hvort hún viti hver viðbrögð annarra lögmanna við málinu segir hún starfssystkini sín vera furðu lostin. Þá gerir Berglind fastlega ráð fyrir því að Lögmannafélagið taki málið fyrir á einhvern hátt. „Ég á alveg fastlega von á því að við getum ekki látið staðar numið hér. Það verður að opna á þessa umræðu og hvaða þýðingu þetta opna samfélag hefur fyrir störf lögmanna, það mætti alveg hugsa sér það.“Viðtalið við Berglindi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni má heyra í heild sinni hér að neðan.
Innlent Tengdar fréttir Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15