Segir flækjustig Æsustaðarmálsins hátt og þurfti ekki mikið til að illa færi Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2018 12:16 Frá vettvangi í Mosfellsdal í júní. vísir/eyþór Dánarorsök Arnars Jónssonar Aspar var þvinguð köfnunarstaða. Þetta sagði réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz við aðalmeðferð Æsustaðamálsins svokallaða. Sveinn Gestur Tryggvason var dæmdur til sex ára fangelsisvistar í héraði fyrir að hafa orðið Arnar Jónssyni að bana á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra.Sveinn Gestur hefur áfrýjað þeim dómi og hélt fram sakleysi sínu í Landsrétti í morgun. Kuntz fór yfir niðurstöðu sína í Landsrétti en hann sagði eiturefnarannsókn á blóði Arnars hafa leitt í ljós að hann var ölvaður, með hátt magn af Bupropioni og amfetamíni í blóði. Sagði Kuntz að sú blanda gæti ýtt undir æsingaróráð, sem Arnar var haldinn þegar átökin áttu sér stað.Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz. Vísir/VilhelmSú staðreynd að hann var haldinn æsingaróráði, ásamt því að vera örmagna af þreytu, hafi leitt til þess að ekki þurfti mikið átak til að gera það að verkum að hann varð fyrir súrefnisskorti sem leiddi til dauða hans. Áverkar á brjóski sitthvoru megin við skjaldkirtilinn gæfi til kynna að það hefði orðið fyrir þrýstingi, ólíklegt væri að það hefði verið vegna höggs. Sagði Kuntz að það hefði verið mjög ólíklegt að æsingaróráð hefði verið valdur dauða Arnars. Til þess hefði líkamshiti hans þurft að vera um eða yfir 40 gráður en hiti hans var undir 35 gráðum þegar hann kom á sjúkrahús. Kuntz vildi meina að flækjustig málsins væri afar hátt og þurfti að horfa til margra þátta við mat á hvað það var sem dró Arnar til dauða. Átökin hefðu staðið yfir í um sjö mínútur, sem væri byggt á gögnum málsins, þar á meðal símtölum við neyðarlínu og myndskeið, og á þeim tíma hefði Arnar örmagnast og ekki þurft mikið til að valda honum súrefnisleysi. Hann sagði að krufning ein og sér hefði ekki leitt til niðurstöðu hvað það var sem dró Arnar til dauða heldur þurfti að horfa til gagna málsins. Æsingaróráð, sú staðreynd að hann var örmagna og að þrýstingi var beitt á öndunarveg hans leiddi til dauða hans. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Dánarorsök Arnars Jónssonar Aspar var þvinguð köfnunarstaða. Þetta sagði réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz við aðalmeðferð Æsustaðamálsins svokallaða. Sveinn Gestur Tryggvason var dæmdur til sex ára fangelsisvistar í héraði fyrir að hafa orðið Arnar Jónssyni að bana á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra.Sveinn Gestur hefur áfrýjað þeim dómi og hélt fram sakleysi sínu í Landsrétti í morgun. Kuntz fór yfir niðurstöðu sína í Landsrétti en hann sagði eiturefnarannsókn á blóði Arnars hafa leitt í ljós að hann var ölvaður, með hátt magn af Bupropioni og amfetamíni í blóði. Sagði Kuntz að sú blanda gæti ýtt undir æsingaróráð, sem Arnar var haldinn þegar átökin áttu sér stað.Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz. Vísir/VilhelmSú staðreynd að hann var haldinn æsingaróráði, ásamt því að vera örmagna af þreytu, hafi leitt til þess að ekki þurfti mikið átak til að gera það að verkum að hann varð fyrir súrefnisskorti sem leiddi til dauða hans. Áverkar á brjóski sitthvoru megin við skjaldkirtilinn gæfi til kynna að það hefði orðið fyrir þrýstingi, ólíklegt væri að það hefði verið vegna höggs. Sagði Kuntz að það hefði verið mjög ólíklegt að æsingaróráð hefði verið valdur dauða Arnars. Til þess hefði líkamshiti hans þurft að vera um eða yfir 40 gráður en hiti hans var undir 35 gráðum þegar hann kom á sjúkrahús. Kuntz vildi meina að flækjustig málsins væri afar hátt og þurfti að horfa til margra þátta við mat á hvað það var sem dró Arnar til dauða. Átökin hefðu staðið yfir í um sjö mínútur, sem væri byggt á gögnum málsins, þar á meðal símtölum við neyðarlínu og myndskeið, og á þeim tíma hefði Arnar örmagnast og ekki þurft mikið til að valda honum súrefnisleysi. Hann sagði að krufning ein og sér hefði ekki leitt til niðurstöðu hvað það var sem dró Arnar til dauða heldur þurfti að horfa til gagna málsins. Æsingaróráð, sú staðreynd að hann var örmagna og að þrýstingi var beitt á öndunarveg hans leiddi til dauða hans.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira