„Erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. október 2018 13:38 Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Vísir/Vilhelm „Við erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn,“ segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, um viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum bréfum í félaginu. Er það gert vegna þess að möguleiki er á því að Icelandair muni ekki standast fjárhagslegar kvaðir sem fylgja skuldabréfunum. Félagið birti uppfærða EBITDA spá í lok ágúst sem var lægri en áður hafði verið gert ráð fyrir. EBITDA er ensk skammstöfun en með henni er átt við afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Miðað við afkomu þá lítur út fyrir að kvaðir bresti,“ segir Bogi Nils en hann bendir á að Icelandair Group sé með sterkan og sveigjanlegan efnahagsreikning, sterkt lausafé og hátt eiginfjárhlutfall ásamt eignum sem eru óveðsettar. „Við höfum mikinn sveigjanleika til að bregðast við þessu,“ segir Bogi. Hann segir að viðræðurnar við eigendur skuldabréfanna ekki snúast um að fá aukið fjármagn. „Við erum bara að fara að setjast yfir þessa möguleika og verður væntanleg rætt um að greiða inn á þetta að öllu leyti eða að fá tímabundna eða varanlega breytingu á þessu kvöðum,“ segir Bogi.Icelandair hefur lagst í hagræðingaraðgerðir vegna versnandi afkomu á undanförnu. Var til að mynda á þriðja tug sagt upp störfum á starfsdeildum félagsins í Reykjavík og Reykjanesbæ í síðustu viku. Icelandair hefur einnig flutt hluta starfsemi símavers flugfélagsins erlendis ásamt bakvinnslu. Þá var einnig tekin ákvörðun um að fækka flugfreyjum og þjónum í hlutastarfi og þeim þess í stað boðið fullt starf hjá flugfélaginu. Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en spurður hvort frekari hagræðingaraðgerðir séu fyrirhugaðar segir Bogi flugfélagið horfa á alla kostnaðarliði. Vonir standir til að auka tekjurnar og allt sé til skoðunar en ekkert stórkostlegt fram undan á því sviði. „Við erum í rekstri og þurfum að gera betur í dag en í gær.“ Icelandair Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
„Við erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn,“ segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, um viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum bréfum í félaginu. Er það gert vegna þess að möguleiki er á því að Icelandair muni ekki standast fjárhagslegar kvaðir sem fylgja skuldabréfunum. Félagið birti uppfærða EBITDA spá í lok ágúst sem var lægri en áður hafði verið gert ráð fyrir. EBITDA er ensk skammstöfun en með henni er átt við afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Miðað við afkomu þá lítur út fyrir að kvaðir bresti,“ segir Bogi Nils en hann bendir á að Icelandair Group sé með sterkan og sveigjanlegan efnahagsreikning, sterkt lausafé og hátt eiginfjárhlutfall ásamt eignum sem eru óveðsettar. „Við höfum mikinn sveigjanleika til að bregðast við þessu,“ segir Bogi. Hann segir að viðræðurnar við eigendur skuldabréfanna ekki snúast um að fá aukið fjármagn. „Við erum bara að fara að setjast yfir þessa möguleika og verður væntanleg rætt um að greiða inn á þetta að öllu leyti eða að fá tímabundna eða varanlega breytingu á þessu kvöðum,“ segir Bogi.Icelandair hefur lagst í hagræðingaraðgerðir vegna versnandi afkomu á undanförnu. Var til að mynda á þriðja tug sagt upp störfum á starfsdeildum félagsins í Reykjavík og Reykjanesbæ í síðustu viku. Icelandair hefur einnig flutt hluta starfsemi símavers flugfélagsins erlendis ásamt bakvinnslu. Þá var einnig tekin ákvörðun um að fækka flugfreyjum og þjónum í hlutastarfi og þeim þess í stað boðið fullt starf hjá flugfélaginu. Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en spurður hvort frekari hagræðingaraðgerðir séu fyrirhugaðar segir Bogi flugfélagið horfa á alla kostnaðarliði. Vonir standir til að auka tekjurnar og allt sé til skoðunar en ekkert stórkostlegt fram undan á því sviði. „Við erum í rekstri og þurfum að gera betur í dag en í gær.“
Icelandair Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent