Góður dagur hjá Theresu May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. október 2018 08:00 May dansaði inn á sviðið við lag ABBA, Dancing Queen. Nordicphotos/AFP Bretland Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þykir hafa átt góðan dag í gær eftir erfiðleika undanfarinna mánaða. May hélt ræðu sína á lokadegi landsfundar breska Íhaldsflokksins sem fram fór í Birmingham. Bjartsýnis- og vonartónn var í ræðunni og hvatti hún flokkinn til þess að standa þétt saman. Forsætisráðherrann sagði að Íhaldsflokkurinn þyrfti að vera flokkur allra. Nú, áratug eftir kreppu, væru betri tímar fram undan. Nefndi hún til dæmis að eldsneytisskattar yrðu ekki hækkaðir, að niðurskurðaraðgerðum yrði alfarið hætt og að lánaþak sveitarfélaga yrði afnumið svo hægt væri að ráðast í byggingu fleiri íbúða. En útgangan úr Evrópusambandinu var það sem flestir höfðu áhuga á. May varði stefnu sína í útgöngumálum, svokallaða Chequers-stefnu sem gengur meðal annars út á að Bretar fái áfram aðild að tollabandalagi ESB og innri markaðnum að hluta en fái samt sem áður að gera sína eigin fríverslunarsamninga. Stefnan er afar umdeild. Forseti leiðtogaráðs ESB sagði hana einfaldlega ekki ganga upp. Vegna þess hversu langt er í land í samningaviðræðum um framtíðarsamband ESB og Bretlands er óttast að enginn samningur náist. Brexitmálaráðherrann David Davis og utanríkisráðherrann Boris Johnson sögðu af sér vegna stefnunnar og þingmenn hafa gagnrýnt stefnuna mjög. Sagt hana svik við kjósendur sem kusu að yfirgefa ESB. Orðið „Chequers“ var þó hvergi að finna í ræðu May. Ráðherrann sagði að fríverslun væri leiðarstef stefnunnar og varaði við því að ef þingmenn hættu ekki að krefjast sinnar „eigin fullkomnu sýnar á Brexit“ gæti það leitt til þess að ekkert yrði af útgöngunni. Ræðu May var almennt vel tekið. Matt Hancock heilbrigðismálaráðherra sagði ræðuna stórkostlega, May hefði sýnt að hún byggi yfir miklum persónutöfrum. Viðmælendur BBC á fundinum voru almennt á sömu línu. „Þetta var besta ræða sem Theresa May hefur flutt. Hún setti fram frábær stefnumál og sýndi að flokkurinn er sameinaður,“ sagði einn fundargesta. Sameinaður er lykilorð í þessu samhengi. Allt frá því May setti fram svokallaða Chequers-áætlun í Brexitmálinu hefur allt logað í deilum innan flokksins. Boris Johnson hélt sömuleiðis ræðu á landsfundinum. Auk þess að skjóta á Verkamannaflokkinn og lofa Thatcher sagði hann að Chequers-áætlunin væri mistök. „Hún er ekki raunhæf. Hún er ekki málamiðlun. Hún er hættuleg, jafnt pólitískt sem efnahagslega. Þetta er ekki það sem Bretar greiddu atkvæði með,“ sagði Johnson. Stjórnmálaskýrandi The Sun sagði svo í gær að einn þingmanna flokksins hefði bent honum á að Iain Duncan Smith, fyrrverandi leiðtogi flokksins, hafi fengið mikið lófaklapp og lof fyrir landsfundarræðu sína árið 2003. Honum hafi engu að síður verið sparkað þremur vikum seinna. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Bretland Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þykir hafa átt góðan dag í gær eftir erfiðleika undanfarinna mánaða. May hélt ræðu sína á lokadegi landsfundar breska Íhaldsflokksins sem fram fór í Birmingham. Bjartsýnis- og vonartónn var í ræðunni og hvatti hún flokkinn til þess að standa þétt saman. Forsætisráðherrann sagði að Íhaldsflokkurinn þyrfti að vera flokkur allra. Nú, áratug eftir kreppu, væru betri tímar fram undan. Nefndi hún til dæmis að eldsneytisskattar yrðu ekki hækkaðir, að niðurskurðaraðgerðum yrði alfarið hætt og að lánaþak sveitarfélaga yrði afnumið svo hægt væri að ráðast í byggingu fleiri íbúða. En útgangan úr Evrópusambandinu var það sem flestir höfðu áhuga á. May varði stefnu sína í útgöngumálum, svokallaða Chequers-stefnu sem gengur meðal annars út á að Bretar fái áfram aðild að tollabandalagi ESB og innri markaðnum að hluta en fái samt sem áður að gera sína eigin fríverslunarsamninga. Stefnan er afar umdeild. Forseti leiðtogaráðs ESB sagði hana einfaldlega ekki ganga upp. Vegna þess hversu langt er í land í samningaviðræðum um framtíðarsamband ESB og Bretlands er óttast að enginn samningur náist. Brexitmálaráðherrann David Davis og utanríkisráðherrann Boris Johnson sögðu af sér vegna stefnunnar og þingmenn hafa gagnrýnt stefnuna mjög. Sagt hana svik við kjósendur sem kusu að yfirgefa ESB. Orðið „Chequers“ var þó hvergi að finna í ræðu May. Ráðherrann sagði að fríverslun væri leiðarstef stefnunnar og varaði við því að ef þingmenn hættu ekki að krefjast sinnar „eigin fullkomnu sýnar á Brexit“ gæti það leitt til þess að ekkert yrði af útgöngunni. Ræðu May var almennt vel tekið. Matt Hancock heilbrigðismálaráðherra sagði ræðuna stórkostlega, May hefði sýnt að hún byggi yfir miklum persónutöfrum. Viðmælendur BBC á fundinum voru almennt á sömu línu. „Þetta var besta ræða sem Theresa May hefur flutt. Hún setti fram frábær stefnumál og sýndi að flokkurinn er sameinaður,“ sagði einn fundargesta. Sameinaður er lykilorð í þessu samhengi. Allt frá því May setti fram svokallaða Chequers-áætlun í Brexitmálinu hefur allt logað í deilum innan flokksins. Boris Johnson hélt sömuleiðis ræðu á landsfundinum. Auk þess að skjóta á Verkamannaflokkinn og lofa Thatcher sagði hann að Chequers-áætlunin væri mistök. „Hún er ekki raunhæf. Hún er ekki málamiðlun. Hún er hættuleg, jafnt pólitískt sem efnahagslega. Þetta er ekki það sem Bretar greiddu atkvæði með,“ sagði Johnson. Stjórnmálaskýrandi The Sun sagði svo í gær að einn þingmanna flokksins hefði bent honum á að Iain Duncan Smith, fyrrverandi leiðtogi flokksins, hafi fengið mikið lófaklapp og lof fyrir landsfundarræðu sína árið 2003. Honum hafi engu að síður verið sparkað þremur vikum seinna.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira