„Maður getur ekki burðast með svona hluti í farteskinu alla ævi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. október 2018 15:15 Nokkrir þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi hafa sett sig í samband við hann og beðist afsökunar. Hann segist sjálfur hafa sett þetta mál fyrir aftan sig og ætlar ekki að burðast með það meira. Þetta segir Geir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í tilefni þess að tíu áru eru frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og bankahruninu. Þegar Alþingi samþykkti ákæru á hendur Geir var það í fyrsta sinn í réttarsögu Íslands sem lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm voru virkjuð og mál var höfðað af Alþingi vegna embættisfærslna ráðherra. Geir var „sýknaður af alvarlegustu brotunum, sem hann var borinn sökum um“ eins og segir orðrétt í dómi Landsdóms sem var kveðinn upp 23. apríl 2012. Hann var sakfelldur fyrir brot gegn 17. gr. stjórnarskrárinnar fyrir að halda ekki ríkisstjórnarfundi um vanda bankanna en sýknaður af öllu öðru. Þá var ríkissjóður dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins og þar með talin málsvarnarlaun Geirs. „Ég tel, burtséð frá sjálfum mér, að það hafi verið mikil mistök að ætla að gera upp hrunið með því að fara í sakamál við forsætisráðherra eða aðra ráðherra. Það voru miklu betri leiðir. Pólitískt sakamál þar sem ákærandinn eru pólitískir andstæðinar þínir á þingi kann ekki góðri lukku að stýra. En fyrst málið fór í þennan farveg þá get ég ekki verið annað en ánægður með að ég var sýknaður af öllum ákæruatriðum sem snertu aðdragandann að hruninu. Það má auðvitað segja og ég segi það fullum fetum að Landsdómur sýknaði mig af þeim vanrækslusökum sem á mig voru bornar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Það sem ég var síðan sakfelldur fyrir, minniháttar atriði að því er dómurinn segir sjálfur, var ekki atriði sem var í rannsóknarskýrslunni. Þetta var eitthvað sem nefndin í þinginu kom með og lagði til. Þetta gat ekki verið stórmál. Aðalatriðið er það að það átti ekki að reyna að komast að hinu sanna í þessu máli með því að höfða refsimál. Það var krafist refsingar og fangelsis yfir mér en ég vann málið,“ segir Geir. Hefurðu fyrirgefið þessum stjórnmálamönnum sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur þér? „Margir þeirra, eða sumir þeirra skulum við segja, hafa rætt við mig, haft samband við mig að fyrra bragði og lýst vonbrigðum sínum með að hafa tekið þátt í þessu og beðið mig hreinlega afsökunar. Aðrir hafa viljað gera hreint fyrir sínum dyrum. Ég tek fullt mark á því. Að vísu eru ekkert allir sem hafa gert það en ég ætla ekkert að elta ólar við þetta og ætla ekkert að erfa þetta við fólk þangað til ég fer í gröfina.“Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einn þeirra þingmanna sem greiddi atkvæði með ákærunni. Hefur hún rætt þetta við þig? „Nei, hún hefur nú ekki gert það en kannski kemur að því. Ég var alltaf í góðu sambandi við hana og met hana mikils sem stjórnmálamann. Og tel að þetta fari vel af stað í núverandi ríkisstjórn,“ segir Geir. Hann segist hafa sett málið fyrir aftan sig. „Nú eru komin sex ár síðan dómurinn féll og maður getur ekki burðast með svona hluti í farteskinu alla ævi. Ég ætla ekki að gera það.“Sjá viðtalið við Geir í heild sinni hér fyrir neðan. Landsdómur Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Nokkrir þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi hafa sett sig í samband við hann og beðist afsökunar. Hann segist sjálfur hafa sett þetta mál fyrir aftan sig og ætlar ekki að burðast með það meira. Þetta segir Geir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í tilefni þess að tíu áru eru frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og bankahruninu. Þegar Alþingi samþykkti ákæru á hendur Geir var það í fyrsta sinn í réttarsögu Íslands sem lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm voru virkjuð og mál var höfðað af Alþingi vegna embættisfærslna ráðherra. Geir var „sýknaður af alvarlegustu brotunum, sem hann var borinn sökum um“ eins og segir orðrétt í dómi Landsdóms sem var kveðinn upp 23. apríl 2012. Hann var sakfelldur fyrir brot gegn 17. gr. stjórnarskrárinnar fyrir að halda ekki ríkisstjórnarfundi um vanda bankanna en sýknaður af öllu öðru. Þá var ríkissjóður dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins og þar með talin málsvarnarlaun Geirs. „Ég tel, burtséð frá sjálfum mér, að það hafi verið mikil mistök að ætla að gera upp hrunið með því að fara í sakamál við forsætisráðherra eða aðra ráðherra. Það voru miklu betri leiðir. Pólitískt sakamál þar sem ákærandinn eru pólitískir andstæðinar þínir á þingi kann ekki góðri lukku að stýra. En fyrst málið fór í þennan farveg þá get ég ekki verið annað en ánægður með að ég var sýknaður af öllum ákæruatriðum sem snertu aðdragandann að hruninu. Það má auðvitað segja og ég segi það fullum fetum að Landsdómur sýknaði mig af þeim vanrækslusökum sem á mig voru bornar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Það sem ég var síðan sakfelldur fyrir, minniháttar atriði að því er dómurinn segir sjálfur, var ekki atriði sem var í rannsóknarskýrslunni. Þetta var eitthvað sem nefndin í þinginu kom með og lagði til. Þetta gat ekki verið stórmál. Aðalatriðið er það að það átti ekki að reyna að komast að hinu sanna í þessu máli með því að höfða refsimál. Það var krafist refsingar og fangelsis yfir mér en ég vann málið,“ segir Geir. Hefurðu fyrirgefið þessum stjórnmálamönnum sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur þér? „Margir þeirra, eða sumir þeirra skulum við segja, hafa rætt við mig, haft samband við mig að fyrra bragði og lýst vonbrigðum sínum með að hafa tekið þátt í þessu og beðið mig hreinlega afsökunar. Aðrir hafa viljað gera hreint fyrir sínum dyrum. Ég tek fullt mark á því. Að vísu eru ekkert allir sem hafa gert það en ég ætla ekkert að elta ólar við þetta og ætla ekkert að erfa þetta við fólk þangað til ég fer í gröfina.“Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einn þeirra þingmanna sem greiddi atkvæði með ákærunni. Hefur hún rætt þetta við þig? „Nei, hún hefur nú ekki gert það en kannski kemur að því. Ég var alltaf í góðu sambandi við hana og met hana mikils sem stjórnmálamann. Og tel að þetta fari vel af stað í núverandi ríkisstjórn,“ segir Geir. Hann segist hafa sett málið fyrir aftan sig. „Nú eru komin sex ár síðan dómurinn féll og maður getur ekki burðast með svona hluti í farteskinu alla ævi. Ég ætla ekki að gera það.“Sjá viðtalið við Geir í heild sinni hér fyrir neðan.
Landsdómur Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“