Pétur: Held að Grindavík hafi vanmetið okkur Smári Jökull Jónsson í Röstinni skrifar 4. október 2018 21:13 Pétur Ingvarsson er þjálfari nýliða Blika. Vísir/Anton „Okkar leikur var þokkalegur, það gekk sumt upp sem við lögðum upp með og annað ekki. Þeir voru góðir þarna í lokin þegar við ætluðum að vera búnir að þreyta þá,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari nýliða Breiðabliks eftir tapið gegn Grindavík í Röstinni í kvöld. Blikar sýndu mikla baráttu og pressuðu heimamenn duglega sem skilaði þeim forystu allt fram í 4.leikhluta. „Við ætluðum að taka fast á móti þeim, spila hratt og reyna að koma þeim á óvart. Það tókst ágætlega framan af en þeir eru auðvitað með gott lið og þetta er góður heimavöllur,“ bætti Pétur við en það var fínasta mæting í Röstina í kvöld. Grindavík tryggði sigurinn með 16-0 áhlaupi undir lokin og kom mörgum á óvart að Pétur skyldi ekki taka leikhlé á þeim tímapunkti. Hefði hann ekki átt að gera það? „Ég skipti hratt inná og menn eru ekkert þreyttir. Þeir settu stóra þrista og auðvitað hefði maður kannski átt að taka leikhlé en ég gerði það ekki og þetta er niðurstaðan. Ég verð að lifa með því og reyna að læra eitthvað af þessu.“ Blikar leiddu löngum stundum í leiknum og komu eflaust mörgum á óvart með góðum leik. Pétur sagði þó ekkert vera breytt eftir leikinn í kvöld. „Það skiptir engu máli hvernig við töpum, ef við töpum öllum leikjum tæpt þá töpum við samt öllum leikjunum. Við eigum eftir að vinna leik í deildinni og erum enn með núll sigra, það hefur ekkert breyst frá einhverjum spám. Ég held að Grindavík hafi vanmetið okkur framan af og þess vegna hafi þetta litið svona út.“ Það voru ekki margir sem bjuggust við að Breiðablik myndi veita Grindvíkingum hörkuleik hér í kvöld en annað kom á daginn. Hvað taka þeir jákvætt með sér eftir leikinn í kvöld? „Það er í raun ekkert jákvætt og ekkert sérstaklega neikvætt. Við erum að reyna að bæta okkur og þetta var fyrsti leikurinn. Svo reynum við að lagfæra það sem illa fór í þessum leik og vera betur undirbúnir fyrir næsta leik, þarnæsta eða eftir jól eða hvernig sem það er. Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup,“ sagði Pétur að endingu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 95-86 | Torsóttur sigur Grindvíkinga gegn Blikum Grindvíkingar unnu seiglusigur á nýliðum Breiðabliks í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Kópavogsliðið leiddi löngum stundum í leiknum en heimamenn stigu upp undir lokin og tryggðu sér sigurinn eftir frábæran endasprett. 4. október 2018 22:15 Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira
„Okkar leikur var þokkalegur, það gekk sumt upp sem við lögðum upp með og annað ekki. Þeir voru góðir þarna í lokin þegar við ætluðum að vera búnir að þreyta þá,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari nýliða Breiðabliks eftir tapið gegn Grindavík í Röstinni í kvöld. Blikar sýndu mikla baráttu og pressuðu heimamenn duglega sem skilaði þeim forystu allt fram í 4.leikhluta. „Við ætluðum að taka fast á móti þeim, spila hratt og reyna að koma þeim á óvart. Það tókst ágætlega framan af en þeir eru auðvitað með gott lið og þetta er góður heimavöllur,“ bætti Pétur við en það var fínasta mæting í Röstina í kvöld. Grindavík tryggði sigurinn með 16-0 áhlaupi undir lokin og kom mörgum á óvart að Pétur skyldi ekki taka leikhlé á þeim tímapunkti. Hefði hann ekki átt að gera það? „Ég skipti hratt inná og menn eru ekkert þreyttir. Þeir settu stóra þrista og auðvitað hefði maður kannski átt að taka leikhlé en ég gerði það ekki og þetta er niðurstaðan. Ég verð að lifa með því og reyna að læra eitthvað af þessu.“ Blikar leiddu löngum stundum í leiknum og komu eflaust mörgum á óvart með góðum leik. Pétur sagði þó ekkert vera breytt eftir leikinn í kvöld. „Það skiptir engu máli hvernig við töpum, ef við töpum öllum leikjum tæpt þá töpum við samt öllum leikjunum. Við eigum eftir að vinna leik í deildinni og erum enn með núll sigra, það hefur ekkert breyst frá einhverjum spám. Ég held að Grindavík hafi vanmetið okkur framan af og þess vegna hafi þetta litið svona út.“ Það voru ekki margir sem bjuggust við að Breiðablik myndi veita Grindvíkingum hörkuleik hér í kvöld en annað kom á daginn. Hvað taka þeir jákvætt með sér eftir leikinn í kvöld? „Það er í raun ekkert jákvætt og ekkert sérstaklega neikvætt. Við erum að reyna að bæta okkur og þetta var fyrsti leikurinn. Svo reynum við að lagfæra það sem illa fór í þessum leik og vera betur undirbúnir fyrir næsta leik, þarnæsta eða eftir jól eða hvernig sem það er. Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup,“ sagði Pétur að endingu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 95-86 | Torsóttur sigur Grindvíkinga gegn Blikum Grindvíkingar unnu seiglusigur á nýliðum Breiðabliks í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Kópavogsliðið leiddi löngum stundum í leiknum en heimamenn stigu upp undir lokin og tryggðu sér sigurinn eftir frábæran endasprett. 4. október 2018 22:15 Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 95-86 | Torsóttur sigur Grindvíkinga gegn Blikum Grindvíkingar unnu seiglusigur á nýliðum Breiðabliks í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Kópavogsliðið leiddi löngum stundum í leiknum en heimamenn stigu upp undir lokin og tryggðu sér sigurinn eftir frábæran endasprett. 4. október 2018 22:15