Vonast eftir kraftaverki til að geta áfram keyrt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. október 2018 07:00 Ferðaþjónusta fatlaðra verður áfram þjónustuð en gjaldþrot gæti þýtt smávægilegt rask. Mynd úr safni. Fréttablaðið/Anton Brink „Þeir eru að keyra áfram og ég held að þetta komi ekki til með að trufla neitt stórkostlega aksturinn hjá okkur. Það er ákveðin varaáætlun sem við erum að skoða ef til kemur,“ segir Erlendur Pálsson, sviðstjóri akstursþjónustu Strætó. Á miðvikudag var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur gjaldþrotabeiðni Tollstjóra vegna vangreiddra opinberra gjalda akstursfyrirtækisins Prime Tours ehf. Fyrirtækið er einn af undirverktökum Strætó og sinnir meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi fyrst frá yfirvofandi gjaldþroti fyrirtækisins á þriðjudag. Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, segir að beiðnin hafi verið tekin fyrir en beðið sé eftir að skipaður verði skiptastjóri sem ákveða muni örlög félagsins. Áfram verði þó ekið, þar sem starfsfólk hafi einhent sér í að halda áfram að vinna. „Starfsfólkið ákvað upp á sitt eindæmi að ef ég myndi skaffa olíu og tæki þá myndi það vinna eins lengi og mögulegt er við að þjónusta ferðaþjónustu fatlaðra. Nú skilst mér að beðið sé eftir að skipa skiptastjóra sem mun ákveða hvort þetta verði rekið áfram eða hann loki þessu.“ Hjörleifur segir reksturinn í dag mjög góðan en glíman við skuldavandann, sem rekja megi til fyrrverandi framkvæmdastjóra, hafi reynst þeim um megn. „Fyrirtækið í dag er rekið með góðum hagnaði, við erum að þjónusta túrista líka samhliða þessu, það hefur verið drifkrafturinn í þessu. Maður vonast bara eftir kraftaverki. Það er skelfilegt að vera í þessari aðstöðu að bregðast starfsfólkinu,“ segir Hjörleifur og bætir við að það sé í raun sorglegt hversu lítið þurfti í stóra samhenginu til að halda rekstrinum áfram. 50 milljónir til að gera upp við kröfuhafa, halda áfram og vinna úr restinni á einu ári. „En það virðist enginn áhugi hjá fjárfestum að fjárfesta í ferðaþjónustu fatlaðra.“ Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, tekur undir með Erlendi að fyrirtækið sé tilbúið fyrir gjaldþrot Prime Tours, og að fylgst verði með þróun mála hjá þeim. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Þeir eru að keyra áfram og ég held að þetta komi ekki til með að trufla neitt stórkostlega aksturinn hjá okkur. Það er ákveðin varaáætlun sem við erum að skoða ef til kemur,“ segir Erlendur Pálsson, sviðstjóri akstursþjónustu Strætó. Á miðvikudag var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur gjaldþrotabeiðni Tollstjóra vegna vangreiddra opinberra gjalda akstursfyrirtækisins Prime Tours ehf. Fyrirtækið er einn af undirverktökum Strætó og sinnir meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi fyrst frá yfirvofandi gjaldþroti fyrirtækisins á þriðjudag. Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, segir að beiðnin hafi verið tekin fyrir en beðið sé eftir að skipaður verði skiptastjóri sem ákveða muni örlög félagsins. Áfram verði þó ekið, þar sem starfsfólk hafi einhent sér í að halda áfram að vinna. „Starfsfólkið ákvað upp á sitt eindæmi að ef ég myndi skaffa olíu og tæki þá myndi það vinna eins lengi og mögulegt er við að þjónusta ferðaþjónustu fatlaðra. Nú skilst mér að beðið sé eftir að skipa skiptastjóra sem mun ákveða hvort þetta verði rekið áfram eða hann loki þessu.“ Hjörleifur segir reksturinn í dag mjög góðan en glíman við skuldavandann, sem rekja megi til fyrrverandi framkvæmdastjóra, hafi reynst þeim um megn. „Fyrirtækið í dag er rekið með góðum hagnaði, við erum að þjónusta túrista líka samhliða þessu, það hefur verið drifkrafturinn í þessu. Maður vonast bara eftir kraftaverki. Það er skelfilegt að vera í þessari aðstöðu að bregðast starfsfólkinu,“ segir Hjörleifur og bætir við að það sé í raun sorglegt hversu lítið þurfti í stóra samhenginu til að halda rekstrinum áfram. 50 milljónir til að gera upp við kröfuhafa, halda áfram og vinna úr restinni á einu ári. „En það virðist enginn áhugi hjá fjárfestum að fjárfesta í ferðaþjónustu fatlaðra.“ Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, tekur undir með Erlendi að fyrirtækið sé tilbúið fyrir gjaldþrot Prime Tours, og að fylgst verði með þróun mála hjá þeim.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira