Hrókeringar í utanríkisþjónustunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2018 16:32 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Getty Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni á næsta ári. Var ákvörðun utanríkisráðherra tilkynnt starfsmönnum ráðuneytisins í morgun. Í frétt á vef stjórnarráðsins segir að um sé að ræða breytingar á sjö sendiskrifstofum. Þær feli ekki í sér skipun nýrra sendiherra heldur er eingöngu um flutninga núverandi sendiherra að ræða. Geir H. Haarde, sendiherra í Bandaríkjunum, lætur af störfum í utanríkisþjónustunni 1. júlí 2019 og tekur sæti aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, eins og áður hefur verið greint frá. Bergdís Ellertsdóttir, sem verið hefur fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, tekur við stöðu sendiherra í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Sendiherrastóllinn í Washington að losna Þá verður Helga Hauksdóttir, sem nú er skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sendiherra í Danmörku og María Erla Marelsdóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, verður sendiherra í Þýskalandi. Jörundur Valtýsson mun að sama skapi taka við stöðu fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum en hann hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hermann Ingólfsson, sendiherra í Noregi, verður fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu og tekur Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra, við sem sendiherra Íslands í Noregi. Benedikt Jónsson, sendiherra, Martin Eyjólfsson, sendiherra, og Anna Jóhannsdóttir, sendiherra, munu þá koma að utan til starfa í ráðuneytinu á sama tíma. Breytingarnar miðast við 1. ágúst 2019 en „venju samkvæmt eru breytingar á skipan forstöðumanna sendiskrifstofa tilkynntar með fyrirvara um samþykki viðkomandi gistiríkis,“ eins og segir á vef stjórnarráðsins. Stj.mál Stjórnsýsla Utanríkismál Tengdar fréttir Sendiherrastóllinn í Washington að losna Geir H. Haarde hættir sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum næsta sumar. 5. október 2018 15:49 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni á næsta ári. Var ákvörðun utanríkisráðherra tilkynnt starfsmönnum ráðuneytisins í morgun. Í frétt á vef stjórnarráðsins segir að um sé að ræða breytingar á sjö sendiskrifstofum. Þær feli ekki í sér skipun nýrra sendiherra heldur er eingöngu um flutninga núverandi sendiherra að ræða. Geir H. Haarde, sendiherra í Bandaríkjunum, lætur af störfum í utanríkisþjónustunni 1. júlí 2019 og tekur sæti aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, eins og áður hefur verið greint frá. Bergdís Ellertsdóttir, sem verið hefur fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, tekur við stöðu sendiherra í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Sendiherrastóllinn í Washington að losna Þá verður Helga Hauksdóttir, sem nú er skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sendiherra í Danmörku og María Erla Marelsdóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, verður sendiherra í Þýskalandi. Jörundur Valtýsson mun að sama skapi taka við stöðu fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum en hann hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hermann Ingólfsson, sendiherra í Noregi, verður fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu og tekur Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra, við sem sendiherra Íslands í Noregi. Benedikt Jónsson, sendiherra, Martin Eyjólfsson, sendiherra, og Anna Jóhannsdóttir, sendiherra, munu þá koma að utan til starfa í ráðuneytinu á sama tíma. Breytingarnar miðast við 1. ágúst 2019 en „venju samkvæmt eru breytingar á skipan forstöðumanna sendiskrifstofa tilkynntar með fyrirvara um samþykki viðkomandi gistiríkis,“ eins og segir á vef stjórnarráðsins.
Stj.mál Stjórnsýsla Utanríkismál Tengdar fréttir Sendiherrastóllinn í Washington að losna Geir H. Haarde hættir sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum næsta sumar. 5. október 2018 15:49 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Sendiherrastóllinn í Washington að losna Geir H. Haarde hættir sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum næsta sumar. 5. október 2018 15:49