Handbolti

Fyrrum landsliðsmarkvörður í FH

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristófer Fannar handsalar samninginn.
Kristófer Fannar handsalar samninginn. vísir/skjáskot
Silfurliðið frá síðustu leiktíð í Olís-deild karla, FH, hefur bætt við sig markverði en Kristófer Fannar Guðmundsson er genginn í raðir FH.

Kristófer var meiddur síðastsa vetur og lék þar af leiðandi engan handbolta en hann var síðast á mála hjá Aftureldingu og þar áður ÍR. Kristófer á að baki einn A-landsleik, vináttuleik gegn Austurríki.

Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, var ánægður með að fá Kristófer og sagði að Birkir Fannar Birkisson, annar markvörður FH, hafi verið að glíma við meiðsli í upphafi leiktíðar.

„Það er frábært að fá Kristó til liðs við FH, hann kemur með handboltaleg gæði inní hópinn, sterkur karakter og með mikla reynslu. Birkir hefur verið að glíma vð meiðsli þannig að það er gott að geta leitað til Kristófers og fá hann inn með Lazar.”

„Síðan þegar Birkir verður búinn að jafna sig verður bara hörku samkeppni um markvarðarstöðuna hjá FH sem er jákvætt því auk Birkis, Lazar og Kristó eigum við Sigurð Dan U-18 ára landsliðsmarkvörð sem við lítum svo sannarlega til líka.”

FH er með fimm stig eftir fyrstu þrjá leikina í Olís-deildinni og mæta Stjörnumönnum á sunnudagskvöldið í Kaplakrika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×