Verðum að spila betur á lengri köflum Hjörvar Ólafsson skrifar 6. október 2018 09:00 Erik Hamrén er þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Fréttablaðið/Ernir Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir til leiks eftir erfiða daga í frumraun sinni í Þjóðadeild UEFA þegar liðið leikur tvo leiki, annars vegar vináttulandsleik gegn heimsmeisturum Frakklands í Guingamp 11. október og hins vegar þriðja leik sinn í Þjóðadeildinni gegn Sviss 15. október. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var borubrattur þegar hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi í gær, en tilkoma nokkurra lykilleikmanna aftur í liðið vekur líklega von í brjósti hans, auk þess sem frammistaðan gegn Belgíu í öðrum leik Þjóðadeildarinnar var betri en í leiknum gegn Sviss. „Ég hef notað tímann frá síðustu leikjum til þess að greina leikina gegn Sviss og Belgíu og hef sent leikmönnum liðsins klippur úr leikjunum með athugasemdum um það hvað betur má fara,“ segir Hamrén í samtali við Fréttablaðið. „Við munum mæta öflugum andstæðingum, líkt og við gerðum síðast, og meginmarkmið okkar er að bæta leik okkar og spila lengri góða kafla en við gerðum í leikjunum gegn Sviss og Belgíu. Við bættum okkur vissulega á milli leikja og leikurinn við Belgíu var mun betri en skellurinn í Sviss. Við þurfum hins vegar að fækka mistökum okkar, halda einbeitingu okkar allan tímann og ná betri heildarframmistöðu í leikjunum sem fram undan eru. Ég lærði mikið af leikjunum í september og leikmenn kynntust mér líka. Við munum nýta tímann vel fram að komandi leikjum og freista þess að koma áherslum okkar í gegn. Meginmarkmiðið er svo að komast í lokakeppni EM 2020,“ sagði Svíinn enn fremur. „Mér finnst ólíklegt að við munum breyta um leikkerfi í þessum leikjum, en ég hef lungann úr mínum þjálfaraferli spilað með fjögurra manna varnarlínu. Það er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að við leikum með þriggja manna varnarlínu á einhverjum tímapunkti í Frakkaleiknum þó svo að mér finnist það ólíklegt,“ segir þjálfarinn um komandi verkefni. „Það er gott að vita af Arnóri [Sigurðssyni] og þróuninni á ferli hans. Ég tók eftir þessum leikmanni þegar hann var að spila í Svíþjóð áður en ég tók við íslenska landsliðinu og ég þekki hann vel. Eins og ég sagði um Albert [Guðmundsson] fyrir síðasta verkefni finnst mér hins vegar mikilvægara að Arnór spili allan tímann með U-21 árs landsliðinu gegn Spáni og Norður-Írlandi en nokkrar mínútur með okkur,“ segir Hamrén um Arnór og aðra unga og efnilega íslenska leikmenn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira
Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir til leiks eftir erfiða daga í frumraun sinni í Þjóðadeild UEFA þegar liðið leikur tvo leiki, annars vegar vináttulandsleik gegn heimsmeisturum Frakklands í Guingamp 11. október og hins vegar þriðja leik sinn í Þjóðadeildinni gegn Sviss 15. október. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var borubrattur þegar hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi í gær, en tilkoma nokkurra lykilleikmanna aftur í liðið vekur líklega von í brjósti hans, auk þess sem frammistaðan gegn Belgíu í öðrum leik Þjóðadeildarinnar var betri en í leiknum gegn Sviss. „Ég hef notað tímann frá síðustu leikjum til þess að greina leikina gegn Sviss og Belgíu og hef sent leikmönnum liðsins klippur úr leikjunum með athugasemdum um það hvað betur má fara,“ segir Hamrén í samtali við Fréttablaðið. „Við munum mæta öflugum andstæðingum, líkt og við gerðum síðast, og meginmarkmið okkar er að bæta leik okkar og spila lengri góða kafla en við gerðum í leikjunum gegn Sviss og Belgíu. Við bættum okkur vissulega á milli leikja og leikurinn við Belgíu var mun betri en skellurinn í Sviss. Við þurfum hins vegar að fækka mistökum okkar, halda einbeitingu okkar allan tímann og ná betri heildarframmistöðu í leikjunum sem fram undan eru. Ég lærði mikið af leikjunum í september og leikmenn kynntust mér líka. Við munum nýta tímann vel fram að komandi leikjum og freista þess að koma áherslum okkar í gegn. Meginmarkmiðið er svo að komast í lokakeppni EM 2020,“ sagði Svíinn enn fremur. „Mér finnst ólíklegt að við munum breyta um leikkerfi í þessum leikjum, en ég hef lungann úr mínum þjálfaraferli spilað með fjögurra manna varnarlínu. Það er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að við leikum með þriggja manna varnarlínu á einhverjum tímapunkti í Frakkaleiknum þó svo að mér finnist það ólíklegt,“ segir þjálfarinn um komandi verkefni. „Það er gott að vita af Arnóri [Sigurðssyni] og þróuninni á ferli hans. Ég tók eftir þessum leikmanni þegar hann var að spila í Svíþjóð áður en ég tók við íslenska landsliðinu og ég þekki hann vel. Eins og ég sagði um Albert [Guðmundsson] fyrir síðasta verkefni finnst mér hins vegar mikilvægara að Arnór spili allan tímann með U-21 árs landsliðinu gegn Spáni og Norður-Írlandi en nokkrar mínútur með okkur,“ segir Hamrén um Arnór og aðra unga og efnilega íslenska leikmenn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira