Fátæku börnin í Reykjavíkurborg Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. október 2018 07:30 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. „Í Breiðholti hefur fátækt fólk einangrast. Í Reykjavík ættu engin börn að þurfa að lifa undir fátæktarmörkum,“ segir borgarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir. Hún fékk þau svör við fyrirspurn sinni að nærri fimm hundruð börn tilheyra fjölskyldum sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu í Reykjavík. En alls nemur heildarfjöldi barna þeirra sem fá fjárhagsaðstoð af einhverju tagi frá borginni nær átta hundruðum. Tæp 28 prósent þessara barna búa í Breiðholti. Kolbrún segir borgarmeirihlutanum hafa mistekist að koma á félagslegri blöndun. Kolbrún lagði í júlí fram fyrirspurn um hversu mörg börn í Reykjavík búi undir fátæktarmörkum, þ.e. framfærsluviðmiði velferðarráðuneytis. Í svari Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, eru tölur fyrir tímabilið janúar til maí 2018. Á því tímabili voru börn þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu samtals 489, eða tæp tvö prósent allra barna 17 ára og yngri í Reykjavík. Heildarfjöldi barna þeirra sem fá fjárhagsaðstoð af einhverju tagi frá borginni, að meðtöldum þeim sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu, var samtals 784. Fjárhagsaðstoð til framfærslu getur verið allt að 189.875 krónur fyrir einstakling og 284.813 krónur á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð. Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna samkvæmt upplýsingum af vef borgarinnar. Framfærsluviðmið velferðarráðuneytisins gera hins vegar ráð fyrir að einstætt foreldri með eitt barn á framfæri í leikskóla þurfi 302 þúsund krónur á mánuði. Er þá ekki tekinn með húsnæðiskostnaður sem Regína gerir í svari sínu ráð fyrir að sé að lágmarki 100 þúsund krónur til viðbótar að teknu tilliti til húsnæðisbóta. Sviðsstjórinn gerir ráð fyrir því að fleiri reykvísk börn en þeirra foreldra sem fá fjárhagsaðstoð frá borginni séu undir fátæktarviðmiðum. Skýrsla UNICEF frá 2016 áætlaði að 9,1 prósent barna liði skort árið 2014. Fulltrúar meirihlutans í borgarráði boða stofnun stýrihóps til að móta aðgerðir borgarinnar gegn fátækt, en um áramót er að vænta niðurstöðu greiningar sem velferðarráð óskaði eftir á síðasta kjörtímabili um fjölda barna sem búa við fátækt í borginni. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
„Í Breiðholti hefur fátækt fólk einangrast. Í Reykjavík ættu engin börn að þurfa að lifa undir fátæktarmörkum,“ segir borgarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir. Hún fékk þau svör við fyrirspurn sinni að nærri fimm hundruð börn tilheyra fjölskyldum sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu í Reykjavík. En alls nemur heildarfjöldi barna þeirra sem fá fjárhagsaðstoð af einhverju tagi frá borginni nær átta hundruðum. Tæp 28 prósent þessara barna búa í Breiðholti. Kolbrún segir borgarmeirihlutanum hafa mistekist að koma á félagslegri blöndun. Kolbrún lagði í júlí fram fyrirspurn um hversu mörg börn í Reykjavík búi undir fátæktarmörkum, þ.e. framfærsluviðmiði velferðarráðuneytis. Í svari Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, eru tölur fyrir tímabilið janúar til maí 2018. Á því tímabili voru börn þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu samtals 489, eða tæp tvö prósent allra barna 17 ára og yngri í Reykjavík. Heildarfjöldi barna þeirra sem fá fjárhagsaðstoð af einhverju tagi frá borginni, að meðtöldum þeim sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu, var samtals 784. Fjárhagsaðstoð til framfærslu getur verið allt að 189.875 krónur fyrir einstakling og 284.813 krónur á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð. Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna samkvæmt upplýsingum af vef borgarinnar. Framfærsluviðmið velferðarráðuneytisins gera hins vegar ráð fyrir að einstætt foreldri með eitt barn á framfæri í leikskóla þurfi 302 þúsund krónur á mánuði. Er þá ekki tekinn með húsnæðiskostnaður sem Regína gerir í svari sínu ráð fyrir að sé að lágmarki 100 þúsund krónur til viðbótar að teknu tilliti til húsnæðisbóta. Sviðsstjórinn gerir ráð fyrir því að fleiri reykvísk börn en þeirra foreldra sem fá fjárhagsaðstoð frá borginni séu undir fátæktarviðmiðum. Skýrsla UNICEF frá 2016 áætlaði að 9,1 prósent barna liði skort árið 2014. Fulltrúar meirihlutans í borgarráði boða stofnun stýrihóps til að móta aðgerðir borgarinnar gegn fátækt, en um áramót er að vænta niðurstöðu greiningar sem velferðarráð óskaði eftir á síðasta kjörtímabili um fjölda barna sem búa við fátækt í borginni.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira