Kvensendiherrar í fyrsta sinn í meirihluta í tvíhliða sendiráðum Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. október 2018 14:51 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi breytingarnar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. Næsta sumar munu konur í fyrsta sinn verða í meirihluta sendiherra í tvíhliða sendiráðum Íslands. Þessar hrókeringar koma í kjölfar skipunar Geirs H. Haarde í stjórn Alþjóðabankans. Geir hafði áður gegnt embætti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi frá þessum breytingum í Víglínu Stöðvar 2 í dag, hvar hann var gestur Heimis Más Péturssonar. Í viðtalinu sagði Guðlaugur konur vera að sækja í sig veðrið í utanríkisþjónustu Íslands og sagði kynjahlutföllin á því sviði vera að jafnast út. Í fyrsta skipti séu sendiherrar Íslands í Washington, Berlín og Kaupmannahöfn allt konur. Benti Guðlaugur í því samhengi á að ekki væri langt síðan Sigríður Snævarr var skipuð sendiherra fyrst allra íslenskra kvenna. Hún var sendiherra Íslands í Svíþjóð á árunum 1991 til 1996. Guðlaugur sagði það vera tímanna tákn að í fyrsta sinn yrðu fleiri kvensendiherrar en karlar í tvíhliða sendiráðum Íslands. „Þetta er auðvitað í samræmi við þær jafnréttisáherslur sem við erum með í utanríkisstefnu okkar Íslendinga.“ Víglínuna má sjá í heild sinni hér að neðan. Þar ræða þeir Guðlaugur og Heimir meðal annars um skipan Geirs H. Haarde í stjórn Alþjóðabankans og hvort sú skipan hafi verið 10 ára afmælisgjöf, en í dag eru 10 ár frá því Geir bað Guð að blessa Ísland í dramatísku ávarpi til íslensku þjóðarinnar. Innlent Utanríkismál Víglínan Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Næsta sumar munu konur í fyrsta sinn verða í meirihluta sendiherra í tvíhliða sendiráðum Íslands. Þessar hrókeringar koma í kjölfar skipunar Geirs H. Haarde í stjórn Alþjóðabankans. Geir hafði áður gegnt embætti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi frá þessum breytingum í Víglínu Stöðvar 2 í dag, hvar hann var gestur Heimis Más Péturssonar. Í viðtalinu sagði Guðlaugur konur vera að sækja í sig veðrið í utanríkisþjónustu Íslands og sagði kynjahlutföllin á því sviði vera að jafnast út. Í fyrsta skipti séu sendiherrar Íslands í Washington, Berlín og Kaupmannahöfn allt konur. Benti Guðlaugur í því samhengi á að ekki væri langt síðan Sigríður Snævarr var skipuð sendiherra fyrst allra íslenskra kvenna. Hún var sendiherra Íslands í Svíþjóð á árunum 1991 til 1996. Guðlaugur sagði það vera tímanna tákn að í fyrsta sinn yrðu fleiri kvensendiherrar en karlar í tvíhliða sendiráðum Íslands. „Þetta er auðvitað í samræmi við þær jafnréttisáherslur sem við erum með í utanríkisstefnu okkar Íslendinga.“ Víglínuna má sjá í heild sinni hér að neðan. Þar ræða þeir Guðlaugur og Heimir meðal annars um skipan Geirs H. Haarde í stjórn Alþjóðabankans og hvort sú skipan hafi verið 10 ára afmælisgjöf, en í dag eru 10 ár frá því Geir bað Guð að blessa Ísland í dramatísku ávarpi til íslensku þjóðarinnar.
Innlent Utanríkismál Víglínan Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira