Gylfi fyllti fimm tugina með draumamarki Ingvar Þór Björnsson skrifar 8. október 2018 07:00 Markasafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er sennilega álíka tilkomumikið og skartgripasafn Bretadrottningar. Vísir/Getty Markasafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er sennilega álíka tilkomumikið og skartgripasafn Bretadrottningar. Og hann bætti enn einu djásninu í safnið þegar hann skoraði sigurmark Everton gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Þegar 13 mínútur voru til leiksloka, í stöðunni 1-1, fékk Gylfi boltann á miðjum vallarhelmingi Leicester. Hann sneri laglega á James Maddison og lét síðan vaða af löngu færi. Gullfóturinn brást ekki og boltinn söng í skeytunum fjær. Þetta var nítjánda markið sem Gylfi skorar með skoti fyrir utan vítateig síðan hann byrjaði að spila í ensku úrvalsdeildinni. Á þeim tíma hefur enginn skorað fleiri mörk fyrir utan teig en hann. „Þetta er klárlega eitt af mínum bestu mörkum. Það kom á mikilvægum tíma. Þetta var mjög gott mark sem ég er hæstánægður með,“ sagði Gylfi eftir sigurinn á King Power-vellinum. Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hrósaði Gylfa í hástert eftir leikinn á laugardaginn. „Þetta var stórkostlegt augnablik hjá Gylfa. Hann skoraði og sýndi hversu góður hann er í svona stöðum. Skotið var frábært. Markið tryggði okkur sigur sem mér fannst við eiga skilið,“ sagði portúgalski stjórinn. „Ég veit hversu góður Gylfi er. Það er gott ef þú getur búið til leikstíl sem hentar leikmönnum eins og honum. Hann leggur hart að sér og undirbýr sig á hverjum degi til að geta spilað af þessum krafti. Þetta snýst ekki bara um það sem hann gerir með boltann heldur einnig hvað hann gerir og hvernig hann vinnur þegar við erum ekki með hann.“ Markið á móti Leicester var fimmtugasta mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni. Hann er annar Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 55 mörk í ensku úrvalsdeildinni; 54 fyrir Chelsea og eitt fyrir Tottenham. Miðað við hvernig Gylfi hefur byrjað tímabilið verður þess ekki langt að bíða að hann slái met Eiðs Smára. Gylfi hefur nú þegar skorað fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni, jafn mörg og hann gerði á síðasta tímabili. Gylfi hefur alls skorað átta mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Everton, jafn mörg og hann gerði fyrir Tottenham á árunum 2012-14. Meðan hann lék með Swansea City (2012 og 2014-17) skoraði Gylfi 34 mörk. Hann er markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni auk þess að vera sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir liðið (29.). Gylfi hefur í heildina gefið 37 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Í 217 leikjum í þessari erfiðu deild hefur hann því komið með beinum hætti að 87 mörkum. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira
Markasafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er sennilega álíka tilkomumikið og skartgripasafn Bretadrottningar. Og hann bætti enn einu djásninu í safnið þegar hann skoraði sigurmark Everton gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Þegar 13 mínútur voru til leiksloka, í stöðunni 1-1, fékk Gylfi boltann á miðjum vallarhelmingi Leicester. Hann sneri laglega á James Maddison og lét síðan vaða af löngu færi. Gullfóturinn brást ekki og boltinn söng í skeytunum fjær. Þetta var nítjánda markið sem Gylfi skorar með skoti fyrir utan vítateig síðan hann byrjaði að spila í ensku úrvalsdeildinni. Á þeim tíma hefur enginn skorað fleiri mörk fyrir utan teig en hann. „Þetta er klárlega eitt af mínum bestu mörkum. Það kom á mikilvægum tíma. Þetta var mjög gott mark sem ég er hæstánægður með,“ sagði Gylfi eftir sigurinn á King Power-vellinum. Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hrósaði Gylfa í hástert eftir leikinn á laugardaginn. „Þetta var stórkostlegt augnablik hjá Gylfa. Hann skoraði og sýndi hversu góður hann er í svona stöðum. Skotið var frábært. Markið tryggði okkur sigur sem mér fannst við eiga skilið,“ sagði portúgalski stjórinn. „Ég veit hversu góður Gylfi er. Það er gott ef þú getur búið til leikstíl sem hentar leikmönnum eins og honum. Hann leggur hart að sér og undirbýr sig á hverjum degi til að geta spilað af þessum krafti. Þetta snýst ekki bara um það sem hann gerir með boltann heldur einnig hvað hann gerir og hvernig hann vinnur þegar við erum ekki með hann.“ Markið á móti Leicester var fimmtugasta mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni. Hann er annar Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 55 mörk í ensku úrvalsdeildinni; 54 fyrir Chelsea og eitt fyrir Tottenham. Miðað við hvernig Gylfi hefur byrjað tímabilið verður þess ekki langt að bíða að hann slái met Eiðs Smára. Gylfi hefur nú þegar skorað fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni, jafn mörg og hann gerði á síðasta tímabili. Gylfi hefur alls skorað átta mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Everton, jafn mörg og hann gerði fyrir Tottenham á árunum 2012-14. Meðan hann lék með Swansea City (2012 og 2014-17) skoraði Gylfi 34 mörk. Hann er markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni auk þess að vera sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir liðið (29.). Gylfi hefur í heildina gefið 37 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Í 217 leikjum í þessari erfiðu deild hefur hann því komið með beinum hætti að 87 mörkum.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira