Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. október 2018 06:30 Hliðarmarkmið Parísarsamningsins er orðið meginstef baráttunnar við loftslagsbreytingar. Vísir/Getty LOFTSLAGSMÁL Aðeins með því að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður verður hægt að koma í veg fyrir meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum Jarðar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í sérstakri skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) sem kynnt var í Incheon í Suður-Kóreu í nótt. Skýrslan tekur mið af því markmiði sem 195 ríki heims sammæltust um í tengslum við Parísarsamkomulagið um að freista þess að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Niðurstaða skýrslunnar, sem verið hefur til umræðu í Incheon síðustu daga, er sú að núverandi áherslur og markmið þjóðríkjanna í loftslagsmálum ganga engan veginn nógu langt til að ná því markmiði. Núverandi staða muni þvert á móti leiða til 3 gráðu hækkunar. Í skýrslunni kemur fram að hægt sé að ná 1,5 gráðu markmiðinu, svo lengi sem orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti og í vistvæna orkugjafa sé flýtt samhliða aukinni áherslu á nýja orkusparandi tækni. Vísindamenn IPCC tíunda nokkrar mismunandi leiðir í átt að markmiðinu, en flestar gera ráð fyrir því að hækkunin muni á einherjum tímapunkti fara yfir 1,5 gráður. Fulltrúar nokkurra ríkja, þar á meðal Evrópusambandsins, ítrekuðu í Incheon að nauðsynlegt væri að forðast með öllu að hitastig hækkaði umfram 1,5 gráður, jafnvel tímabundið. Slíkt myndi valda hættu á bleikingu í flestum kóralrifjum Jarðar. Hækkun um 2 gráður setur öll kóralrif í hættu. „Hálfur milljarður manna byggir lífsviðurværi sitt með beinum eða óbeinum hætti á kóralrifjum, því tekur eyðing þeirra ekki aðeins til glötunar fjölbreyttra vistkerfa,“ segir í athugasemd ESB við drög að skýrslu IPCC. „Leiðarvísir að 1,5 gráðu markmiðinu má ekki gera ráð fyrir tímabundinni umframhækkun.“ Markmiðið um 1,5 gráðu hækkun hitastigs er metnaðarfyllsta, og um leið umdeildasta, ákvæði Parísarsamkomulagsins sem samþykkt voru í Frakklandi í desember 2015. Fyrst og fremst voru það litlar eyþjóðir sem börðust fyrir ákvæðinu. Í dag er markmiðið hins vegar orðið að meginstefi í samkomulaginu, enda finna þjóðir heims nú fyrir áhrifum loftslagsbreytinga þegar hækkunin nemur aðeins 1,1 gráðu. „Þau vísindi sem finna má í skýrslu IPCC um 1,5 gráðu markmiðið tala sínu máli. Að halda hlýnun undir 1,5 gráðum er nú fyrst og fremst spurning um pólitískan vilja,“ sagði Payal Parekh, verkefnastjóri hjá umhverfissamtökunum 350.org. „Það er einfaldlega ekki valmöguleiki lengur að stinga höfðinu í sandinn.“ „Því miður er það svo að við nálgumst nú hratt 1,5 gráðu hækkun hitastigs, og fátt gefur til kynna að það muni breytast,“ sagði Elena Manaenkova, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. „Á síðustu 20 árum hafa hnattræn hitamet verið slegin 18 sinnum.“ kjartanh@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
LOFTSLAGSMÁL Aðeins með því að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður verður hægt að koma í veg fyrir meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum Jarðar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í sérstakri skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) sem kynnt var í Incheon í Suður-Kóreu í nótt. Skýrslan tekur mið af því markmiði sem 195 ríki heims sammæltust um í tengslum við Parísarsamkomulagið um að freista þess að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Niðurstaða skýrslunnar, sem verið hefur til umræðu í Incheon síðustu daga, er sú að núverandi áherslur og markmið þjóðríkjanna í loftslagsmálum ganga engan veginn nógu langt til að ná því markmiði. Núverandi staða muni þvert á móti leiða til 3 gráðu hækkunar. Í skýrslunni kemur fram að hægt sé að ná 1,5 gráðu markmiðinu, svo lengi sem orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti og í vistvæna orkugjafa sé flýtt samhliða aukinni áherslu á nýja orkusparandi tækni. Vísindamenn IPCC tíunda nokkrar mismunandi leiðir í átt að markmiðinu, en flestar gera ráð fyrir því að hækkunin muni á einherjum tímapunkti fara yfir 1,5 gráður. Fulltrúar nokkurra ríkja, þar á meðal Evrópusambandsins, ítrekuðu í Incheon að nauðsynlegt væri að forðast með öllu að hitastig hækkaði umfram 1,5 gráður, jafnvel tímabundið. Slíkt myndi valda hættu á bleikingu í flestum kóralrifjum Jarðar. Hækkun um 2 gráður setur öll kóralrif í hættu. „Hálfur milljarður manna byggir lífsviðurværi sitt með beinum eða óbeinum hætti á kóralrifjum, því tekur eyðing þeirra ekki aðeins til glötunar fjölbreyttra vistkerfa,“ segir í athugasemd ESB við drög að skýrslu IPCC. „Leiðarvísir að 1,5 gráðu markmiðinu má ekki gera ráð fyrir tímabundinni umframhækkun.“ Markmiðið um 1,5 gráðu hækkun hitastigs er metnaðarfyllsta, og um leið umdeildasta, ákvæði Parísarsamkomulagsins sem samþykkt voru í Frakklandi í desember 2015. Fyrst og fremst voru það litlar eyþjóðir sem börðust fyrir ákvæðinu. Í dag er markmiðið hins vegar orðið að meginstefi í samkomulaginu, enda finna þjóðir heims nú fyrir áhrifum loftslagsbreytinga þegar hækkunin nemur aðeins 1,1 gráðu. „Þau vísindi sem finna má í skýrslu IPCC um 1,5 gráðu markmiðið tala sínu máli. Að halda hlýnun undir 1,5 gráðum er nú fyrst og fremst spurning um pólitískan vilja,“ sagði Payal Parekh, verkefnastjóri hjá umhverfissamtökunum 350.org. „Það er einfaldlega ekki valmöguleiki lengur að stinga höfðinu í sandinn.“ „Því miður er það svo að við nálgumst nú hratt 1,5 gráðu hækkun hitastigs, og fátt gefur til kynna að það muni breytast,“ sagði Elena Manaenkova, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. „Á síðustu 20 árum hafa hnattræn hitamet verið slegin 18 sinnum.“ kjartanh@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira