Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuð Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2018 08:45 Mótmælendur krefjast þess að Asia Bibi verði hengd. Vísir/EPA Pakistanskir íslamistar hafa hótað því að afleiðingarnar verði „hræðilegar“ ef kristinni konu sem dæmd var til dauða fyrir guðlast verður sýnd miskunn. Áfrýjun konunnar á dómnum verður tekin fyrir í hæstarétti landsins í dag. Asia Bibi er fjögurra barna móðir sem var dæmd til dauða fyrir að hafa talað illa um íslam eftir ströngum guðlastslögum Pakistan árið 2010. Áfrýjun hennar til hæstaréttar er hennar síðasta. Mál Bibi hefur vakið mikla athygli bæði innan og utan Pakistan. Tveir stjórnmálamenn sem reyndu að aðstoða hana voru myrtir, þar á meðal Salman Taseer, ríkisstjóri Punjab. Tehreek-e-Labaik Pakistan-flokkurinn, flokkur harðlínuíslamista, hefur gert guðlast að einu helsta baráttumáli sínu. Flokkurinn hefur meðal annars lofsamað lífvörð Taseer sem myrti hann. Í yfirlýsingu hefur flokkurinn í hótunum um hvað gerist af hæstiréttur sýnir Bibi einhverja „tilslökun eða mildi“. „Ef það verður einhver tilraun til að færa hana í hendur erlends ríkis verða afleiðingarnar hræðilegar,“ segir í yfirlýsingu flokksins að sögn Reuters-fréttastofunnar. Guðlast er mikið hitamál í Pakistan, svo mikið að nær ómögulegt er fyrir þá sem eru sakaðir um það að verja sig. Tugir manna sem sakaðir hafa verið um guðlast hafa verið drepnir án dóms eða laga af æstum múg. Bibi hefur alltaf neitað ásökununum um guðlast. Hún var sökuð um að hafa lastað íslam þegar nágrannar hennar mótmæltu því að hún drykki úr glasi þeirra vegna þess að hún væri ekki múslimi. Lögmenn Bibi segja að hún hafi átt í ágreiningi við nágranna og að þeir hafi orðið margsaga um atvik mála. Pakistan Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Pakistanskir íslamistar hafa hótað því að afleiðingarnar verði „hræðilegar“ ef kristinni konu sem dæmd var til dauða fyrir guðlast verður sýnd miskunn. Áfrýjun konunnar á dómnum verður tekin fyrir í hæstarétti landsins í dag. Asia Bibi er fjögurra barna móðir sem var dæmd til dauða fyrir að hafa talað illa um íslam eftir ströngum guðlastslögum Pakistan árið 2010. Áfrýjun hennar til hæstaréttar er hennar síðasta. Mál Bibi hefur vakið mikla athygli bæði innan og utan Pakistan. Tveir stjórnmálamenn sem reyndu að aðstoða hana voru myrtir, þar á meðal Salman Taseer, ríkisstjóri Punjab. Tehreek-e-Labaik Pakistan-flokkurinn, flokkur harðlínuíslamista, hefur gert guðlast að einu helsta baráttumáli sínu. Flokkurinn hefur meðal annars lofsamað lífvörð Taseer sem myrti hann. Í yfirlýsingu hefur flokkurinn í hótunum um hvað gerist af hæstiréttur sýnir Bibi einhverja „tilslökun eða mildi“. „Ef það verður einhver tilraun til að færa hana í hendur erlends ríkis verða afleiðingarnar hræðilegar,“ segir í yfirlýsingu flokksins að sögn Reuters-fréttastofunnar. Guðlast er mikið hitamál í Pakistan, svo mikið að nær ómögulegt er fyrir þá sem eru sakaðir um það að verja sig. Tugir manna sem sakaðir hafa verið um guðlast hafa verið drepnir án dóms eða laga af æstum múg. Bibi hefur alltaf neitað ásökununum um guðlast. Hún var sökuð um að hafa lastað íslam þegar nágrannar hennar mótmæltu því að hún drykki úr glasi þeirra vegna þess að hún væri ekki múslimi. Lögmenn Bibi segja að hún hafi átt í ágreiningi við nágranna og að þeir hafi orðið margsaga um atvik mála.
Pakistan Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira