Heitir því að elta þá uppi sem unnu skemmdarverk við vinsæla fjörupotta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2018 11:00 Umgengnin var eins og eftir svín að sögn Elvars Reykjalín. Mynd/Elvar Reykjalín Það var ófögur sjónin sem beið aðstandanda heitu pottana í Sandvíkurfjöru við Hauganes um helgina en svo virðist sem að hópur ungra manna hafi brotið og bramlað allt lauslegt við pottana. Eigandinn vill síður þurfa að loka pottunum og ætlar að setja upp vöktunarkerfi til að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig.Pottarnir voru settir upp á síðasta ári og hafa notið töluverða vinsælda. Bregður þeim reglulega fyrir á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum enda umhverfi þeirra afar myndrænt, í einu aðgengilegu fjörunni sem snýr til suðurs í Eyjafirði.Svæðið hefur verið opið allan sólarhringinn og engin vöktun hefur verið á svæðinu, enda hafa langflestir þeirra sem heimsótt hafa pottana umgengist þá af virðingu að sögn Elvars Reykjalíns, framkvæmdastjóra Ektafisks, sem setti upp pottanna. Þangað til um helgina.„Það keyrði um þverbak núna um helgina. Þetta hefur komið fyrir áður en þetta var grófara núna en hefur verið og það fauk í okkur,“ segir Elvar í samtali við Vísi.Svona er líta pottarnir út.Mynd/Elvar ReykjalínHann segir að tekið hafi verið eftir því að nokkrir hópar af ungum mönnum hafi komið seint um kvöld eða nótt um helgina og skilið eftir sig flöskur, sígarettustubba og annað rusl. „Umgangurinn er bara eins og eftir svín. Allt sem er laust er brotið, það er reykt og alllt skilið eftir á gólfinu. Það er með ólíkindum virðingarleysið sem sumir sýna þarna,“ segir Elvar.Myndir af tveimur bílum til skoðunar Og hann ætlar ekki að láta þetta koma fyrir aftur. Komið verður upp vöktunarkerfi og teknar verða myndir af þeim bílum sem þykja grunsamlegar.Elvar Reykjalín.„Það verður bara farið í lögregluna ef menn eru að tjóna. Við munum elta alla þá uppi sem standa í svona,“ segir Elvar og bætir við að náðst hafi myndir af tveimur bílum sem líkur eru á að skemmdarvargarnir hafi verið á. Verið sé að skoða þær. Elvar birti myndir af umgengninni á Facebook í gær og þar sagðist hann þurfa að neyðast til að loka pottunum ef ekki tækist að koma í veg fyrir svona skemmdarverk. Þa vill hann þó síður gera enda frekari uppbygging í kortunum í fjörunni. „Mér finnst þetta svo gremjulegt. Að láta einhverja örfáa sóða eyðileggja svona,“ segir Elvar og ætlar hann því að sjá hvort að vöktunin muni ekki koma í veg fyrir frekari skemmdarverk. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Það var ófögur sjónin sem beið aðstandanda heitu pottana í Sandvíkurfjöru við Hauganes um helgina en svo virðist sem að hópur ungra manna hafi brotið og bramlað allt lauslegt við pottana. Eigandinn vill síður þurfa að loka pottunum og ætlar að setja upp vöktunarkerfi til að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig.Pottarnir voru settir upp á síðasta ári og hafa notið töluverða vinsælda. Bregður þeim reglulega fyrir á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum enda umhverfi þeirra afar myndrænt, í einu aðgengilegu fjörunni sem snýr til suðurs í Eyjafirði.Svæðið hefur verið opið allan sólarhringinn og engin vöktun hefur verið á svæðinu, enda hafa langflestir þeirra sem heimsótt hafa pottana umgengist þá af virðingu að sögn Elvars Reykjalíns, framkvæmdastjóra Ektafisks, sem setti upp pottanna. Þangað til um helgina.„Það keyrði um þverbak núna um helgina. Þetta hefur komið fyrir áður en þetta var grófara núna en hefur verið og það fauk í okkur,“ segir Elvar í samtali við Vísi.Svona er líta pottarnir út.Mynd/Elvar ReykjalínHann segir að tekið hafi verið eftir því að nokkrir hópar af ungum mönnum hafi komið seint um kvöld eða nótt um helgina og skilið eftir sig flöskur, sígarettustubba og annað rusl. „Umgangurinn er bara eins og eftir svín. Allt sem er laust er brotið, það er reykt og alllt skilið eftir á gólfinu. Það er með ólíkindum virðingarleysið sem sumir sýna þarna,“ segir Elvar.Myndir af tveimur bílum til skoðunar Og hann ætlar ekki að láta þetta koma fyrir aftur. Komið verður upp vöktunarkerfi og teknar verða myndir af þeim bílum sem þykja grunsamlegar.Elvar Reykjalín.„Það verður bara farið í lögregluna ef menn eru að tjóna. Við munum elta alla þá uppi sem standa í svona,“ segir Elvar og bætir við að náðst hafi myndir af tveimur bílum sem líkur eru á að skemmdarvargarnir hafi verið á. Verið sé að skoða þær. Elvar birti myndir af umgengninni á Facebook í gær og þar sagðist hann þurfa að neyðast til að loka pottunum ef ekki tækist að koma í veg fyrir svona skemmdarverk. Þa vill hann þó síður gera enda frekari uppbygging í kortunum í fjörunni. „Mér finnst þetta svo gremjulegt. Að láta einhverja örfáa sóða eyðileggja svona,“ segir Elvar og ætlar hann því að sjá hvort að vöktunin muni ekki koma í veg fyrir frekari skemmdarverk.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira