Erlendum hjálparstarfsmönnum enn ekki hleypt á hamfarasvæði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. október 2018 12:14 Yfirvöld í Indónesíu hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa óskað seint eftir neyðaraðstoð frá alþjóðasamfélaginu, en það gerðist ekki fyrr en þremur dögum eftir hamfarirnar. AP/Dita Alangkara Erlendum hjálparstarfsmönnum hefur enn ekki verið hleypt inn á hamfarasvæðið á eyjunni Sulawesi í Indónesíu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem riðu yfir eyjuna í lok september. Staðfest er að tvö þúsund eru látnir og allt að fimm þúsund saknað. Vonir manna um að finna fleiri á lífi á hamfarasvæðinu á Sulawesi í Indónesíu dvína með hverjum deginum en tæpar tvær vikur eru síðan hörmungarnar gengu yfir með jarðskjálfta af stærðinni 7,5, í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Palu, en í kjölfar skjálftans fylgdi flóðbylgja sem var allt að sex metra há þegar hún skall á strönd eyjunnar. Yfirvöld hafa gefið það út að leit að eftirlifendum verði hætt ellefta október næstkomandi og verða þeir sem eru ófundnir, taldir af en hverfisfulltrúar í bæjunum Balaroa og Petobo segir að fimm þúsund manns séu ófundnir. Yfirvöld í Indónesíu hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa óskað seint eftir neyðaraðstoð frá alþjóðasamfélaginu, en það gerðist ekki fyrr en þremur dögum eftir hamfarirnar. Tveir Íslendingar voru sendir út í síðustu viku á vegum NetHope, sem eru regnhlífarsamtök 58 stærstu hjálparsamtaka í heimi, en þeirra hlutverk er að tryggja fjarskiptasamband á milli björgunaraðila svo hægt að sé skipuleggja björgunarstarf. Þeir eru hins vega ekki komnir inn á eyjuna þar sem erlendum hjálparstarfsmönnum hefur ekki enn verið hleypt inn á hamfarasvæðið. Dagbjartur Brynjarsson er samhæfingarstjóri NetHope hér á landi.Dagbjartur Brynjarsson, samhæfingarstjóri Nethope á Íslandi.Nethope„Það er engum erlendum ríkisborgurum hleypt inn á hamfarasvæðið. Ríkisstjórn Indónesíu er í raun og vera að beina mönnum í gegnum hjálparstofnanir sem starfa á svæðinu og við fylgjum því og höfum verið að þjálfa upp fólk á þann búnað sem við komum með,“ segir Dagbjartur. Því hafa samtökin verið að þjálfa upp innfædda til þess að sinna því hjálparstarfi sem þeir hefur annars verið að gera á hamfara svæðinu. Er einhver ástæða fyrir því að erlendum hjálparstarfsmönnum hefur ekki verið hleypt inn á hamfarasvæðið? „Það eru eflaust margar ástæður fyrir því og ég ætla ekki að fara geta í neina eyður varðandi það. það sem skiptir mestu máli er bara það að fylgja því skipulagi sem sett er upp og það leggjum við gríðarlega mikið upp úr, að tengja okkur við þá samhæfingu sem á sér stað á hverju stað fyrir sig og fylgjum því uppleggi sem þar er lagt upp,“ segir Dagbjartur. Dagbjartur segir hjálparstarf á svæðinu vera komið í gang og að árangur sé farinn að sjást. „Það er alveg ljóst að er mikið uppbyggingarstarf fyrir höndum og það er líka alveg ljóst að hluti björgunarstarfs er að skríða í rétta átt. Fjarskipti eru að einhverju leiti komin upp aftur, þó þau séu kannski ekki alveg 100%. Rafmagn gengur pínu hægt en í Palu, sem dæmi, eru tvær af fimm aðal spennustöðvum komnar upp fyrir svæðið, þannig að þetta er allt að skríða í rétta átt,“ segir Dagbjartur. Asía Hjálparstarf Indónesía Tengdar fréttir Heilu hverfin sukku í for Talið er að um 5.000 manns hafi farist þegar tvö hverfi í borginni Palu í Indónesíu sukku í forarsvað þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið í síðasta mánuði. 8. október 2018 07:00 Rauði krossinn í viðbragðsstöðu vegna hamfaranna í Indónesíu Að minnsta kosti 1200 eru látnir í Indónesíu eftir jarðskjálfta og tsunami flóðbylgju í kjölfarið, a.m.k. 800 eru slasaðir og meira en 160.000 hafa misst heimili sín. Rauði krossinn á svæðinu er í kapphlaupi við tímann. 5. október 2018 16:00 Eldgos á hælunum á jarðskjálftum og flóðbylgju Gosið hefur í eldfjallinu Soputan í Indónesíu á eyjunni Norður-Sulawesi sem varð einnig fyrir barðinu á öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í síðustu viku. 3. október 2018 09:27 Tveir Íslendingar munu meta ástandið á hamfarasvæðinu í Indónesíu Ástandið á eyjunni Sulawesi versnar dag frá degi eftir náttúruhamfarirnar á föstudag 2. október 2018 19:00 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Erlendum hjálparstarfsmönnum hefur enn ekki verið hleypt inn á hamfarasvæðið á eyjunni Sulawesi í Indónesíu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem riðu yfir eyjuna í lok september. Staðfest er að tvö þúsund eru látnir og allt að fimm þúsund saknað. Vonir manna um að finna fleiri á lífi á hamfarasvæðinu á Sulawesi í Indónesíu dvína með hverjum deginum en tæpar tvær vikur eru síðan hörmungarnar gengu yfir með jarðskjálfta af stærðinni 7,5, í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Palu, en í kjölfar skjálftans fylgdi flóðbylgja sem var allt að sex metra há þegar hún skall á strönd eyjunnar. Yfirvöld hafa gefið það út að leit að eftirlifendum verði hætt ellefta október næstkomandi og verða þeir sem eru ófundnir, taldir af en hverfisfulltrúar í bæjunum Balaroa og Petobo segir að fimm þúsund manns séu ófundnir. Yfirvöld í Indónesíu hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa óskað seint eftir neyðaraðstoð frá alþjóðasamfélaginu, en það gerðist ekki fyrr en þremur dögum eftir hamfarirnar. Tveir Íslendingar voru sendir út í síðustu viku á vegum NetHope, sem eru regnhlífarsamtök 58 stærstu hjálparsamtaka í heimi, en þeirra hlutverk er að tryggja fjarskiptasamband á milli björgunaraðila svo hægt að sé skipuleggja björgunarstarf. Þeir eru hins vega ekki komnir inn á eyjuna þar sem erlendum hjálparstarfsmönnum hefur ekki enn verið hleypt inn á hamfarasvæðið. Dagbjartur Brynjarsson er samhæfingarstjóri NetHope hér á landi.Dagbjartur Brynjarsson, samhæfingarstjóri Nethope á Íslandi.Nethope„Það er engum erlendum ríkisborgurum hleypt inn á hamfarasvæðið. Ríkisstjórn Indónesíu er í raun og vera að beina mönnum í gegnum hjálparstofnanir sem starfa á svæðinu og við fylgjum því og höfum verið að þjálfa upp fólk á þann búnað sem við komum með,“ segir Dagbjartur. Því hafa samtökin verið að þjálfa upp innfædda til þess að sinna því hjálparstarfi sem þeir hefur annars verið að gera á hamfara svæðinu. Er einhver ástæða fyrir því að erlendum hjálparstarfsmönnum hefur ekki verið hleypt inn á hamfarasvæðið? „Það eru eflaust margar ástæður fyrir því og ég ætla ekki að fara geta í neina eyður varðandi það. það sem skiptir mestu máli er bara það að fylgja því skipulagi sem sett er upp og það leggjum við gríðarlega mikið upp úr, að tengja okkur við þá samhæfingu sem á sér stað á hverju stað fyrir sig og fylgjum því uppleggi sem þar er lagt upp,“ segir Dagbjartur. Dagbjartur segir hjálparstarf á svæðinu vera komið í gang og að árangur sé farinn að sjást. „Það er alveg ljóst að er mikið uppbyggingarstarf fyrir höndum og það er líka alveg ljóst að hluti björgunarstarfs er að skríða í rétta átt. Fjarskipti eru að einhverju leiti komin upp aftur, þó þau séu kannski ekki alveg 100%. Rafmagn gengur pínu hægt en í Palu, sem dæmi, eru tvær af fimm aðal spennustöðvum komnar upp fyrir svæðið, þannig að þetta er allt að skríða í rétta átt,“ segir Dagbjartur.
Asía Hjálparstarf Indónesía Tengdar fréttir Heilu hverfin sukku í for Talið er að um 5.000 manns hafi farist þegar tvö hverfi í borginni Palu í Indónesíu sukku í forarsvað þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið í síðasta mánuði. 8. október 2018 07:00 Rauði krossinn í viðbragðsstöðu vegna hamfaranna í Indónesíu Að minnsta kosti 1200 eru látnir í Indónesíu eftir jarðskjálfta og tsunami flóðbylgju í kjölfarið, a.m.k. 800 eru slasaðir og meira en 160.000 hafa misst heimili sín. Rauði krossinn á svæðinu er í kapphlaupi við tímann. 5. október 2018 16:00 Eldgos á hælunum á jarðskjálftum og flóðbylgju Gosið hefur í eldfjallinu Soputan í Indónesíu á eyjunni Norður-Sulawesi sem varð einnig fyrir barðinu á öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í síðustu viku. 3. október 2018 09:27 Tveir Íslendingar munu meta ástandið á hamfarasvæðinu í Indónesíu Ástandið á eyjunni Sulawesi versnar dag frá degi eftir náttúruhamfarirnar á föstudag 2. október 2018 19:00 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Heilu hverfin sukku í for Talið er að um 5.000 manns hafi farist þegar tvö hverfi í borginni Palu í Indónesíu sukku í forarsvað þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið í síðasta mánuði. 8. október 2018 07:00
Rauði krossinn í viðbragðsstöðu vegna hamfaranna í Indónesíu Að minnsta kosti 1200 eru látnir í Indónesíu eftir jarðskjálfta og tsunami flóðbylgju í kjölfarið, a.m.k. 800 eru slasaðir og meira en 160.000 hafa misst heimili sín. Rauði krossinn á svæðinu er í kapphlaupi við tímann. 5. október 2018 16:00
Eldgos á hælunum á jarðskjálftum og flóðbylgju Gosið hefur í eldfjallinu Soputan í Indónesíu á eyjunni Norður-Sulawesi sem varð einnig fyrir barðinu á öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í síðustu viku. 3. október 2018 09:27
Tveir Íslendingar munu meta ástandið á hamfarasvæðinu í Indónesíu Ástandið á eyjunni Sulawesi versnar dag frá degi eftir náttúruhamfarirnar á föstudag 2. október 2018 19:00