Einar Jóns: Var að fara að skipta Hreiðari útaf þegar hann lokaði búrinu Anton Ingi Leifsson skrifar 8. október 2018 21:58 Einar á síðustu leiktíð. vísir/ernir „Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af strákunum fyrir að hafa klárað þetta. Þetta var alveg ótrúlega góður sigur hjá okkur,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Gróttu eftir sigur sinna manna gegn KA á Akureyri í kvöld. Einar sagði sína menn ekki hafa spilað vel í kvöld en hann var ánægður með karakterinn í sínu liði gegn flottu KA liði. „Að koma hérna í KA heimilið, fullt hús, frábær stemmning og taka tvo punkta. Það verður ekki mikið betra en það,“ bætti Einar við. KA menn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14 – 10 og sagði Einar að allir í hans liði, bæði þjálfarar og leikmenn, hefðu verið óánægðir með nokkra hluti sem búið var að fara yfir. „Við vorum að gera hluti mjög illa, bæði í vörn og sókn og mér fannst menn laga það í seinni hálfleiknum. Vörnin var betri og Bjartur kom inn í síðari hálfleik algjörlega frábær og Hreiðar lokar markinu síðasta korterið eða svo,“ sagði Einar og bætti við: „Við vorum aðeins agaðri sóknarlega. Örugglega ekki flottasti sóknarleikur sem að sést hefur en við gerðum nóg og þá er ég sáttur.“ Bæði lið áttu erfitt með að halda boltanum innan sinna raða í upphafi síðari hálfleiks og sagði Einar það hafa farið í sig. Hann sagði það þó ekki hafa breyst mikið í síðari hálfleik. „Vörnin varð betri og svona jú þetta var nú aðeins skárra í seinni hálfleik sóknarlega en töpuðu boltarnir voru of margir en við unnum.“ Eins og Einar kom inn á var Hreiðar Levý drjúgur í síðari hálfleiknum og ekki síst á síðustu mínútu leiksins þegar hann varði þrjú skot í sömu sókninni. Spurður út í mikilvægi markmanns í hans gæðaflokki stóð ekki á svari. „Ég held að það sé nú bara mikilvægt fyrir öll lið að hafa góðan markmann í rammanum. Jovan var frábær hér í dag. Ég var nú að fara að skipta Hreiðari útaf þegar hann ákvað að loka búrinu og var frábær,“ sagði Einar og bætti við að Hreiðar væri vissulega stór hluti af Gróttu liðinu og væri búinn að vera frábær í vetur. Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
„Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af strákunum fyrir að hafa klárað þetta. Þetta var alveg ótrúlega góður sigur hjá okkur,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Gróttu eftir sigur sinna manna gegn KA á Akureyri í kvöld. Einar sagði sína menn ekki hafa spilað vel í kvöld en hann var ánægður með karakterinn í sínu liði gegn flottu KA liði. „Að koma hérna í KA heimilið, fullt hús, frábær stemmning og taka tvo punkta. Það verður ekki mikið betra en það,“ bætti Einar við. KA menn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14 – 10 og sagði Einar að allir í hans liði, bæði þjálfarar og leikmenn, hefðu verið óánægðir með nokkra hluti sem búið var að fara yfir. „Við vorum að gera hluti mjög illa, bæði í vörn og sókn og mér fannst menn laga það í seinni hálfleiknum. Vörnin var betri og Bjartur kom inn í síðari hálfleik algjörlega frábær og Hreiðar lokar markinu síðasta korterið eða svo,“ sagði Einar og bætti við: „Við vorum aðeins agaðri sóknarlega. Örugglega ekki flottasti sóknarleikur sem að sést hefur en við gerðum nóg og þá er ég sáttur.“ Bæði lið áttu erfitt með að halda boltanum innan sinna raða í upphafi síðari hálfleiks og sagði Einar það hafa farið í sig. Hann sagði það þó ekki hafa breyst mikið í síðari hálfleik. „Vörnin varð betri og svona jú þetta var nú aðeins skárra í seinni hálfleik sóknarlega en töpuðu boltarnir voru of margir en við unnum.“ Eins og Einar kom inn á var Hreiðar Levý drjúgur í síðari hálfleiknum og ekki síst á síðustu mínútu leiksins þegar hann varði þrjú skot í sömu sókninni. Spurður út í mikilvægi markmanns í hans gæðaflokki stóð ekki á svari. „Ég held að það sé nú bara mikilvægt fyrir öll lið að hafa góðan markmann í rammanum. Jovan var frábær hér í dag. Ég var nú að fara að skipta Hreiðari útaf þegar hann ákvað að loka búrinu og var frábær,“ sagði Einar og bætti við að Hreiðar væri vissulega stór hluti af Gróttu liðinu og væri búinn að vera frábær í vetur.
Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira