Tugir þingmanna Íhaldsflokksins sagðir tilbúnir að fella Brexit-samning May Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2018 08:38 Tími Thersesu May sem leiðtoga Íhaldsflokksins hefur ekki verið neinn dans á rósum. Hún hefur þurft að glíma við nær stanslausa uppreisn vegna Brexit. Vísir/EPA Að minnsta kosti fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir tilbúnir að greiða atkvæði gegn mögulegum samningi ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr Evrópusambandinu ef þeir telja hann ekki ganga nógu langt í að rjúfa tengslin við sambandið. Steve Baker, þingmaður Íhaldsflokksins, fullyrti að tugir félaga hans myndu ekki samþykkja samning sem gerði ráð fyrir að Bretlandi héldi áfram í Evrópusamstarfinu að einhverju leyti, þar á meðal innri markaði ESB eða tollabandalagi þess. Baker var áður aðstoðarráðherra í Brexit-málum en sagði af sér til að mótmæla tillögum May.Reuters-fréttastofan segir að ef fjörutíu þingmenn Íhaldsflokksins gengju úr skaftinu við atkvæðagreiðslu um mögulegan Brexit-samning í þinginu yltu örlög hans á þingmönnum Verkamannaflokksins. Þeir hafa gefið til kynna að þeir myndu fella samning sem May bæri á borð fyrir þá. May hefur lagt til að Bretland haldi áfram í fríverslun við Evrópusambandið með því að gangast undir sameiginlegar reglur. Bretar myndu jafnframt taka þátt í Evrópustofnunum sem votta vörur. Þær tillögur hafa farið öfugt ofan í harðlínumenn í Íhaldsflokki hennar. Sumir þeirra hafa jafnvel talað fyrir því að Bretar gangi úr sambandinu án þess að nokkur samningur liggi fyrir, þar á meðal Baker. „Við myndum þurfa að vera óhrædd við að halda áfram án samnings,“ segir Baker. Brexit Tengdar fréttir Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40 Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Að minnsta kosti fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir tilbúnir að greiða atkvæði gegn mögulegum samningi ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr Evrópusambandinu ef þeir telja hann ekki ganga nógu langt í að rjúfa tengslin við sambandið. Steve Baker, þingmaður Íhaldsflokksins, fullyrti að tugir félaga hans myndu ekki samþykkja samning sem gerði ráð fyrir að Bretlandi héldi áfram í Evrópusamstarfinu að einhverju leyti, þar á meðal innri markaði ESB eða tollabandalagi þess. Baker var áður aðstoðarráðherra í Brexit-málum en sagði af sér til að mótmæla tillögum May.Reuters-fréttastofan segir að ef fjörutíu þingmenn Íhaldsflokksins gengju úr skaftinu við atkvæðagreiðslu um mögulegan Brexit-samning í þinginu yltu örlög hans á þingmönnum Verkamannaflokksins. Þeir hafa gefið til kynna að þeir myndu fella samning sem May bæri á borð fyrir þá. May hefur lagt til að Bretland haldi áfram í fríverslun við Evrópusambandið með því að gangast undir sameiginlegar reglur. Bretar myndu jafnframt taka þátt í Evrópustofnunum sem votta vörur. Þær tillögur hafa farið öfugt ofan í harðlínumenn í Íhaldsflokki hennar. Sumir þeirra hafa jafnvel talað fyrir því að Bretar gangi úr sambandinu án þess að nokkur samningur liggi fyrir, þar á meðal Baker. „Við myndum þurfa að vera óhrædd við að halda áfram án samnings,“ segir Baker.
Brexit Tengdar fréttir Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40 Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00
Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40
Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00