Kim Larsen látinn Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2018 09:37 Kim Larsen á sviði Visir/getty Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen er látinn en greint er frá þessu á vef danska ríkisútvarpsins. Larsen var 72 ára en hann lést í morgun eftir langvinn veikindi. Í janúar síðastliðnum greindi Larsen frá því að hann hefði greinst með krabbamein í blöðurhálskirtli og þurfti að hætta við tónleikahald vegna veikindana. Hann ákvað síðan að halda nokkra lokatónleika í ár sem voru afar vel sóttir. Fjölmiðlafulltrúi Larsen greindi frá andlátinu á vef tónlistarmannsins. Eiginkona hans Lisoletta og sex börn voru hjá Larsen þegar hann andaðist. Mun útför hans fara fram í kyrrþey. Hann var mikil alþýðuhetja og þekktur fyrir að standa með smælingjum. Þrátt fyrir að auðgast talsvert á tónlist sinni var hann jafnan trúr sannfæringu sinni og mikil verkalýðshetja. Hann var ötull talsmaður þess að það þyrftu ekki allir að falla í hópinn. Titill fyrstu sólóplötu hans, sem kom út árið 1979, var einfaldlega kennitala Larsen, 230145-0637, sem var ádeila hans á kerfið og hvernig það safnar upplýsingum um einstaklinga. Hann var ein skærasta stjarna danskrar tónlistar. Hann stofnaði hljómsveitina Gasolin á áttunda árartug síðustu aldar sem náði miklum vinsældum með lögum á borð við Kvinde Minog Rabalderstræde. Larsen sagði síðar meir skilið við Gasolin og hóf sólóferil. Árið 1979 tók hann þátt í undankeppni Eurovision í Danmörku þar sem hann hafnaði í þriðja sæti með lagið Ud i det Blå.Hann reyndi fyrir sér í Bandaríkjunum upp úr 1980 en náði ekki vinsældum þar. Hann sneri aftur til Danmerkur nokkrum árum síðar þar sem hann átti hins vegar mikilli velgengni að fagna. Árið 1983 gaf hann út plötuna Midt om Natten en talið er að um 650 þúsund eintök hafi selst af þeirri plötu sem gerir hana þá söluhæstu í Danmörku. Hann hefur selt milljónir platna í heildina og spilaði nokkrum sinnum á Íslandi. Hér fyrir neðan má hlusta á nokkur af þekktustu lögum hans: Andlát Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen er látinn en greint er frá þessu á vef danska ríkisútvarpsins. Larsen var 72 ára en hann lést í morgun eftir langvinn veikindi. Í janúar síðastliðnum greindi Larsen frá því að hann hefði greinst með krabbamein í blöðurhálskirtli og þurfti að hætta við tónleikahald vegna veikindana. Hann ákvað síðan að halda nokkra lokatónleika í ár sem voru afar vel sóttir. Fjölmiðlafulltrúi Larsen greindi frá andlátinu á vef tónlistarmannsins. Eiginkona hans Lisoletta og sex börn voru hjá Larsen þegar hann andaðist. Mun útför hans fara fram í kyrrþey. Hann var mikil alþýðuhetja og þekktur fyrir að standa með smælingjum. Þrátt fyrir að auðgast talsvert á tónlist sinni var hann jafnan trúr sannfæringu sinni og mikil verkalýðshetja. Hann var ötull talsmaður þess að það þyrftu ekki allir að falla í hópinn. Titill fyrstu sólóplötu hans, sem kom út árið 1979, var einfaldlega kennitala Larsen, 230145-0637, sem var ádeila hans á kerfið og hvernig það safnar upplýsingum um einstaklinga. Hann var ein skærasta stjarna danskrar tónlistar. Hann stofnaði hljómsveitina Gasolin á áttunda árartug síðustu aldar sem náði miklum vinsældum með lögum á borð við Kvinde Minog Rabalderstræde. Larsen sagði síðar meir skilið við Gasolin og hóf sólóferil. Árið 1979 tók hann þátt í undankeppni Eurovision í Danmörku þar sem hann hafnaði í þriðja sæti með lagið Ud i det Blå.Hann reyndi fyrir sér í Bandaríkjunum upp úr 1980 en náði ekki vinsældum þar. Hann sneri aftur til Danmerkur nokkrum árum síðar þar sem hann átti hins vegar mikilli velgengni að fagna. Árið 1983 gaf hann út plötuna Midt om Natten en talið er að um 650 þúsund eintök hafi selst af þeirri plötu sem gerir hana þá söluhæstu í Danmörku. Hann hefur selt milljónir platna í heildina og spilaði nokkrum sinnum á Íslandi. Hér fyrir neðan má hlusta á nokkur af þekktustu lögum hans:
Andlát Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira