Segir stjórnmálamenn of hrædda við að taka umdeildar ákvarðanir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. september 2018 13:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir stjórnmálin skorta þor. Stjórnmálamenn séu of hræddir við að taka umdeildar ákvarðanir og taka afleiðingum að lítið er um tillögur að lausnum. Þá segir hann að marga stjórnmálamenn hafa séð tækifæri í hruninu til að þrýsta á inngöngu í ESB. Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að árið 2008 hafi stjórnkerfið og pólitíkin ekki verið í þeirri hagsmunagæslu fyrir landið sem hann hefði viljað sjá. „Ég held að það hafi að mestu leyti stafað að tvennu, annars vegar voru margir sem sáu þetta bankahrun sem pólitískt tækifæri. Að þetta væri tækifæri til að gera byltingu og umbreyta samfélaginu eftir sínu höfðu. Hitt var að Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu þarna fljótlega eftir á og þá fór allt að snúast um það,“ Sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann segir að margir stjórnmálamenn hafi á sínum tíma ekki viljað sjá lausnir en sáu þess í stað tækifæri í hruninu. „Sumir hverjir, það var allavegana tilfinning mín á þessum tíma og er enn, vildu hafa vandamálið til þess að þrýsta á um að Ísland færi inn í ESB og þegar þangað yrði komið , þá yrðu málin leyst.“ Hann segir stjórnmálamenn of umhugað um passa sína stöðu og gera ekkert sem líkur eru á að verði gagnrýnt. Hann segir það hlutverk stjórnmálamanna að leggja fram lausnir, leggja sjálfan sig undir og taka afleiðingum ef þær ganga ekki upp. „Þetta vantar mjög í pólitíkina nú til dags finnst mér og hefur verið að ágerast. Það er svo lítil pólitík eftir í pólitíkinni. Stjórnmálamenn eru farnir að hugsa of mikið um að gera ekkert umdeild. Fyrst og fremst að komast i gegnum daginn án þess að segja eða gera eitthvað sem einhver gæti haft út á að setja í stað þess að þora að leggja fram lausnir eða hugmyndir sem að verandi nýjar verða alltaf umdeildar og geta farið vel eða illa en að vera þá tilbúin að taka afleiðingum,“ Sagði Sigmundur Davíð. Stj.mál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir stjórnmálin skorta þor. Stjórnmálamenn séu of hræddir við að taka umdeildar ákvarðanir og taka afleiðingum að lítið er um tillögur að lausnum. Þá segir hann að marga stjórnmálamenn hafa séð tækifæri í hruninu til að þrýsta á inngöngu í ESB. Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að árið 2008 hafi stjórnkerfið og pólitíkin ekki verið í þeirri hagsmunagæslu fyrir landið sem hann hefði viljað sjá. „Ég held að það hafi að mestu leyti stafað að tvennu, annars vegar voru margir sem sáu þetta bankahrun sem pólitískt tækifæri. Að þetta væri tækifæri til að gera byltingu og umbreyta samfélaginu eftir sínu höfðu. Hitt var að Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu þarna fljótlega eftir á og þá fór allt að snúast um það,“ Sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann segir að margir stjórnmálamenn hafi á sínum tíma ekki viljað sjá lausnir en sáu þess í stað tækifæri í hruninu. „Sumir hverjir, það var allavegana tilfinning mín á þessum tíma og er enn, vildu hafa vandamálið til þess að þrýsta á um að Ísland færi inn í ESB og þegar þangað yrði komið , þá yrðu málin leyst.“ Hann segir stjórnmálamenn of umhugað um passa sína stöðu og gera ekkert sem líkur eru á að verði gagnrýnt. Hann segir það hlutverk stjórnmálamanna að leggja fram lausnir, leggja sjálfan sig undir og taka afleiðingum ef þær ganga ekki upp. „Þetta vantar mjög í pólitíkina nú til dags finnst mér og hefur verið að ágerast. Það er svo lítil pólitík eftir í pólitíkinni. Stjórnmálamenn eru farnir að hugsa of mikið um að gera ekkert umdeild. Fyrst og fremst að komast i gegnum daginn án þess að segja eða gera eitthvað sem einhver gæti haft út á að setja í stað þess að þora að leggja fram lausnir eða hugmyndir sem að verandi nýjar verða alltaf umdeildar og geta farið vel eða illa en að vera þá tilbúin að taka afleiðingum,“ Sagði Sigmundur Davíð.
Stj.mál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira