Þetta kom vel í ljós í gær þegar Kostas Manolas og félagar í ítalska félaginu AS Roma heimsóttu Real Madrid á Santiago Bernabeu í Meistaradeildinni.
Stuðningsmenn Real Madrid fögnuðu nefnilega gríðarlega þegar vallarþulurinn las upp nafn Kostas Manolas fyrir leikinn eins og heyra má hér fyrir neðan.
Kostas Manolas appears to be pretty popular with the Real Madrid fans #ASRoma#UCLpic.twitter.com/JzfCksKpaV
— AS Roma English (@ASRomaEN) September 19, 2018
Ástæðan er án efa markið sem Kostas Manolas skoraði í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Grikkinn endaði þá Meistaradeildardrauma Barcelona.
Kostas Manolas tryggði AS Roma 3-0 sigur á Barcelona í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Markið skoraði hann með skalla á 82. mínútu leiksins en þetta var aðeins eitt annað af tveimur mörkum hans í allri Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.
Barcelona hafði unnið fyrri leikinn 4-1 en þriðja markið hjá Roma sá til þess að ítalska liðið fór áfram á markinu sem það skoraði í fyrir leiknum á Nou Camp.
Þessi sigur AS Roma er einn sá óvæntasti í seinni tíð ekki síst vegna þess að Barcelona vann þriggja marka sigur í fyrri leiknum.
Real Madrid þurfti því ekki að hafa áhyggjur af Barcelona liðinu í Meistaradeildinni og fór alla leið og tryggði sér titilinn þriðja árið í röð.
Leikmenn Real Madrid voru þó ekki eins góðir við Kostas Manolas og stuðningsmennirnir því Real Madrid vann leikinn í gær 3-0.