Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2018 21:59 Katla undir Mýrdalsjökli. Haraldur Guðjónsson Mælingar á útstreymi koldíoxíðs frá eldfjallinu Kötlu segja ekki til um hvort gos sé nú í aðsigi eða hversu stór næsta gos verður. Þetta skrifar Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, um grein Eveniy Ilyinskayu og samstarfsfólks hennar í tímaritinu Geophysical Research Letters um útstreymi koldíoxíðs frá Kötlu. Ein helsta niðurstaða greinarinnar er að útstreymið geti verið á stærðarbilinu 10 til 20 þúsund tonn á dag sem setur Kötlu í flokk með þeim eldfjöllum í heiminum þar sem útstreymi koldíoxíðs er mest. Magnús Tumi segir í grein sinni að í fjölmiðlaumræðu um þessa niðurstöðu hafi gætt nokkurs misskilnings um þýðingu rannsóknarinnar. Hann segir að hvergi sé komið inn á í niðurstöðunni hvort hún gefi til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð 2„Mælingarnar sýna hins vegar ótvírætt að CO2 leitar upp í miklum mæli og hefur gert í einhver ár, hve lengi er ekki vitað en svipað útstreymi gæti hafa varað undanfarna áratugi. Öllu óljósara er hvort þessi mikla losun tengist beint grunnstæðu kvikuhólfi undir Kötlu eða hver tenging þess er við kvikusöfnun í eldstöðinni. Hugsanlegt er að Katla virki eins og nokkurskonar ventill eða uppstreymisrás fyrir gas sem losnar úr kviku á miklu dýpi undir suðurhluta gosbeltisins,“ skrifar Magnús Tumi. Hann segir þessar merkilegu mælingar sýna að enn sé margt ólært þegar kemur að eldvirkni og eiginleika einstakra eldstöðva. „Eins og höfundar greinarinnar benda á kalla niðurstöðurnar á að fram fari mun ítarlegri mælingar. Það er til dæmis mikilvægt að vita hvort útstreymið er stöðugt eða árstíðabundið. Hugsanlega munu frekari mælingar varpa nýju ljósi á hegðun Kötlu og gætu þannig hjálpað okkur við að bæta enn frekar eftirlit og hættumat. Meiri mælingar eru líka eina leiðin til að fá áreiðanlegra mat á heildarlosun eldstöðvarinnar. Í framhaldinu þarf að meta hvað tölurnar segja okkur um kvikuna undir Kötlu og hvaða lærdóma má draga af þeim.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Mælingar á útstreymi koldíoxíðs frá eldfjallinu Kötlu segja ekki til um hvort gos sé nú í aðsigi eða hversu stór næsta gos verður. Þetta skrifar Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, um grein Eveniy Ilyinskayu og samstarfsfólks hennar í tímaritinu Geophysical Research Letters um útstreymi koldíoxíðs frá Kötlu. Ein helsta niðurstaða greinarinnar er að útstreymið geti verið á stærðarbilinu 10 til 20 þúsund tonn á dag sem setur Kötlu í flokk með þeim eldfjöllum í heiminum þar sem útstreymi koldíoxíðs er mest. Magnús Tumi segir í grein sinni að í fjölmiðlaumræðu um þessa niðurstöðu hafi gætt nokkurs misskilnings um þýðingu rannsóknarinnar. Hann segir að hvergi sé komið inn á í niðurstöðunni hvort hún gefi til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð 2„Mælingarnar sýna hins vegar ótvírætt að CO2 leitar upp í miklum mæli og hefur gert í einhver ár, hve lengi er ekki vitað en svipað útstreymi gæti hafa varað undanfarna áratugi. Öllu óljósara er hvort þessi mikla losun tengist beint grunnstæðu kvikuhólfi undir Kötlu eða hver tenging þess er við kvikusöfnun í eldstöðinni. Hugsanlegt er að Katla virki eins og nokkurskonar ventill eða uppstreymisrás fyrir gas sem losnar úr kviku á miklu dýpi undir suðurhluta gosbeltisins,“ skrifar Magnús Tumi. Hann segir þessar merkilegu mælingar sýna að enn sé margt ólært þegar kemur að eldvirkni og eiginleika einstakra eldstöðva. „Eins og höfundar greinarinnar benda á kalla niðurstöðurnar á að fram fari mun ítarlegri mælingar. Það er til dæmis mikilvægt að vita hvort útstreymið er stöðugt eða árstíðabundið. Hugsanlega munu frekari mælingar varpa nýju ljósi á hegðun Kötlu og gætu þannig hjálpað okkur við að bæta enn frekar eftirlit og hættumat. Meiri mælingar eru líka eina leiðin til að fá áreiðanlegra mat á heildarlosun eldstöðvarinnar. Í framhaldinu þarf að meta hvað tölurnar segja okkur um kvikuna undir Kötlu og hvaða lærdóma má draga af þeim.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00