Fjórir fuglar og frábær hringur sem ætti að koma Ólafíu í gegnum niðurskurðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2018 11:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði flottan annan hring á Estrella Damm Ladies Open mótinu á Spáni í dag en mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni. Ólafía Þórunn lék átján holur dagsins á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Þessi spilamennska skilar okkar konu upp í 41. sæti en niðurskurðarlínan er parið eins og staðan er núna. Margir kylfingar eiga aftur á móti eftir að klára í dag. Ólafía Þórunn endaði fyrsta hringinn á skolla og einu höggi yfir parinu en bættu heldur betur stöðu sína með flottum leik í dag. 72 högg í gær en 69 högg í dag. Ólafía byrjaði hringinn á því að fá fugl á fyrstu holu en fékk síðan skolla á annarri holunni. Hún komst síðan tveimur höggum undir pari með tveimur fuglum á þremur holum. Skolli á níundi stríddi henni aðeins en Ólafía bætti við einum fugli á seinni nýju og endaði hringinn því á tveimur höggum undir pari. Estrella Damm Ladies Open fer fram á vegum Golf Club de Terramar klúbbsins en völlurinn er í Sitges sem er rétt hjá Barcelona. Ólafía Þórunn er með keppnisrétt á bæði á LET Evrópumótaröðinni og á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Ólafía hefur keppt á þremur mótum á tímabilinu 2018 á LET Evrópumótaröðinni. Hún keppti síðast í byrjun september á Lacoste Ladies Open de France á LET Evrópumótaröðinni. Þar endaði Ólafía Þórunn í 11. sæti. Ólafía Þórunn er í 76. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Golf Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði flottan annan hring á Estrella Damm Ladies Open mótinu á Spáni í dag en mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni. Ólafía Þórunn lék átján holur dagsins á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Þessi spilamennska skilar okkar konu upp í 41. sæti en niðurskurðarlínan er parið eins og staðan er núna. Margir kylfingar eiga aftur á móti eftir að klára í dag. Ólafía Þórunn endaði fyrsta hringinn á skolla og einu höggi yfir parinu en bættu heldur betur stöðu sína með flottum leik í dag. 72 högg í gær en 69 högg í dag. Ólafía byrjaði hringinn á því að fá fugl á fyrstu holu en fékk síðan skolla á annarri holunni. Hún komst síðan tveimur höggum undir pari með tveimur fuglum á þremur holum. Skolli á níundi stríddi henni aðeins en Ólafía bætti við einum fugli á seinni nýju og endaði hringinn því á tveimur höggum undir pari. Estrella Damm Ladies Open fer fram á vegum Golf Club de Terramar klúbbsins en völlurinn er í Sitges sem er rétt hjá Barcelona. Ólafía Þórunn er með keppnisrétt á bæði á LET Evrópumótaröðinni og á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Ólafía hefur keppt á þremur mótum á tímabilinu 2018 á LET Evrópumótaröðinni. Hún keppti síðast í byrjun september á Lacoste Ladies Open de France á LET Evrópumótaröðinni. Þar endaði Ólafía Þórunn í 11. sæti. Ólafía Þórunn er í 76. sæti á stigalista mótaraðarinnar.
Golf Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira