Birgir Leifur var á tveimur höggum yfir pari fyrir annan hringinn í dag eftir að hafa fengið tvöfaldan skolla á 12. holunni á fyrsta hringnum.
Hann spilaði hins vegar frábærlega í dag og nældi sér meðal annars í örn á 12. holunni, bætti sig um fjögur högg á þeirri holu á milli hringja.
Hinn örn dagsins kom á fimmtu holu, sem er par fimm hola líkt og 12. holan. Birgir Leifur fékk fjóra fugla og þrjá skolla á hringnum, lék samtals á fimm höggum undir pari í dag sem skilaði honum í hús á þremur höggum undir pari í mótinu.
Það dugði í gegnum niðurskurðinn, sem var við þrjú högg undir parið.
Oliver Fisher, Eddie Pepperell og Lucas Herbert leiða mótið á 12 höggum undir pari. Fisher átti stórbrotinn hring í dag fór hringinn á 12 höggum undir pari, hann hafði verið á pari mótsins fyrir hringinn í dag.
Fisher fékk 10 fugla og einn örn, ekki einn einasta skolla. Hann spilaði hringinn á 59 höggum, fyrsti maðurinn í sögu Evrópumótaraðarinnar sem fer hring á svo fáum höggum.
#PortugalMasterspic.twitter.com/SDUGLA3SPS
— 59 on the European Tour (@EuropeanTour) September 21, 2018