Illvirkjarnir á meðal okkar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. september 2018 07:45 Barnaníðshringir þjóðarleiðtoga og ill áform um fjandsamlega yfirtöku Evrópu eru að sumra mati mikilvæg efni í stjórnmálaumræðu Vesturlanda. Eiríkur Bergmann fjallar um samsæriskenningar og þjóðernispopúlisma í stjórnmálum í nýrri bók. Fréttablaðið/Anton Brink Þjóðernispopúlískar samsæriskenningar ganga yfirleitt út á að ala á utanaðkomandi ógn en um leið er innlend elíta ásökuð um að hafa svikið þjóðina í hendur þessarar utanaðkomandi ógnar,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, en nýjasta bókin hans: Conspiracy and Populism: The politics of Misinformation kom út á dögunum og fjallar um notkun samsæriskenninga í þjóðernispopúlískri stjórnmálaumræðu. Hann segir smiðina á bak við samsæriskenningar þessar yfirleitt setja sjálfa sig í hlutverk hetjunnar sem flettir ofan af illvirkjunum, þess sem stendur einn á milli hins grandalausa góða almennings og hinnar illu elítu sem misnotar almenning og ofsækir hann sjálfan.Af hverju ertu að tengja þessi fyrirbæri saman? Við höfum náttúrulega séð alveg ótrúlegan vöxt popúlískra stjórnmálaflokka á undanförnum árum og þegar ég var að vinna bók um þjóðernishyggju á Norðurlöndum tók ég eftir því hvað málflutningur þessara flokka er gegnsýrður af samsæriskenningum og þegar maður fer að skoða þessi tengsl popúlisma og samsæriskenninga nánar kom í ljós feikilega mikið af sömu einkennunum. Það er þessi elíta sem með illvirkjum sínum kemur fólki illa með einhverjum hætti.“ Eiríkur segir þessa orðræðu ótrúlega algenga í dag. Orðræðan sé látin ráða í stað greiningar á fyrirliggjandi gögnum. „Útgefandi minn hjá Palgrave Macmillan var því áfram um að flétta þessu svona saman í bókinni og skoða það út frá Evrópu, Bandaríkjunum og Rússlandi. Inn í meginstrauminn „Bókinni er ætlað að greina hvernig popúlískir stjórnmálaflokkar beinlínis beita samsæriskenningum í sínum málflutningi,“ segir Eiríkur og bendir á að hefðbundna myndin af samsæriskenningasmiðnum sé af einhverjum brjálæðingi á jaðrinum. „Það sem gerist hins vegar þegar þjóðernispopúlistarnir fara að taka samsæriskenningar inn í sinn málflutning er að þær flytjast smátt og smátt af jaðrinum og inn í meginstraum stjórnmálanna og núna er ástandið þannig að jafnvel þjóðarleiðtogar eru orðnir með helstu dreifendum samsæriskenninga,“ segir Eiríkur og nefnir Donald Trump, Vladímír Pútín, Victor Orban og Recep Tayyip Erdogan. Í bókinni beinir Eiríkur sjónum einkum að þjóðernispopúlískum flokkum sem náð hafa flugi víða um Evrópu í kjölfar aukins flóttamannastraums frá Miðausturlöndum. „Þjóðernispopúlistarnir nýta sér lögmætar áhyggjur sem fólk getur haft vegna örra þjóðfélagsbreytinga eða umróts; áhyggjur til dæmis af afkomu sinni, eignum og jafnvel líkamlegu öryggi, í tengslum við mikla fólksflutninga. Þessar áhyggjur eru magnaðar upp í hugum fólks og búin til mynd sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þegar búið er að hræða úr því líftóruna með slíkum aðferðum stilla popúlistarnir sér upp sem einu vörninni gegn þessari ógn og sem einu áskorendum innlendu svikaranna sem hafi svikið fólkið,“ segir Eiríkur. Tómarúm hjá gleymdri alþýðu Hann segir nokkrar ástæður fyrir því að popúlistar hafa náð til fólks með samsæriskenningum. Í fyrsta lagi hafi þeir í rauninni gengið inn í það hlutverk að verða málsvarar alþýðunnar og taka þá stöðu sem sósíaldemókratar höfðu áður. Því það sem gerðist meðal sósíaldemókrata úti um alla Evrópu og í Bandaríkjunum var að þeir yfirgáfu margir alþýðubaráttuna sem til þess tíma hafði verið rekin af verkalýðnum sjálfum. Smám saman hafi hins vegar nýir leiðtogar komið fram með breiðari áhuga á stjórnmálum og viðfangsefnum eins og umhverfismálum, jafnréttismálum, alþjóðasamvinnu og þess háttar. Við þessa breytingu hafi tengsl stjórnmálaforingjanna og alþýðunnar trosnað og eyður orðið til sem popúlistarnir stigu inn í. Við það hafi bæst að meginstraums-demókratar hafi líka hundsað hinn lögmæta ótta fólks við breytingar og ekki tekist á við hann. Svo gerist það að uppgangur þessara popúlista sem hefst upp úr 1970 magnast stöðugt og nær hámarki sínu núna á síðustu árum með gjörbreytingu í fjölmiðlaumhverfinu, fyrst með fréttastöðvum sem dæla út efni allan sólarhringinn bæði í útvarpi og sjónvarpi og svo á internetinu. Sú bylting veldur því að hliðvarsla hinna hefðbundnu fjölmiðla, sem gat vinsað út rugl frá réttum upplýsingum, heldur engu lengur og vitleysan flýtur út um allt. Ábyrgð stjórnmálamanna Eiríkur segir þessa orðræðu mjög hættulega enda hafi menn beinlínis drepið og verið drepnir eða fangelsaðir vegna hennar. Og þótt auðvitað sé ekki hægt að gera stjórnmálamenn ábyrga fyrir aðgerðum fólks sem ekki gengur heilt til skógar og grípur til aðgerða vegna falsfrétta af samsæriskenningum, þá verði stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega, að hafa þetta í huga. „Skilaboð eru oft móttekin með öðrum hætti en þeim er ætlað,“ segir Eiríkur og bendir á að staðan sé þannig í dag að mjög valdamiklum stjórnmálamönnum og jafnvel þjóðarleiðtogum virðist alveg sama. Þeir gangi nánast fyrir samsæriskenningum og ali á ótta og sundrungu. „Það er beinlínis orðinn grundvöllurinn í þeirra pólitík.“Af hverju eru þessi öfl svona sterk á Norðurlöndunum? Eiríkur segir þá þróun hafa átt sér stað á nokkrum áratugum og að hún hafi verið keyrð áfram af stjórnmálamönnum. „Í Danmörku eru þetta Danski þjóðarflokkurinn, áður Framfaraflokkurinn. Þessir flokkar voru algjörlega á jaðri danskra stjórnmála og þóttu alls ekki í húsum hæfir. Síðan tókst þessum öflum að breyta umræðunni í Danmörku. Orðræða þeirra er talin fullkomlega eðlileg og lögmæt. Það er ekki þannig að málflutningur þeirra hafi mildast í takt við umræðuna heldur hefur þeim tekist að breyta umræðunni í sína átt.“ Eiríkur segir þessu öfugt farið í Noregi þar sem Framfaraflokkurinn hefur mildast mjög og færst í áttina að meginstraumnum. „Svíar eru hins vegar með hörðustu þjóðernispopúlista sem hafa náð árangri á Vesturlöndum með flokk sem hefur nokkuð skýrar rætur í nýnasisma.“ Af hverju hafa þjóðernispopúlistar ekki náð viðlíka árangri á Íslandi? „Fyrir því eru þrjár ástæður. Þjóðernishyggja hefur ekki verið útskúfuð hugmynd á Íslandi eins og víðast annars staðar. Það þarf ekki að skora meginstraumskerfið á hólm á þjóðernispopúlískum grundvelli hér því þessar hugmyndir hafa lifað góðu lífi innan meginstraumsflokkanna. Íslenskur stjórnmálamaður getur alveg sagt „ég er þjóðernissinni“ og það er allt í lagi. Það getur þýskur stjórnmálamaður ekki gert og ekki heldur norskur eða danskur. Ekki fyrr en núna.“ Í öðru lagi hafi árangur popúlista í þessari bylgju náðst í andstöðu við múslimska innflytjendur. „Hér eru til dæmis engin múslimsk hverfi eins og í löndunum í kringum okkur. Og þótt ekkert sé útilokað þá getur verið frekar erfitt að vera fyrst og fremst á móti einhverju sem er ekki til.“ Að lokum hafi þessir flokkar fyrst og fremst náð árangri þegar fram hafa komið kraftmiklir karismatískir leiðtogar. „Þannig að jarðvegurinn er alveg til hér eins og annars staðar. Hins vegar hafa popúlískir rasistar hér á landi ekki verið sérstaklega heppnir með talsmenn hingað til,“ segir Eiríkur en útilokar ekki að Íslendingar eignist harðskeytta þjóðernispopúlista, komi fram nægilega efnilegur leiðtogi. Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Þjóðernispopúlískar samsæriskenningar ganga yfirleitt út á að ala á utanaðkomandi ógn en um leið er innlend elíta ásökuð um að hafa svikið þjóðina í hendur þessarar utanaðkomandi ógnar,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, en nýjasta bókin hans: Conspiracy and Populism: The politics of Misinformation kom út á dögunum og fjallar um notkun samsæriskenninga í þjóðernispopúlískri stjórnmálaumræðu. Hann segir smiðina á bak við samsæriskenningar þessar yfirleitt setja sjálfa sig í hlutverk hetjunnar sem flettir ofan af illvirkjunum, þess sem stendur einn á milli hins grandalausa góða almennings og hinnar illu elítu sem misnotar almenning og ofsækir hann sjálfan.Af hverju ertu að tengja þessi fyrirbæri saman? Við höfum náttúrulega séð alveg ótrúlegan vöxt popúlískra stjórnmálaflokka á undanförnum árum og þegar ég var að vinna bók um þjóðernishyggju á Norðurlöndum tók ég eftir því hvað málflutningur þessara flokka er gegnsýrður af samsæriskenningum og þegar maður fer að skoða þessi tengsl popúlisma og samsæriskenninga nánar kom í ljós feikilega mikið af sömu einkennunum. Það er þessi elíta sem með illvirkjum sínum kemur fólki illa með einhverjum hætti.“ Eiríkur segir þessa orðræðu ótrúlega algenga í dag. Orðræðan sé látin ráða í stað greiningar á fyrirliggjandi gögnum. „Útgefandi minn hjá Palgrave Macmillan var því áfram um að flétta þessu svona saman í bókinni og skoða það út frá Evrópu, Bandaríkjunum og Rússlandi. Inn í meginstrauminn „Bókinni er ætlað að greina hvernig popúlískir stjórnmálaflokkar beinlínis beita samsæriskenningum í sínum málflutningi,“ segir Eiríkur og bendir á að hefðbundna myndin af samsæriskenningasmiðnum sé af einhverjum brjálæðingi á jaðrinum. „Það sem gerist hins vegar þegar þjóðernispopúlistarnir fara að taka samsæriskenningar inn í sinn málflutning er að þær flytjast smátt og smátt af jaðrinum og inn í meginstraum stjórnmálanna og núna er ástandið þannig að jafnvel þjóðarleiðtogar eru orðnir með helstu dreifendum samsæriskenninga,“ segir Eiríkur og nefnir Donald Trump, Vladímír Pútín, Victor Orban og Recep Tayyip Erdogan. Í bókinni beinir Eiríkur sjónum einkum að þjóðernispopúlískum flokkum sem náð hafa flugi víða um Evrópu í kjölfar aukins flóttamannastraums frá Miðausturlöndum. „Þjóðernispopúlistarnir nýta sér lögmætar áhyggjur sem fólk getur haft vegna örra þjóðfélagsbreytinga eða umróts; áhyggjur til dæmis af afkomu sinni, eignum og jafnvel líkamlegu öryggi, í tengslum við mikla fólksflutninga. Þessar áhyggjur eru magnaðar upp í hugum fólks og búin til mynd sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þegar búið er að hræða úr því líftóruna með slíkum aðferðum stilla popúlistarnir sér upp sem einu vörninni gegn þessari ógn og sem einu áskorendum innlendu svikaranna sem hafi svikið fólkið,“ segir Eiríkur. Tómarúm hjá gleymdri alþýðu Hann segir nokkrar ástæður fyrir því að popúlistar hafa náð til fólks með samsæriskenningum. Í fyrsta lagi hafi þeir í rauninni gengið inn í það hlutverk að verða málsvarar alþýðunnar og taka þá stöðu sem sósíaldemókratar höfðu áður. Því það sem gerðist meðal sósíaldemókrata úti um alla Evrópu og í Bandaríkjunum var að þeir yfirgáfu margir alþýðubaráttuna sem til þess tíma hafði verið rekin af verkalýðnum sjálfum. Smám saman hafi hins vegar nýir leiðtogar komið fram með breiðari áhuga á stjórnmálum og viðfangsefnum eins og umhverfismálum, jafnréttismálum, alþjóðasamvinnu og þess háttar. Við þessa breytingu hafi tengsl stjórnmálaforingjanna og alþýðunnar trosnað og eyður orðið til sem popúlistarnir stigu inn í. Við það hafi bæst að meginstraums-demókratar hafi líka hundsað hinn lögmæta ótta fólks við breytingar og ekki tekist á við hann. Svo gerist það að uppgangur þessara popúlista sem hefst upp úr 1970 magnast stöðugt og nær hámarki sínu núna á síðustu árum með gjörbreytingu í fjölmiðlaumhverfinu, fyrst með fréttastöðvum sem dæla út efni allan sólarhringinn bæði í útvarpi og sjónvarpi og svo á internetinu. Sú bylting veldur því að hliðvarsla hinna hefðbundnu fjölmiðla, sem gat vinsað út rugl frá réttum upplýsingum, heldur engu lengur og vitleysan flýtur út um allt. Ábyrgð stjórnmálamanna Eiríkur segir þessa orðræðu mjög hættulega enda hafi menn beinlínis drepið og verið drepnir eða fangelsaðir vegna hennar. Og þótt auðvitað sé ekki hægt að gera stjórnmálamenn ábyrga fyrir aðgerðum fólks sem ekki gengur heilt til skógar og grípur til aðgerða vegna falsfrétta af samsæriskenningum, þá verði stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega, að hafa þetta í huga. „Skilaboð eru oft móttekin með öðrum hætti en þeim er ætlað,“ segir Eiríkur og bendir á að staðan sé þannig í dag að mjög valdamiklum stjórnmálamönnum og jafnvel þjóðarleiðtogum virðist alveg sama. Þeir gangi nánast fyrir samsæriskenningum og ali á ótta og sundrungu. „Það er beinlínis orðinn grundvöllurinn í þeirra pólitík.“Af hverju eru þessi öfl svona sterk á Norðurlöndunum? Eiríkur segir þá þróun hafa átt sér stað á nokkrum áratugum og að hún hafi verið keyrð áfram af stjórnmálamönnum. „Í Danmörku eru þetta Danski þjóðarflokkurinn, áður Framfaraflokkurinn. Þessir flokkar voru algjörlega á jaðri danskra stjórnmála og þóttu alls ekki í húsum hæfir. Síðan tókst þessum öflum að breyta umræðunni í Danmörku. Orðræða þeirra er talin fullkomlega eðlileg og lögmæt. Það er ekki þannig að málflutningur þeirra hafi mildast í takt við umræðuna heldur hefur þeim tekist að breyta umræðunni í sína átt.“ Eiríkur segir þessu öfugt farið í Noregi þar sem Framfaraflokkurinn hefur mildast mjög og færst í áttina að meginstraumnum. „Svíar eru hins vegar með hörðustu þjóðernispopúlista sem hafa náð árangri á Vesturlöndum með flokk sem hefur nokkuð skýrar rætur í nýnasisma.“ Af hverju hafa þjóðernispopúlistar ekki náð viðlíka árangri á Íslandi? „Fyrir því eru þrjár ástæður. Þjóðernishyggja hefur ekki verið útskúfuð hugmynd á Íslandi eins og víðast annars staðar. Það þarf ekki að skora meginstraumskerfið á hólm á þjóðernispopúlískum grundvelli hér því þessar hugmyndir hafa lifað góðu lífi innan meginstraumsflokkanna. Íslenskur stjórnmálamaður getur alveg sagt „ég er þjóðernissinni“ og það er allt í lagi. Það getur þýskur stjórnmálamaður ekki gert og ekki heldur norskur eða danskur. Ekki fyrr en núna.“ Í öðru lagi hafi árangur popúlista í þessari bylgju náðst í andstöðu við múslimska innflytjendur. „Hér eru til dæmis engin múslimsk hverfi eins og í löndunum í kringum okkur. Og þótt ekkert sé útilokað þá getur verið frekar erfitt að vera fyrst og fremst á móti einhverju sem er ekki til.“ Að lokum hafi þessir flokkar fyrst og fremst náð árangri þegar fram hafa komið kraftmiklir karismatískir leiðtogar. „Þannig að jarðvegurinn er alveg til hér eins og annars staðar. Hins vegar hafa popúlískir rasistar hér á landi ekki verið sérstaklega heppnir með talsmenn hingað til,“ segir Eiríkur en útilokar ekki að Íslendingar eignist harðskeytta þjóðernispopúlista, komi fram nægilega efnilegur leiðtogi.
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira